Vertu memm

Uncategorized

Vínin með matnum á Food n Fun

Birting:

þann

Nú stendur yfir fimmta Food n Fun hátíðin og hver að verða síðastur að panta sér borð á veitingastöðunum sem taka þátt í matarveislunni. Sérvalin vínlisti er í boði á stöðunum og þar má finna vín frá nokkrum þekktum framleiðendum á borð við Penfolds, Rosemount, Wolf Blass, Moet, Beringer og Masi. Verður hér staðnæmst við tvo síðastnefndu framleiðendurna og vín frá þeim sem boðið er uppá á Food n Fun.

Vínframleiðandinn Masi hefur verið leiðandi og áberandi í víngerð í Veneto héraðinu á Ítalíu frá átjándu öld. Veneto er eina svæðið á Ítalíu þar sem hin forna aðferð við að þurrka vínþrúður á háaloftum er notuð ásamt hefðbundnum aðferðum. Sú aðferð sem hér um ræðir er kölluð appassimento. Hún er þannig að þrúgurnar eru látnar þorna á mottum í þurru og vel loftræstum háaloftum þrem mánuðum eftir uppskeru. Þau tvo vín sem framleidd eru með þessari aðferð eru Amarone og Recioto. Í kringum 1960 hóf Masi að framleiða vín með nýrri aðferð sem er mjög lík apassimentoaðferðinni. Það vín er Masi Campofiorin og er aðferðin þannig að þegar safinn er skilinn frá eftir Amarone ferillinn verður eftir safi sem blandaður er saman við ungt Valpolicella vín sem setur gerjunina af stað aftur. Að lokum er vínið látið þroskast á tunnum og er þessi aðferð kölluð Ripasso. Þess má geta að vinsældir Masi hafa magnast mjög hér á landi og nær tvöfaldaðist salan á síðasta ári.

Beringer er einn þekktasti bandaríski vínframleiðandinn hérlendis og hafa vín fyrirtækisins notið mikilla vinsælda í allmörg ár. Fyrirtækið var stofnað í Kaliforníu af þýskum bræðrum árið 1876 og áhrifa þýskrar víngerðarhefðar hefur alla tíð gætt hjá fyrirtækinu. Beringer á margar af bestu ekrunum í Napa-dalnum og má nefna að Private Reserve-vínið þeirra er talið með bestu vínum Bandaríkjanna. Beringer North Coast Zinfandel sem í boði er á Food n Fun hefur þurra angan, vanilusykur og reyk, þroskað í munni, farið að þroskast en heldur sér vel, ekki síst með mat. segir Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir í umsögn sinni í Morgunblaðinu.

 

Greint frá á Vísir.is

 

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið