Vertu memm

Uncategorized

Vín mánaðarins hjá Gestgjafanum – The Laughing Magpie 2003

Birting:

þann

The Laughing Magpie 2003 frá d’Arenberg sannar það að kaup góð finnast í öllum verðflokkum. Þorri velur það Vín mánaðarins OG Bestu kaupin í Gestgjafanum sem kom út í morgun og gefur því hæstu einkunn, 5 glös af 5 mögulegum. Í sömu grein fjallar hann um Woodcutter’s Shiraz 2004 frá Torbreck og gefur því líka glæsilega einkunn, 4 glös.

Vín mánaðarins og bestu kaupin

D’Arenberg The Laughing Magpie 2003 (Ástralía) – 5 glös
Einn af athyglisverðari vínframleiðendum í Suður-Ástralíu er D’Arenberg sem er með höfuðstöðvar sínar í McLaren-dalnum, suður af borginni Adelaide. Shiraz-þrúgan leikur þarna stærsta hlutverkið en nú má einnig sjá fleiri vín frá þessum slóðum sem taka sér rauðvínin frá Rhône til fyrirmyndar og þetta er einmitt eitt slíkt. Það er sett saman úr shiraz og viognier (sem er, nota bene, hvít þrúga) rétt eins og mörg vín frá svæðinu Côte-Rôtie í norðanverðum Rónardalnum í Frakklandi. Það hefur dimmfjólubláan og ógagnsæjan lit og töluvert opna angan sem er gegnheil og þroskuð. Þarna eru glefsur af aðalbláberjasultu, kryddi, dökkum berjum, sólberjum, súkkulaði, vanillu og karamellu. Í munni er það bragðmikið, sýruríkt og þurrt með flott tannín og ákaflega mikla bragðlengd. Þarna eru unglegar glefsur af aðalbláberjasultu, þurrkuðum ávöxtum, pipar, kaffi og dökkum berjum. Sérlega glæsilegt og í raun og veru stórkostlegt vín sem er frábært með flottri nautasteik, lambakjöti og einföldum en góðum grillréttum.
Í reynslusölu vínbúðanna 2000 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2010.

Torbreck Woodcutter’s Shiraz 2004 (Ástralía) – 4 glös
Barossa er heimavöllur shiraz-þrúgunnar í Ástralíu og þaðan koma flest bestu vínin sem brugguð eru úr þeirri þrúgu í Eyjaálfu. Þetta vín er ákaflega þétt með plómurauðan lit og angan af soðnum aðalbláberjum, ristuðu kókosmjöli, þurrkuðum ávöxtum, mintu, svörtum pipar, sveskjusultu og jörð. Sérlega skemmtilegur og athyglisverður ilmur sem heldur manni við efnið langtímum saman. Í munni er það ríflega meðalbragðmikið, mjúkt en ögn sýrulítið og helsti galli þess er að það leysist pínulítið í sundur í lokin. Bragðglefsurnar eru af þurrkuðum ávöxtum, bláberjasultu, rommrúsínum, mintu, appelsínuberki, sætum lakkrís og pipar. Þetta er bragðmikið og stórt shiraz-vín eins og Íslendingar vilja. Hafið það með bragðmiklum kjötréttum, fínni grillmat og einstaka villibráð.
Í reynslusölu vínbúðanna 1980 kr. Góð kaup.
Hiti: 17-19°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2009.

 

Af heimasíðu Víns og matar.

 

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið