Vertu memm

Keppni

Víkingur sigraði í Bacardi Legacy Íslands – Myndir

Birting:

þann

Óhætt að segja að þetta var hörð keppni í Bacardi Legacy Íslands nú í vikunni. En það skemmtilega við þetta að keppninn var gerð í mikilli vináttu og meira vera hvetja hvorn annan áfram í stað þess að berjast innbyrðist enda allir barþjónarnir bara rosalega stoltir að hafa verið valdir í TopOcho valið í fyrstu Bacardi Legacy keppninni hér á landi.

Sjá fleiri Bacardi Legacy Íslands fréttir hér.

Þeir keppendur sem kepptu, voru:

  • Andri Pétursson – Krydd restaurant
  • Daníel Hlynur Michaelsson – Deplar farm
  • Jakob Eggertsson – Jungle
  • Sævar Helgi Örnólfsson – Fjallkonan
  • Siggi Strarup Sigurðsson – MB Taqueria
  • Teitur Schiöth – Deplar farm
  • Tiago Jorge – Sushi Social
  • Víkingur Þorsteinsson – Jungle

Dómarar í keppninni:

  • Frank Symons, yfirmaður Bacardi Legacy í Evrópu
  • Juhu Eklund, Brand Ambassador Bacardi á Norðurlöndum
  • Friðbjörn Pálsson Brand Manager Bacardi á Íslandi.

Nýbreytni í keppnum hér á landi

Keppnin fór fram á Petersen svítunni og var hún lokuð, bara keppendur og dómarar sem er svolítið nýbreytni í keppnum hér á landi. Fyrirkomulag sem gerði keppnina persónulegri og líkuðu keppendur og starfmenn Mekka það mjög vel. Að keppni lokinni var hoppað á Sushi Social í góðan dinner með keppendum og dómurum enda passaði vel við því miðvikudagar eri Bacardi Tiki dagar og auðvitað voru þeir kokteilar smakkaðir líka.

Vel heppnað Bacardi Meet and Greet

En eftir matinn var svo haldið aftur á Petersen svítuna þar sem haldið var Bacardi Meet and Greet þar sem fjöldinn allur af barþjónum mætti til að spjalla við keppendurnar ásamt Frank og Jahu sem voru að spjalla um Bacardi Legacy. En um kvöldið var svo tilkynnt hver var fyrsti keppendi Bacardi Legacy Iceland og mun fara fyrir Íslands hönd til Helsinki í Mars til að berjast um sæti í Bacardi Legacy Global sem er mánuði síðar í Miami.

Sigurvegari

Víkingur Thorsteinsson

Það var Víkingur Thorsteinsson frá barnum Jungle sem sigraði í fyrstu Bacardi Legacy keppni Íslands.
Mynd: Ómar Vilhelmsson

Var þetta erfitt val enda frábærir barþjónar og frábærir drykkir en í lok dags var það Víkingur Thorsteinsson frá barnum Jungle sem vann fyrstu Bacardi Legacy keppni Íslands.  Víkingur keppti með drykkinn „Pangia” sem allir barþjónarnir og dómarar voru sammála að hefði mikla möguleika að verða einn af þessum Legacy Cockteilum sem eigi eftir að lifa og Víkingur væri líklegur að gera flotta hluti á næstu skrefum keppninnar.

Styttist í að staðurinn hans Jungle opni í Austurstrætinu og mælum við með að kíkja á staðinn, því þetta er Drykkur sem er alveg þess virði að gera sér ferð í að smakka.

Myndir af keppninni – Ljósmyndari Ómar Vilhelmsson

Myndir af hittingnum og verðlaunafhendingunni – Ljósmyndari Majid Zarei

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið