Vertu memm

Starfsmannavelta

Vill selja Brauðgerð Ólafsvíkur vegna erfiðs rekstrar

Birting:

þann

Brauðgerð Ólafsvíkur er staðsett við Ólafsbraut 19

Brauðgerð Ólafsvíkur er staðsett við Ólafsbraut 19

Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari í Ólafsvík, sem rekið hefur Brauðgerð Ólafsvíkur undanfarinn áratug en starfað þar í fjóra áratugi. Hann hefur nú ákveðið að selja brauðgerðina vegna erfiðs rekstrar.

Fyrirtækið hvílir á gömlum merg, var stofnað árið 1951.  Í samtali við Skessuhorn segir Jón Þór að hann hafi nýlega sagt öllu starfsfólki sínu upp og er nú einn að vinna.

„Ég ætla að halda áfram þangað til ég get selt þar sem það kostar að reka þetta húsnæði. Ég ætla að halda áfram á meðan heilsan leyfir en það tekur alltaf einhvern tíma að selja svona fyrirtæki. Aðal ástæðan fyrir því að vilja selja er heilsuleysi okkar hjónanna og minnkandi sala sem rekja má til aukinnar samkeppni við stóru bakaríin og innfluttar brauðvörur.

Ef þú horfir í hillurnar í búðunum sérð þú að við erum bara með lítið horn þar og hillurnar fullar af innfluttum og aðfluttum brauðvörum. Þá er ekki hægt að líta framhjá því að orkukostnaður hefur hækkað mikið og ekki síður hefur orðið gríðarleg hækkun launatengdra gjalda. Þetta leggst allt á eitt að gerir reksturinn erfiðari.“

Segir Jón Þór í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um sölu á bakaríinu hér.

Mynd: skjáskot af google korti

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Starfsmannavelta

KEA hættir við hótelbyggingu

Birting:

þann

Tölvuteiknuð mynd af KEA hóteli sem átti að rísa við Hafnarstræti. Ljóst er að ekkert verður af byggingu hótelsins. Mynd/KEA.

Tölvuteiknuð mynd af KEA hóteli sem átti að rísa við Hafnarstræti. Ljóst er að ekkert verður af byggingu hótelsins. Mynd/KEA.

KEA hefur skilað lóðinni við Hafnarstræti 80 á Akureyri til bæjaryfirvalda og því verður ekki af byggingu hótels á lóðinni af hálfu félagsins. KEA hefur undanfarin ár áformað að reisa og leigja 150 herbergja hótel við Hafnarstræti 80 eða á svokallaðri Umferðarmiðstöðvarlóð, að því er fram kemur á fréttavefnum Vikudegi.

Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, segir að ekki hafi skapast skilyrði fyrir því að áform félagsins á lóðinni gangi eftir eins og lagt var upp með.

„Forsendur fyrir verkefninu hafa frá upphafi verið traustur hótelrekandi sem leigjandi og eðlileg lánsfjármögnun. Eins og mál hafa atvikast í ferðaþjónustunni á síðasta ári með falli WOW Air sem og aðstæðum á lánamarkaði að þá eru ekki forsendur fyrir því að hefja verkefnið á þessum tímapunkti,“

segir Halldór í samtali við vikudagur.is sem fjallar nánar um málið hér.

Lesa meira

Starfsmannavelta

Junkyard lokar

Birting:

þann

Matarvagninn Junkyard á Akranesi

Matarvagninn Junkyard á Akranesi

Matarvagninn Junkyard á Akranesi hættir rekstri um mánaðarmótin, en síðasti opnunardagurinn verður 31. janúar næstkomandi. Junkyard opnaði 18. mars 2019.

Eigendur eru Eva Helgadóttir og Daniel Ivánovics, en í tilkynningunni á facbook síðu vagnsins segir að ástæða lokunnar er vegna sérstakra fjölskylduaðstæðna og meiðslum.

Ekki skal örvænta, því að eigendur lofa því að Junkyard muni opna að nýju, en ekki hefur verið gefið út hvenær það verður.

Junkyard bauð upp á allskyns rétti í vegan fusion stíl.

Mynd: facebook / Junkyard

Lesa meira

Starfsmannavelta

Base hótel á Ásbrú hættir rekstri

Birting:

þann

Base hotel

Skjáskot af heimasíðu Base hótelsins

Base hótel á Ásbrú, sem er í eigu félags á vegum Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, hefur hætt rekstri. Öllu starfsfólki hótelsins var sagt upp störfum í gærmorgun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem fjallar nánar um málið hér.

Tilkynnt hefur verið um lokunina á vef hótelsins þar sem viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem hún kunni að valda.

BASE hótel á Ásbrú í Reykjanesbæ

Base hótelið opnaði formlega 3. september árið 2016
Mynd: Smári / veitingageirinn.is

Lesa meira

Könnun

Þegar ég elda heima, þá:

Skoða niðurstöður

Loading ... Loading ...
  • Tefélagið 27.01.2020
    Tefélagið | í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Þættirnir Í Fljótandi Formi eru ósjálfrátt búnir að skapa sér sinn eigin farveg. Í þáttunum fær Viceman til sín fólk úr öllum áttum, frumkvöðla, framleiðendur eða aðra spekúlanta sem eiga það sameiginlegt að vilja spjalla um áhugaverðar veigar í fljótandi formi. Eftir þáttinn með þeim […]
  • Dominique Plédel Jónsson 23.01.2020
    Dominique | Vínkaraflan Happy Hour með The Viceman Það búa fáir á Íslandi yfir jafn mikilli þekkingu á vínum eins og Dominique sem á uppruna sinn að rekja til Frakklands. Þegar maður talar við hana er ekki að heyra á máli hennar að hún sé af erlendum uppruna sem gefur þér fyrstu vísbendinguna um að […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag