Vertu memm

Áhugavert

Vox bætir í draumaliðið

Birting:

þann

Hussein Mustapha - Vox – Food & Fun 2015

Milliréttur á Vox
Skötuselur-ponzu, shiso og gerjuð seljurót

Veitingastaðurinn Vox á Nordica hótel hefur bætt við í Draumaliðið sitt í eldhúsinu. Þetta er ungir og efnilegir menn og eiga mikla framtíð fyrir sér.

Fyrst ber að nefna Eyjólf Gest Ingólfsson, en hann lærði fræðin sín á Hótel Sögu. Þó svo að Eyjólfur sé ekki í landsliðinu, þá hefur hann lengi vel unnið með landsliðinu og lét ekki segja sér tvisvar að krúnuraka sig, líkt og landsliðið gerði eftirminnilega í keppninni í Erfurt dagana 17 – 23 Október árið 2004 .

Eyjólfur er metnaðarfullur matreiðslumaður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Ólafur Haukur Magnússon er annar þeirra sem hefur komist í Draumalið Vox, en hann ættu nú margir að þekkja þar sem hann var aðstoðamaður Ragnar Ómars. í Bocuse d´Or 2005. Ólafur hefur einnig hreppt titilinn Matreiðslunemi Norðurlanda ásamt Stefáni Cosser, en þjálfari þeirra var Björn Bragi Bragason matreiðslumaður Perlunnar. Ólafur lærði á Hótel Holti.

Þess ber að geta að Vox hefur byrjað með nýjan matseðil, en hægt er að kíkja á hann á heimasíðu þeirra

Mynd: Ágúst Valves

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Áhugavert

Vissir þú þetta?

Birting:

þann

Vissir þú þetta?

Í rúmlega 25 ár höfum við flutt fréttir úr veitingabransanum á vefnum okkar sem er mikið sóttur af veitingamönnum og upphafssíða hjá mörgum þeirra. Að vefnum standa fagmenn í veitingageiranum og er öll vinna unnin í sjálfboðavinnu.

Markmið okkar er að efla umræðu í veitingageiranum, fagkeppni og auka upplýsingaflæði. Öllum er frjálst að senda inn fréttaefni og greinar á veitingageirinn.is.

Áhersla er lögð á fréttir úr veitingageiranum, viðburði, fólkið á bak við tjöldin, fagkeppni og almennt efni úr bransanum jafnt sem innlendar og erlendar fréttir.

Vissir þú þetta?

Margar leiðir eru fyrir lesendur vefsins að koma sínu efni á framfæri.

Útbúin hefur verið sér undirsíða með góðum leiðbeiningum, sem hægt er að skoða með því að smella hér, eins verður undirsíðan aðgengileg í valmyndinni, undir heitinu: Vissir þú þetta?

Undirsíðan: Vissir þú þetta?

Lesa meira

Áhugavert

Þetta kallast að taka fermingarveislurnar með stæl

Birting:

þann

Okkar bakarí

Bakararnir hjá Okkar bakarí taka fermingarveislurnar með prompi og prakt.  Í nýjasta myndbandinu má sjá hve fjölbreytt af kökum, kransakökum, kökupinnum á standi og fleira sem bakaríið útbýr á ári hverju fyrir fermingarnar.

Skemmtilegt myndband með tónlist frá hljómsveitinni Queen, I Want It All, ekki amalegt það:

 

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Áhugavert

Hver er maðurinn? – Verstu mistök í eldhúsinu; „Þegar ég gaf hóp af múslimum grilluð svínarif“

Birting:

þann

Hallgrímur Ingi Þorláksson

Hallgrímur Ingi Þorláksson starfar sem matreiðslumaður á Gallery Restaurant, Hótel Holt

Sturla Birgisson skoraði á Hallgrím Inga Þorláksson og hann tók við áskoruninni og hérna koma svörin hans.

Aldur?
46 ára

Áhugamál?
Skíði, stangveiði og skotveiði

Maki og Börn?
María Kristín Kristjánsdóttir og dóttir Jóhanna Bryndís Hallgrímsdóttir

Starf og vinnustaður?
Matreiðslumaður á Hótel Holt

Hversu lengi hefur þú unnið í eldhúsi?
26 ár

Hvar lærðir þú?
Hótel Holt

Hvert er uppáhalds hráefnið þitt?
Sjóbleikja

Hver er þinn uppáhalds veitingastaður?
Eleven Madison

Átt þú þér einhvern Signature dish?
Nei, ekkert ákveðið

Hvert er þitt mesta afrek í bransanum?
Að halda ennþá í konuna mína

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Þegar ég gaf hóp af múslimum grilluð svínarif

Ef þú mættir fara aftur í tímann til að breyta einu atviki hvaða atvik væri það og af hverju?
Ég er bara sáttur við mitt og myndi ekki vilja breyta neinu

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Ofninn

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Norski konungurinn og Halvör Astrup vinur hans

Hver er maðurinn í næstu viku?
Rúnar Gíslason hjá Kokkunum

Við þökkum Hallgrími kærlega fyrir þátttökuna og vonum að Rúnar taki jafn vel við boltanum í næstu viku.

Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar spurningar til að spurja í „Hver er maðurinn?“ endilega sendið þær á [email protected]

Samsett mynd: facebook Hótel Holt / Matthías

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið