Vertu memm

Markaðurinn

Vín og vínfræði – Námskeið: Framreiðslumenn

Birting:

þann

Vínsmakk

Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á vínum og vínfræðum. Í vínfræðinni er fjallað um vínekruna, um víngerð, þrúgur, uppruna þeirra, vínframleiðslu, á þroskun vína og flokkun þeirra, um fræðin að para vín með mat, um framreiðslu á vínum, um gæðamat vína, um vínmiða og verðmat á vínum og fl.

Vínfræðin er tekin fyrir í fagbóklega hluta námskeiðsins og verður lesefni, myndefni og fl. aðgengilegt á vef IÐUNNAR. Verklegi hluti námskeiðsins er vínsmakk þar sem vín frá Frakklandi s.s. Bordeaux, Burgundy, vín frá Rhonardalnum, frá Loire og Alsace, vín frá Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku, Bandaríkjunum, Chile, Argentínu og fl. verða könnuð. Vínsmakkið dreifist á átta vikur.

Námskeiðinu lýkur með prófi og blindsmakki á völdum vínum.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

HVAR OG HVENÆR

DAGSETNING KENNT FRÁ TIL STAÐSETNING
15.09.2020 þri. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
23.09.2020 mið. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
29.09.2020 þri. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
06.10.2020 þri. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
13.10.2020 þri. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
20.10.2020 þri. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
28.10.2020 mið. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
03.11.2020 þri. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
10.11.2020 þri. 14:00 16:30 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Vídeó

Mynd; úr safni

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Markaðurinn

Fisherman býður frábærar lausnir fyrir stóreldhús

Birting:

þann

Gastro bakkar

Fiskurinn er afhentur ferskur í 5 kg gastro bökkum

Fisherman fiskréttir í gastro bökkum
Fisherman býður upp á fjölda fiskrétta sem eru tilvaldir fyrir mötuneyti, fyrirtæki og stóreldhús, þar sem fiskurinn er afhentur ferskur í 5 kg gastro bökkum sem passa fullkomlega í hefðbundna gastro ofna. Það er bæði hægt að fá þorsk og ýsu í raspi og hefðbundinn plokkfisk sem eru fulleldaður og þarf því aðeins að hita.

Fisherman Þorskur í raspi

Fisherman Þorskur í raspi

Vinsælir heimsréttir, fullir af hágæða fisk í gómsætri marineringu
Þá bjóðum við einnig upp á fimm fjölbreytta og girnilega fiskirétti frá öllum heimshornum; portugalskan með léttsöltum þorski, argentískur með silungi, kóreskur með laxi, franskur með þorski og grískur með þorski. Vinsælu heimsréttirnir innihalda allir um 85% fisk sem gerir það að verkum að gastro bakkarnir eru fullir af hágæða ferskum fisk í bland við bragðgóðan kryddlög og grænmeti.

Fiskréttur í gastro bakka

Fiskréttur í gastro bakka

Nú þegar er fjöldi stóreldhúsa í viðskiptum við Fisherman sem nýta sér þessa auðveldu og þægilegu leið til að matreiða ofan í fjölda manns á fljótlegan og bragðgóðan hátt á hverjum degi. Að jafnaði er nóg að panta fiskinn frá okkur fyrir hádegi og þá er hann kominn til þín um morguninn daginn eftir.

Pantaðu hér í netverslun Fisherman og við sjáum um að koma fiskinum til þín
Auðveldast er að panta fiskinn frá Fisherman í gegnum netverslun okkar og við sjáum um að keyra hann upp að dyrum hjá þér. Einfaldaðu þér vinnuna í eldhúsinu með ferskum fiski frá Fisherman.

Skoða hér ferska fiskrétti fyrir stóreldhús.

Fisherman Þorskur í raspi

Fisherman Þorskur í raspi

Lesa meira

Markaðurinn

LUX veitingar sendiherrar fyrir Henkelman vakúmpökkunarvélar

Birting:

þann

Umbúðir & Ráðgjöf - Henkelman vakúmpökkunarvélar

LUX veitingar og Umbúðir & Ráðgjöf hafa gert með sér samkomulag þar sem LUX veitingar taka að sér að vera sendiherrar fyrir Henkelman vakúmpökkunarvélar hér á landi.  Fyrstu vélarnar þegar verið settar upp hjá LUX veitingum, en veitingamönnum mun gefast kostur á að skoða vélarnar hjá Hinrik og Viktori og fá hjá þeim ráðgjöf varðandi Henkelman vakúmpökkunarvélar og notkun þeirra, auk þess sem vélar til einkanota verða til sölu hjá þeim félögum.

LUX veitingar tóku í notkun Boxer 52 vél frá Henkelman í byrjun október. Að sögn Hinriks hefur vélin gjörbreytt pökkunarferlinu, afköstin hafa margfaldast og þar af leiðandi sparast mikill tími sem nýtist til annarra verka.

Samúel framkvæmdastjóri hjá Umbúðum & Ráðgjöf segir að það sé mikið happ að fá eins hæfileikaríka og virta veitingamenn eins og þá Hinrik og Viktor til að koma að kynningarstarfi á Henkelman vakúmpökkunarvélum, en forsenda þess samstarfs séu þau gæði og vöruþróun sem Henkelman stendur fyrir.

Umbúðir & Ráðgjöf er í Gylfaflöt 4.
Sími 423 7900   –  [email protected]

Lesa meira

Markaðurinn

Námskeið: Hrápylsur – Kjötiðnaðarmenn, nemar í kjötiðn

Birting:

þann

Pylsur

Markmið námskeiðsins er að fjalla um hráverkun á pylsum, uppskriftir, garnir, pylsugerðir, stærðir, um snakkpylsur, verkun og vinnsluaðferðir um hráefni og hráefnisval, kryddun og fl.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

HVAR OG HVENÆR

DAGSETNING KENNT FRÁ TIL STAÐSETNING
10.11.2020 þri. 15:00 19:00 Hótel- og matvælaskólinn
17.11.2020 þri. 15:00 17:00 Hótel- og matvælaskólinn

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Happy Hour – 50 þættir 10.10.2020
    Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég þá hugmynd að búa til hlaðvarp þar sem eg spjallaði við fólk úr veitingabransanum. Verandi málglaður maður með ástríðu fyrir því sem ég hef gert hálfa ævina þótti mér tilvalið að ná að sameina þessa tvo hluti og varð til hlaðvarpið Happy Hour með the Viceman. Ég hafði ekki […]
  • Jónas Heiðarr 05.10.2020
    Jónas Heiðarr | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bang bang! Jónas Heiðarr er barþjónn sem á síðustu árum hefur komið eins og stormsveipur inn í barsenu landsins. Hann sigraði World Class Diageo bartender of the year árið 2017 og varð barþjónn ársins á Íslandi að mati Bartenders Choice Awards árið 2019. Hann er skagamaður […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag