Vertu memm

Keppni

Vínin sem fengu Gyllta glasið 2016

Birting:

þann

Gyllta glasið 2016

Logo - Vínþjónasamtök ÍslandsNú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2016 sem var haldin í 12 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands.

Í ár var verðflokkur vína í keppni frá 2.490 kr. til 3.500 kr, sá sami og var 2015 að viðbætum rósavínsflokki og var ekkert verðþak þar, vínin máttu koma frá öllum heiminum og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Hótel Hilton Nordica sunnudaginn 29 maí.  Þátttakan í Gyllta glasinu í ár var góð viðað við verðflokkinn, en alls skiluðu sér 99 vín til leiks frá 13 vínbirgjum.

Í ár skreyttum við dómarapanelinn með þekktum vínsérfræðingum, vínbirgjum, reyndum vínáhugamönnum innan veitingariðnaðarins og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.

Alls voru það 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala.

Logo - Gyllta glasið 2016Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá Peter Hansen og Ástþóri Sigurvinssyni og eiga þeir endalausar þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Hilton Reykjavík Nordica fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu og þjónustu með frábærum veitingum.

7 hvítvín, 13 rauðvín og 3 rósavín urðu svo fyrir valinu og hlutu Gyllta glasið 2016. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2016

Hvítvín

Villa Maria Private Bin Sauvignon Blanc 2015, KKK

Peter Jakob Khün Jacobus Riesling Trocken 2015, Berjamór

Villa Maria Private Bin Riesling 2015, KKK

Willm Pinot Gris Reserve 2015, Haugen

Arthur Metz Pinot Gris 2015, Mekka

Dopff & Irion Cuvée René Dopff Gewurztraminer 2013, Ölgerðin

Montes Alpha Chardonnay 2014, Globus

Rauðvín

Allegrini Palazzo della Torre Ripasso 2012, Cantina ehf

Tommasi Ripasso 2014, Mekka

Tenuta Sant’Antonio Monti Garbi Ripasso 2014, Globus

Concha Y Toro Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2014, Mekka

Peter Lehmann Portrait Shiraz 2013, Globus

George Wyndham Bin 555 Shiraz, 2013, Mekka

Trivento Golden Reserve Syrah 2013, Globus

Prunotto Barbera d’Alba 2014, Globus

Torres Gran Coronas Reserva 2012, KKK

Montecillo Reserva 2010, Globus

Cune Reserva 2011, Haugen

Coto de Imaz Gran Reserva 2010, Globus

Torres Celeste 2013, KKK

Rósavín 

Gérard Bertrand Côte des Roses 2015, Globus

Domaine du Tariquet Rosé du Presse 2015, Vínekran

Miguel Torres Santa Digna Rosé 2015, KKK

Vínþjónasamtökin vilja þakka öllum birgjum fyrir frábæra þátttöku og óskum sigurvegurum til hamingju.

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands

Þorleifur Sigurbjörnsson
Ritari/gjaldkeri

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Keppni

Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni

Birting:

þann

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.

Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.

„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“

segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.

Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.

Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.

Lesa meira

Bocuse d´Or

Sigurður Laufdal: „Við hlökkum til Bocuse d´Or 2020“ – Vídeó

Birting:

þann

Bocuse d’Or 2020 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Forkeppni Bocuse d’Or 2020 fer fram dagana 15. til 16. október í Tallinn Eistlandi í höllinni Saku Suurhall. Matreiðslumenn frá 19 Evrópulöndum taka þátt í keppninni og 11 efstu keppendurnir komast í Bocuse d´Or 2021 sem haldin verður í Lyon í Frakklandi.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands í forkeppninni.

Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmenn eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Þau lönd sem keppa eru:

Land Kandítat
Spain Albert Boronat
Netherlands Marco van der Wijngaard
Turkey Serhat Eliçora
Iceland Sigurður Laufdal
Estonia Artur Kazaritski
Denmark Ronni Vexøe Mortensen
Sweden Sebastian Gibrand
Georgia Erik Sarkisian
Poland Jakub Kasprzak
Belgium Lode  De Roover
Latvia Dinārs Zvidriņš
Croatia Jurica Obrol
Hungary István Veres
Finland Mikko Kaukonen
France Davy Tissot
Switzerland Alessandro Mordasini
Italy Alessandro Bergamo
Russia Viktor Beley
Norway Christian Andre Pettersen

Vídeó

Nýtt myndband af Íslenska liðinu hefur verið birt á facebook síðu Bocuse d’Or sem sjá má hér að neðan:

/ Team portrait N°12 🇮🇸 / Will the forces of nature carry Chef Sigurður Laufdal and his Commis Gabríel Bjarnason to victory 🏆 for Iceland?

Posted by Bocuse d'Or on Thursday, July 30, 2020

Sjá fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Silli kokkur sigraði í Besti Götubitinn 2020 – Kjósið um Götubita fólksins hér

Birting:

þann

Götubitahátíð Íslands

Frá Götubitahátíð Íslands

Úrslit er nú kunn úr keppninni „Besti Götubiti Íslands“ í samstarfi við European Street Food Awards og eru þau eftirfarandi:

Besti Götubitinn 2020 – Sillikokkur.is

Besti smábitinn – Vængjavagninn

Besti grænmetisrétturinn – MOSI – streetfood

Besta framsetning – Sillikokkur.is

Sigvaldi Jóhannesson, matreiðslumaður eða Silli kokkur eins hann er gjarnan kallaður

Kosning um Götubita fólksins

Götubiti fólksins verður svo tilkynnt á morgun sunnudaginn 19. júlí, en hægt er að kjósa um hann hér.

Formleg afhending verðlauna verða afhent á morgun, sunnudaginn 19. júlí, kl 17.00 á Miðbakkanum.

Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18 – 19 júlí

Við hvetjum alla að kíkja á Götubitahátíð Íslands sem haldin er á Miðbakkanum í Reykjavík nú um helgina.

20 matarvagnar, bjór og bubblur á svæðinu, leiktæki fyrir börnin og plötusnúðar! Opið frá klukkan 13.00-18.00, kannski lengur ef veður og stemming leyfir.

Sjá einnig:

Silli kokkur með nýjan matarvagn

Myndir: aðsendar

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag