Vertu memm

Uppskriftir

Vínarbrauð

Birting:

þann

Vínarbrauð

Vínarbrauð.
Mynd: úr safni

Hráefni

1 dl volgt vatn
2 1/2 tsk þurrger
2 msk sykur
1/2 tsk salt
50 g smjörlíki eða 1/2 dl matarolía
1 egg
3 1/2 dl hveiti
1/2–1 dl hveiti (til að strá yfir deigið í skálinni)

Tillögur að fyllingu:
Epli, eplamauk, rúsínur, rabarbarasulta (eða önnur sulta), kanelsykur, marsipan og súkkulaðibitar.

Aðferð

  1. Mælið volgt vatn í skál.
  2. Setjið ger, sykur, salt, feiti og egg út í skálina og hrærið.
  3. Setjið 3 1/2 dl af hveiti og hrærið og sláið deigið í skál inni.
  4. Stráðið 1/2–1 dl af hveiti yfir deigið í skál inni og látið það lyftast á volgum stað í um það bil 10 mínútur. Á meðan er gott að taka til í fyllinguna.
  5. Hrærið deigið og hnoðið. Skiptið því í tvo jafn stóra hluta sem flattir eru út í af langar lengjur 15 x 25 cm stórar, hérna duga kraftar skammt heldur er það þolinmæði, þjálfun og lagni sem dugar. Penslið með bræddu smjörlíki eða mjólk.
  6. Setjið lengjuna á bökunarplötu með bökunarpappír á. Skerið lengjuna í þrjá jafn stóra bita þvert yfir og þrjá skurði upp í hverja hlið á bitunum. Setjið fyllingu á miðjuna langsum, brjótið deigið yfir, fallegt er að láta deig endana skarast.
  7. Penslið yfir með mjólk eða eggjablöndu og stráið söxuðum möndlum eða hnetum yfir.
  8. Setjið plötuna í kaldan ofninn og stillið á 200 °C. Baksturinn tekur um það bil 20 mínútur.

Úr uppskriftabók Námsgagnastofnunnar.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Plokksfisklasagna með fersku spínati

Birting:

þann

Ferskt spínat

Fyrir 4-6

Hráefni:
800 g ný ýsuflök
2 stk. laukur
4 geirar hvítlaukur
100 g smjör
1 stk. sæt kartafla
2 stk. íslenskar gulrætur
½ stk. rautt chili
1 stilkur sellerí
4 kvistar ferskt timjan
1 tsk. karrí
1 tsk. kóríander
3 msk. spelt
100 ml kókosmjólk

Salt og hvítur pipar eftir smekk.
6 stk. íslenskir tómatar
1 box ferskt spínat
8 stk. spínat-lasagnablöð
1 bolli rifinn gouda-ostur
50 g rifinn parmesan-ostur

Aðferð:
Ýsan beinhreinsuð og forsoðin í saltvatni í 2 mín. Kartaflan skorin í teninga og forsoðin í saltvatni þar til hún er orðin mjúk. Fínt saxaður laukur, hvítlaukur, chili, sellerí og gulrætur brúnað í smjöri, karrí og kóríanderdufti hrært saman við ásamt soðnu kartöfluteningunum.

Spelti stráð yfir til að þykkja. Kókosmjólk bætt út í pottinn og fiskinum hrært saman við. Kryddað með salti og pipar.

Tómatar skornir í sneiðar og raðað ásamt plokkfisknum, spínatinu og lasagnablöðunum lagskipt í eldfast form, osti stráð yfir og bakað í ofni við 180° C í 20 mín.

Steinn Óskar Sigurðsson

Steinn Óskar Sigurðsson
Mynd: Sveinbjörn Úlfarsson.

Höfundur: Steinn Óskar Sigurðsson – Birt í fréttablaðinu árið 2008.

Mynd af spínati: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Kampavínskokteill – Uppskrift

Birting:

þann

Kampavínskokteill - Styrmir Bjarki Smárason

Kampavínskokteill

Blandað í frekar stórt og mikið glas og setjið klakamola í botninn eftir smekk.

1 dropi af Appelsínu bitter
15 ml af Cointreau
fyllt upp (120-150ML) af Piper-Heidsieck Sauvage sem er rósa kampavínið frá Piper-Heidisieck

Hægt er að sjá í þættinum Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar þegar Sjöfn heimsótti Fiskmarkaðinn og fékk að kynnast leyndardómnum bak við kampavíns sumarkokteilinn í ár.

Styrmir Bjarki Smárason

Höfundur: Styrmir Bjarki Smárason yfirþjónn á Fiskmarkaðinum.

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Uppskriftir

Sangria – Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Birting:

þann

Sangria - Spænskur sumardrykkur með jarðarberjum og bláberjum

Sangria er vinsæll sumardrykkur á Spáni sem er auðvelt að sníða að eigin smekk með ávaxtavali. Skerið ávexti, hrærið öllu nema sódavatninu saman við, kælið og njótið í góðra vina hópi!

Sangria:

Adobe Reserva – Cabernet Sauvignon, 1 flaska / 750 ml

Appelsínusafi, 300 ml

Hlynsíróp, 60 ml + meira eftir smekk

Brandý, 120 ml + meira eftir smekk

Appelsína, 1 stk

Epli, 1 stk

Jarðarber, 200 g

Bláber, 100 g

Sódavatn, 330 ml

Skerið appelsínu í þunnar sneiðar og epli og jarðarber í bita.
Blandið öllum hráefnum saman í a.m.k 1,5 ltr könnu. Smakkið til með brandý og hlynsírópi. Geymið í kæli í 2 klst.
Toppið með sódavatni og berið fram með klökum.

Mynd: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið