Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Vínveitingaleyfi í fyrsta sinn á Kaffivagninum

Birting:

þann

Kaffivagninn

Eins og greint hefur verið frá þá urðu eigandaskipti á Kaffivagninum og nýir eigendur eru veitingahjónin Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari og Mjöll Daníelsdóttir.

Kaffivagninn var stofnaður 1935 af Bjarna Kristjánssyni þá var Kaffivagninn á vörubíl þar sem vörubíllinn var yfirbyggður pallur og stóð á horni á Pósthússtræti og Tryggvagötu sem var kallað Ellingsensplanið.

Snemma á sjötta áratugnum var Kaffivagninn fluttur vestur á Grandagarð og keypti Guðrún Ingólfsdóttir vagninn og rak hann ein til 1960, þá kom Ásta Thorarensen sem meðeigandi Guðrúnar.   Árið 1982 seldu þær Guðrún og Ásta Kaffivagninn Stefáni Kristjánssyni og rak hann vagninn ásamt fjölskyldu sinni til 1. október 2013 eftir 31 árs rekstur.

Selja þau Kaffivagninn Guðmundi Viðarssyni og Mjöll Daníelsdóttir og skemmtilegt er að segja frá því að Kaffivagninn er enn í fjölskyldu tengslum, því Stefán er móður bróðir Mjallar.

Kaffivagninn er elsti veitingarstaður á Íslandi sem er enn í rekstri og eru Guðmundur og Mjöll fjórðu eigendur af Kaffivagninum.

Það hafa orðið skemmtilegar breytingar og ein af þeim er að í fyrsta skipti er vínveitingaleyfi komið á Kaffivagninn og eins erum við komin inn á tuttugustu öldina með kaffitegundir með Te og kaffi.  Við verðum á léttari nótunum en lögð verður áhersla á léttvín og líkjöra með kaffinu og nú fyrir jólin er að sjálfsögðu hægt að fá snafsa

, sagði Mjöll Daníelsdóttir hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um vínveitingaleyfið.

 

Mynd: Sigurjón Ragnar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið