Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Villibráðin í boði víðsvegar um land allt – Þessi veitingahús og hótel bjóða upp á villibráð

Birting:

þann

Steik - Villibráð

Veitingageirinn.is fór á stúfana og kíkti á úrvalið og hér er aðeins stiklað á stóru það sem í boði er fyrir unnendur villibráðar.
Mynd: úr safni

Villibráð hefur lengi verið vinsæl hjá mörgum landsmönnum og veitingastaðir og hótel bjóða upp á villibráð af hlaðborði eða matseðlum.

Gott framboð er af villibráð frá veiðimönnum sem keppast um að bjóða upp á villibráð, grágæs, heiðagæs, hreindýr og margt fleira á hinum ýmsum facebook hópum.

Veitingageirinn.is fór á stúfana og kíkti á úrvalið og hér er aðeins stiklað á stóru það sem í boði er fyrir unnendur villibráðar.

Villibráðahlaðborð Villta Kokksins

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari

Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.
Mynd: islandshotel.is

Fyrst er það að sjálfsögðu villti kokkurinn Úlfar Finnbjörnsson enda einn manna flinkastur að elda villibráð, en hann kemur til með að bjóða upp á glæsilegt villibráðahlaðborð á Grand Hótel Reykjavík dagana 22 okt. og 23 okt. næstkomandi.

Að auki verður boðið upp á Villibráðabrunch í Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík 24. október kl. 12:00.

Klárlega ekki missa af þessu, en veitingageirinn.is hefur kíkt á villibráðahlaðborðin hjá Úlfari í gegnum árin og þekkjum vel til (sjá t.d. hér) og það verður klárlega enginn svikinn sem leggur leið sína á Grand hótel.

Sjá nánari upplýsingar um villibráðahlaðborðið hér.

Villibráðahlaðborð Silla kokks

Sigvaldi Jóhannesson eða betur þekktur sem Silli kokkur

Silli kokkur er öflugur í ár.
Mynd: facebook / Silli kokkur

Sigvaldi Jóhannesson eða betur þekktur sem Silli kokkur er ansi öflugur í ár, en hann mun bjóða upp á villibráðaveislu á Múlaberg á Akureyri 29. og 30. október næstkomandi, sjá nánar hér.

Að auki verður villibráðahlaðborð Silla kokks 12. og 13. nóvember í Arnarfellssalnum í Sprettshöllinni.

Nánari upplýsingar á vefverslun á sillikokkur.is hér.

Silli kokkur var gestakokkur á veitingastaðnum Harbour á Skagaströnd 7. og 8. október s.l. og það var ekki annað að sjá á samfélagsmiðlunum að gestir voru himinlifandi með villibráðaveisluna.

Kaffi Krókur á Sauðárkróki

Kaffi Krókur á Sauðárkróki

Kaffi Krókur á Sauðárkróki

Reyktur veiðivatnaurriði, grafin gæsabringa, hreindýra medalíur, krónhjörtu, hægelduð gæsabringa er á meðal rétta sem aðKaffi Krókur á Sauðárkróki býður upp á 23. október næstkomandi sem sjá má á facebook síðu staðarins hér.

Torgið á Siglufirði

Torgið veitingastaður á Siglufirði

Veitingahjónin á Torginu, Daníel Pétur Baldursson og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir.
Mynd: facebook / Torgið restaurant

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði stimplar sig vel inn í ár og mun bjóða upp á villibráð í byrjun nóvember og út desember næstkomandi, t.a.m. grafna gæs með geitaosti frá Brúnastöðum, villibráðapaté, lambaborgara með rifinni gæs (confit), en matseðillinn verður auglýstur nánar síðar hér.

Vegamótaprinsinn býður upp á villibráðahlaðborð

Vegamótaprinsinn, Gísli Ágústsson

Vegamótaprinsinn, Gísli Ágústsson.
Mynd: facebook / Vegamót Bíldudal

Það þarf vart að kynna Vegamótaprinsann, Gísla Ágústsson, sem slegið hefur rækilega í gegn á Snapchat, en hann mun bjóða upp á villibráðahlaðborð á veitingastað sínum Vegamót á Bíldudal, 6. nóvember sem sjá má á facebook hér.

Hreindýr í aðalhlutverki

Nielsen restaurant á Egilsstöðum - Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir

Veitingahjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Edda Bjarnadóttir.
Myndir: facebook / Nielsen restaurant

Kári Þorsteinsson, yfirmatreiðslumaður Nielsen veitingastaðnum á Egilsstöðum, er mikill veiðimaður og hefur séð veitingastaðnum fyrir mestu af þeirri villibráð sem í boði er, t.d. hreindýr, önd og gæs. Veiðimenn af Austurlandi hafa svo lagt sitt af mörkum þegar lagerinn tæmist.

Í ár er hreindýrið í aðalhlutverki og býður Kári m.a. upp á hreindýratartar, þurrkað gæsaegg, kryddjurta-mæjó með stökku brauði og hreindýraböku með kartöflumús og lerkisveppakremi.

Nánar um Nielsen matseðlinn hér.

Veitingastaðurinn Aurora á Akureyri

Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri

Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri.
Mynd: aurorarestaurant.is

Veitingastaðurinn Aurora á Icelandair hótelinu á Akureyri býður upp á veglega villibráðamatseðil að hætti Friðjóns F. Helgasonar.  Á meðal rétta eru grafnir gæsatartar, grillað hrefnu Tataki, hreindýr & hægelduð andarlæri svo fátt eitt sé nefnt.  Sjá matseðilinn hér.

Villibráðarkvöld á hótel Hamri

Hótel Hamar

Hótel Hamar.
Mynd: icelandairhotels.com

Laugardagskvöldið 30. október og helgina 19. og 20. nóvember verður boðið upp á villibráðakvöld á Icelandair hótel Hamri. Sjö rétta villibráðakvöldverður á aðeins 11.900,- á mann. Á meðal rétta er gæsalæra confit, hreindýratartar, reyktur svartfugl, villigæsabringa.

Matseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.

Villibráðahlaðborð Vatnsholts

Villibráðahlaðborð Vatnsholts - Úlfar Finnbjörnsson

Úlfar Finnbjörnsson mætir aftur til leiks og býður upp á villibráðahlaðborð 5 – 6. nóvember næstkomandi á hótel Vatnsholt við Árnessýslu í veitingastaðnum Blind Raven, en sá staður bauð einmitt upp á skemmtilegt þema árið 2016, sjá nánar hér.

Ertu með ábendingu?  Vantar þig á listann?

Ertu með ábendingu til að bæta á þennann villibráðalista?  Vinsamlegast hafið samband á [email protected], við getum alltaf bætt við.  Einnig er í vinnslu frétt um þau veitingahús og hótel sem bjóða upp á jólahlaðborð, matseðla, jólaplatta osfr.  Hafið samband.

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Grétar Matthíasson endurkjörinn formaður Barþjónaklúbbs Íslands

Birting:

þann

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson er margverðlaunaður þjónn
Mynd: úr einkasafni

Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands var haldin á þriðjudaginn síðastliðinn og var margt á dagskrá. Farið var yfir félagsstarfið fyrir veturinn sem framundan er, kosið var til forseta ásamt 3 nýir meðlimir í stjórn kosnir í klúbbinn til tveggja ára.

Grétar Matthíasson var endurkjörinn formaður Barþjónaklúbbs Íslands, en nýja stjórnin er eftirfarandi:

Grétar Matthíasson
Teitur Riddermann Schiöth
Elna María Tómasdóttir
Andreas Peterssen
Helgi Aron
Jóhann B. Jóhannsson
Raúl Apollonio

Keppni um titilinn Hraðasti barþjónninn var haldin í lok fundsins, en nánari umfjöllun um keppnina ásamt myndum er hægt skoða hér að neðan:

Teitur Riddermann hreppti titilinn Hraðasti barþjónninn 2021 – Myndir frá keppninni

 

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Þessi veitingahús taka þátt í Kjötsúpudeginum á Skólavörðustíg

Birting:

þann

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Frá Kjötsúpudeginum 2017

Íslensku kjötsúpunni verður gert hátt undir höfði með árlegum Kjötsúpudegi fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. október næstkomandi og hefst klukkan 13.00 þar sem kjötsúpur í mismunandi búningi verða í boði fyrir gesti og gangandi.

Allir Íslendingar elska kjötsúpu, enda eiga allar íslenskar fjölskyldur sína uppáhalds uppskrift af kjötsúpunni sinni. Hún vekur góðar minningar, kallar fram bros og yljar hjartanu jafnt sem hún er bragðgóð, seðjandi og næringarrík. Kjötsúpudagurinn er haldinn af veitinga- og verslunarmönnum á Skólavörðustíg með stuðningi bænda.

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Kjötsúpudagurinn var upprunalega haldinn árið 2002 þegar Ófeigur Björnsson í Ófeigi gullsmiðju og Jóhann Jónsson í Ostabúðinni leiddu saman hesta sína til að gera daginn að veruleika.

Fyrsti vetrardagur varð fyrir valinu þar sem móðir Ófeigs hafði alltaf gert kjötsúpu þann dag. Segja má að Kjötsúpudagurinn sé ein af fyrstu sjálfssprottnu hátíðunum í miðbænum sem hefur svo sannarlega laðað að gesti og gangandi en árlega koma um tíu þúsund manns til að bragða á hinum ýmsu tegundum af íslenskri kjötsúpu.

Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustíg - 2017

Þessi veitingahús taka þátt í Kjötsúpudeginum:

Kaffi Loki

Krua Thai

Sjávargrillið

Snaps

Ostabúðin veisluþjónusta

Reykjavík Fish

Mikil stemning er á Skólavörðustíg þennan dag og myndast langar raðir upp um allan stíg þar sem kjötsúpuþyrstir Íslendingar fá fría kjötsúpu eins og þeir geta í sig látið.

Með fylgja myndir frá Kjötsúpudeginum 2017.

Fleiri myndir hér.

Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Iðandi mannlíf undir berum himni – Ottó: „Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“ – Myndir

Birting:

þann

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar með yfirskriftinni „Iðandi mannlíf undir berum himni“ hefur verið í gangi í tvö ár og hefur Pétur Andreas Maack borgarhönnuður haldið utan um það ásamt Salóme Þorkelsdóttur.

„Við höfum unnið að því með rekstraraðilum að fá þá til að vera sýnilegri og teygja sig út í borgarlandið.  Það gerum við með því að veita til dæmis eigendum veitingastaða og kaffihúsa svæðið fyrir utan reksturinn til afnota.

Þessir rekstraraðilar geta þá búið til notaleg útisvæði og jafnvel dekkað upp borð og fengið þannig stærra svæði fyrir sinn veitingarekstur. Þetta ýtir auðvitað undir sölu á stöðunum en það sem borgin græðir á þessu er aukið mannlíf.

Við viljum hafa borgina okkar lifandi.“

segir Pétur í frétt á reykjavik.is.

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir mega nota aðstöðuna

21 hvílustæði hafa verið í notkun í borginni í sumar.

„Þetta eru 35 bílastæði sem hafa verið lögð undir fólk í stað bíla,“

segir Pétur. Í mörgum stæðanna hafa verið byggðir pallar með borðum og stólum og víða hefur verið lagt gervigras. Þá hafa sumir skapað aðstöðu fyrir hjólreiðafólk til að geyma hjól sín í stæðunum, en markmiðið er alltaf það sama, þ.e. að fólk vilji nýta svæðin til að hafa það gott.

„Þetta er meira en tvöföldun frá því í fyrra. Eigendur veitingastaða og aðrir rekstraraðilar eru að vakna til lífsins. Þeir sjá nágranna sína byggja upp flott útisvæði, sem iða af fólki og vilja vera með, sem er frábært.“

Iðandi mannlíf undir berum himni - Útisvæði

Allir rekstraraðilar í borginni geta sótt um að vera með í verkefninu. Nú í sumar gilda afnotaleyfi útisvæðanna til fyrsta október s.l., en Pétur segir að virki verkefnin vel sé sjálfsagt að leyfa þeim að standa áfram yfir veturinn.

Dæmi um rekstraraðila sem hafa tekið þátt og skapað skemmtileg útisvæði eru Salka Valka á Skólavörðustíg, Fish and chips á Frakkastíg, Kaktus Espressobar við Vitastíg og blómabúðin Barónessan, við Barónsstíg.

„Það eru því ekki bara veitingaaðilar sem fá þessi afnot af borgarlandinu heldur einnig verslanir,“

bendir Pétur á.

„En við minnum líka alltaf á að þessi svæði eru almannaeign og þau mega allir nýta. Allir mega fá sér sæti og njóta þessara svæða þótt ekkert sé keypt. Borgin á þetta land en rekstraraðilar fá þessi afnot.“

„Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg“

Ottó Magnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson eigendur Fish & Chips

„Þetta útisvæði hefur gengið vonum framar hjá okkur.  Ekki síst fyrir minni staði og eftir lokanir og fl. útipallar eins ólíkir og mest má vera.“

Segir Ottó Magnússon eigandi Fish & Chips í samtali við veitingageirinn.is.

„Frábært að fá líf út á götur þessa fáu daga vikur yfir sumarið eins og víða þekkist erlendis.  Hjá okkur er þetta bara yfir sumartímann og við munum klárlega sækja um aftur.

Frábært framtak hjá Reykjavíkurborg.“

Myndir: reykjavik.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið