Vertu memm

Uncategorized

Vínskólinn tekinn til starfa

Birting:

þann

Vínnámskeið og vínferðir eru á dagskrá hjá nýstofnaða Vínskólanum, sem opnaði sína heimasíðu www.vinskolinn.is í gær 1. mars. Vínskólinn var stofnaður í janúar 2006 af Dominique Plédel Jónsson, sem hefur haldið vínnámskeið s.l. 2 ár með miklum vinsældum og hefur margra ára reynslu af vínheiminum. Skólinn er óháður og sjálfstæður og hefur aðsetur í nýja fallega hótelinu við Aðalstræti 16, Hótel Reykjavík Centrum, en hann verður í samstarfi við alla aðila á markaðinum sem hafa með vínmenningu að gera: veitingahús, innflutningsaðila, vínbúðirnar og fleiri.

Vínnámskeiðin eru ætluð almenningi, sem hefur áhuga á að fræðast um vín – einstaklingar, vinnuhópar eða klúbbar (matar-, sauma-, vínklúbbar), dagskráin fyrir næstu mánuðina er komin á heimasíðuna en hópar geta líka pantað námskeið á öðrum dögum. Vinsælt hefur verið að byrja á námskeiði um samsetningu matar og víns, en einnig eru heillandi önnur námskeið til dæmis um vín og villibráð, ítölsk vín, um ýmis vínræktarsvæði í heiminum. Gert er ráð fyrir að bjóða mjög spennandi námskeið um Suður Afríku í tengslum við þemadaga í Vínbúðunum, svo og 2 ítarleg Bordeaux námskeið. Mörg veitingahús í miðborginni veita nemendunum annað hvort 20% afslátt þá daga sem þeir sækja námskeið, eða sérmatseðil á afsláttarverði.

Vínskólinn er líka ætlaður fagfólkinu, þar sem vínfræði- og  þjónustunámskeið verða í boði fyrir veitingastaðina sem vilja góða og hagnýta þjálfun fyrir ófaglært starfsfólk – en líka símenntun og keppnisþjálfun fyrir þjóna og vínþjóna í samstarfi við Vínþjónasamtökin og félagssamtökin.

Í tengslum við skólann verða svo farnar Vínferðir á mörg spennandi vínsvæði í Evrópu, í samstarfi við Express Ferðir og Iceland Express. Fyrsta ferðin verður farin í maí til Alsace sem hefur heillað svo marga og fyrirhugaðar eru ferðir til Bordeaux, Jerez, Piedmonte, Austurríki, Rioja, Toskana… Þessar ferðir verða frekar stuttar (helgarferðir) með möguleika á að framlengja dvölina. Verðinu verður stillt í hóf þar sem áherslan er lögð á skemmtilega fræðslu um vín og víngerð í gegnum smakkanir og heimsóknir, í beinum tengslum við það besta sem hvert svæði hefur uppá að bjóða.

Allar upplýsingar um Vínskólann eru að finna á www.vinskolinn.is og í síma 898 40 85.

 

Fréttatilkynning

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið