Vertu memm

Áhugavert

Vox bætir í draumaliðið

Birting:

þann

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Milliréttur á Vox
Skötuselur-ponzu, shiso og gerjuð seljurót

Veitingastaðurinn Vox á Nordica hótel hefur bætt við í Draumaliðið sitt í eldhúsinu. Þetta er ungir og efnilegir menn og eiga mikla framtíð fyrir sér.

Fyrst ber að nefna Eyjólf Gest Ingólfsson, en hann lærði fræðin sín á Hótel Sögu. Þó svo að Eyjólfur sé ekki í landsliðinu, þá hefur hann lengi vel unnið með landsliðinu og lét ekki segja sér tvisvar að krúnuraka sig, líkt og landsliðið gerði eftirminnilega í keppninni í Erfurt dagana 17 – 23 Október árið 2004 .

Eyjólfur er metnaðarfullur matreiðslumaður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Ólafur Haukur Magnússon er annar þeirra sem hefur komist í Draumalið Vox, en hann ættu nú margir að þekkja þar sem hann var aðstoðamaður Ragnar Ómars. í Bocuse d´Or 2005. Ólafur hefur einnig hreppt titilinn Matreiðslunemi Norðurlanda ásamt Stefáni Cosser, en þjálfari þeirra var Björn Bragi Bragason matreiðslumaður Perlunnar. Ólafur lærði á Hótel Holti.

Þess ber að geta að Vox hefur byrjað með nýjan matseðil, en hægt er að kíkja á hann á heimasíðu þeirra

Mynd: Ágúst Valves

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Áhugavert

Fyrirlestur Gert Klötzke á nútíma sænsku Jólahlaðborði

Birting:

þann

Haldinn miðvikudaginn 25. ágúst 2010 á Hilton Reykjavík Nordica

Gert Klötzke var í 2 áratugi yfirþjálfari sænska kokkalandsliðins og lyfti grettistaki á þeim vígstöðum. Hann er núna professor í matreiðslu við Háskólann í Umeá í Svíþjóð, einnig er hann meðlimur af culinary committee hjá WACS alheimsamtökum matreiðslumanna og er mikið í að halda dómaranámskeið víða um heim á vegum samtakanna, einnig er hann yfirþjálfari íslenska kokkalandsliðins og verður fróðlegt að sjá hvernig liðið muni standa sig í Lux í Nóv.

Hann kemur hingað á vegum KM og var það vilji stjórnar að hann nýttist einhvern veginn hinum almenna félagsmanni líka og úr var áðurnefndur fyrirlestur.

Gert Klötzke og Niclas Wahlström gerðu saman bókina“ The Swedish smörgasbord – all the Orignial Recipes in Modern Style“ og hefur bókin unnið til margra verðlauna, í bókinni er farið yfir hvernig má ná niður hráefniskostnaði á hlaðborðinu og jafnframt auka gæði þess sem og nútímalegri nálgun við uppsetnigu á því.

Til að mynda er allt lagað frá grunni og mikið um pylsur og fara þeir í 4 daga til fyrirtækis í Gautaborg þar sem fullkomin búnaður er til staðar og laga allar pylsur frá grunni, þess skal getið að í hlaðborðinu hefur dýra hráefnið fengið að víkja fyrir því ódýra, án þess að það hafi komið að sök.

Staðurinn heitir Fjaderholmarna www.fjaderholmarna.se og er á eyju út frá Stokkholm og í jólatraffikinni er opið í rúmar 3 vikur og þrjár umsetningar á dag kl 12:00, kl 16:00, og kl 19:00, 150-200 manns í hverju holli, verð er frá 400 sænskum á sunnudögum til um 900 kr sænskar á laugardagskvöldi bara fyrir matinn.

Fyrirlesturinn tókst með ágætum mjög góð mæting og virkilega gaman að sjá hans útfærslu á hlaðborðinu og upplifa alveg nýja vídd í skandinavísku jólaborði.

Ef einhver hefur áhuga að fjárfesta í bókinni en hún er til bæði á sænsku og ensku, þá geta menn sett sig í samband við Andreas Jacobsen [email protected] og lagt inn pöntun.

Matti Rambo átti frí frá Expendables og tók meðfylgjandi mynd.

Lesa meira

Áhugavert

Tim Wan Ho, Michelin fyrir fólkið

Birting:

þann

Tim Ho Wan, ekki dæmigerður Michelin staður. Mynd: AFP

Íslendingar á ferðum erlendis hafa vafalaust fundið fyrir því að kvöldverður á  fínni matsölustöðum skilur eftir sig varanlegar brunaskemmdir á kreditkortinu.  Til dæmis má nefna að algengt verð fyrir smakkseðil á einnar stjörnu stað í Lundúnum og Kaupmannahöfn samsvara um 20.000 íslenskum krónum á mann, án vína.

En nú vekur athygli í nýlega útkomnum Michelin bæklingi fyrir Hong Kong að götueldhúsið Tim Ho Wan (Á íslensku: Bætið við gæfunni) hefur fengið eina stjörnu í Rauða kladdann en þar kostar dýrasti réttur á matseðli sem samsvarar 610 krónum íslenskum. Hafi menn mikla matarlist má hæglega fá sér dim sum á undan fyrir litlar 240 krónur.

Það er Mak Pui Gor, fyrrverandi dim sum kokkur á þriggja stjörnu staðnum Lung King Heen á Four Seasons, sem opnaði þetta 20 sæta götueldhús þegar kreppan skall á með það fyrir augum að bjóða upp á ljúffengan og mjög ódýran mat.

Jean-Luc Naret forstjóri Michelin útgáfunnar segir einnig að Tim Ho Wan sé ódýrastur allra staða sem hlotið hafa stjörnu í kladdann. En það vekur athygli að Michelin útgáfan skuli horfa framhjá kristalsglösum, silfurskeiðum og öðru prjáldri sem hingað til hefur verið talið staðalútbúnaður til að eiga möguleika á stjörnu.

Kannski merki þess að Michelin sé að koma niður á jörðina og meta það sem máli skiptir, góðan mat.

© Höfundur: Ragnar Eiríksson matreiðslumaður

Lesa meira

Áhugavert

Jólahlaðborð Húsasmiðjunnar slær í gegn

Birting:

þann

Undirritaður varð þess heiður njótandi að snæða jólahlaðborðið í gærkvöldi og þvílík hamingja.

Það sem er á borðinu er 3 teg síld, 3 teg brauð, terrine með sultu, 2 teg salat, pastasalat, kjúklingalæri, kjúklinganaggar, coctailpylsur, eplasalat, kartöflusalat, bayonneskinka, Purusteik, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og grænar baunir.

Rósa Valdimarsdóttir matreiðslumeistari Húsasmiðjunnar stjórnar þessu öllu af myndarskap eins og henni tamt að gera.

Ég náði smá samtali við hana og sagði hún að það hefði verið fullt á hverjum degi frá byrjun og get ég staðfest að í gærkvöldi er ég kom rétt fyrir 18°°, þá var salurinn þegar fullur af gestum og þurfti smá bið til að fá borð.

Eins og áður sagði smakkaðist þetta alveg einstaklega vel og skapar mjög jákvæða ímynd í huga fólks til Húsasmiðjunnar sem örugglega er kjarni þess að þetta er á boðstólunum og á þessu verði kr 990 á manninn.

Eiga veitingamenn svar við þessu útspili verslunarinnar?

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið