Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Wallpaper mælir með Eiriksson Brasserie

Birting:

þann

Eiriksson Brasserie

EIRIKSSON BRASSERIE er vel vandaður og fallegur veitingastaður, í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77

Hið virta hönnunartímaritið Wallpaper frá Englandi birtir skemmtilega umfjöllun á vef sínum um veitingastaðinn Eiriksson Brasserie, sem staðsettur er við Laugaveg 77.

Wallpaper fjallar meðal annars um list, hönnun, skemmtun, tísku, ferðalög um allan heim.

Nú nýlega kom blaðamaður frá tímaritinu og tók út staðinn Eiriksson Brasserie. Hann hefur greinilega verið mjög ánægður með alla umgjörðina og mælir sérstaklega með réttinum túnfiskstartar með límónu og lárperu. Einnig fær einkaherbergið í hvelfingunni sérstaka athygli í umfjölluninni, en herbergið tekur allt að 16 manns í sæti.

Eiriksson Brasserie

Glæsilegur vínkjallari hússins, staðsettur í gömlu peningageymslunum skapar óviðjafnanlega stemningu. Þar er að finna fágætt safn vína sem samanstendur af um 4000 flöskum sem margar hverjar eru ófáanlega á almennum markaði. Í peningageymslunum er einkaherbergi sem hægt er að panta og þar er dekrað við gesti í mat og drykk.

Eiriksson Brasserie

Einkaherbergið tekur allt að 16 manns í sæti.

Matseðillinn á Eiriksson Brasserie er í evrópskum stíl en með sérstakri áherslu á ítalskri matargerð.

Umfjöllunina er hægt að lesa í heild sinni með því að smella hér.

Mynd: facebook / Eiriksson Brasserie

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið