Vertu memm

Keppni

Víkingur keppir í Finnlandi með drykkinn Pangea

Birting:

þann

Víkingur Thorsteinsson

Víkingur Thorsteinsson

Á morgun keppir Víkingur Thorsteinsson, sigurvegari Bacardi Legacy á Íslandi, í kokteilakeppni í Finnlandi. Víkingur þarf að vinna sér inn keppnisrétt í lokakeppni Bacardi Legacy sem haldin er í Miami í maí n.k.

Sjá einnig: Víkingur sigraði í Bacardi Legacy Íslands – Myndir

Veitingageirinn og fleiri hafa tekið eftir því að Víkingur verið duglegur að kynna drykkinn sinn „Pangea“ á staðnum sínum Jungle Cocktail Bar og tekið ófáar gestavaktirnar bæði í Reykjavík og Akureyri á síðustu 4 mánuðum.

Pangea

Víkingur sigraði í Bacardi Legacy á Íslandi með drykkinn Pangea

Drykkurinn hefur ratað á fjölda drykkjarseðla út um allt land við góðar móttökur. Víkingur er mjög þakklátur öllum þeim stuðning sem barþjónar og veitingamenn um land allt hafa sýnt honum og er Víkingur stoltur af vera partur af þessu barþjónasamfélagi sem er á Íslandi í dag.

View this post on Instagram

The star of the show 😇 next to some weird Icelandic kid

A post shared by Pangea (@pangealegacy) on

Víkingur hefur verið duglegur að sýna frá ferðalagi sínu á instagramsíðu sinni @Pangealegacy og mun hann að sjálfsögðu sýna frá keppninni í Helsinki. Mælum við með því að adda honum.

Fyrir þá sem hafa ekki smakkað drykkinn þá mælum við með að prófa við tækifæri, annaðhvort á einhverjum af vel völdum stöðum bæjarins eða hrista heima í góðri stemmingu.

Uppskriftin á Pangea er eftirfarandi:

Hráefni
4 cl Bacardi Carta blanca
3 cl Sykur sýrop
0.7 cl Mango líkjör
1.5 cl Lime safi
5 Basil lauf mulin

Aðferð
Hrist saman í klaka og fyllt upp G.H. Mumms kampavín. Framreitt í freyðivínsglasi og skreytt með basil laufi.

Fyrir þá sem vilja styðja Víking í þessari keppni og hjálpa honum að kynna drykkinn sinn er hægt að fá kynningarefni hjá Mekka Wines & Spirits.

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Keppni

Ert þú næsti þjálfari kokkalandsliðsins?

Birting:

þann

Landsliðsþjálfari - Kokkalandsliðið

Ertu lærður matreiðslumaður með mikið keppnisskap, keppnisreynslu og skipulagshæfileika?

Kokkalandsliðið keppir á heimsmeistaramótinu í matreiðslu haustið 2022 og fram undan er strangt en skemmtilegt æfingaferli. Þjálfari kokkalandsliðsins þarf að hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt og stýra hópi matreiðslumanna í ógleymanlegri lífsreynslu sem gerir alla að enn betra fagfólki.

Allir sem hafa áhuga á að taka að sér verkefnið eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á [email protected] og þar fást einnig nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar nk.

Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara

Lesa meira

Keppni

Þessir íslendingar sigruðu í Bartender Choice Awards 2020

Birting:

þann

bartender-choice-awards

Norðurlandakeppnin Bartender Choice Awards var haldin í ellefta sinn í ár nú fyrir stuttu.  Fjölbreytt og stór dómnefnd tilnefndu í hverju landi fyrir sig. Nú eru úrslitin kunn:

Besti kokteilbarinn: Jungle bar

Besti kokteillinn: Block Rockin Beets frá Jungle Bar

Besti kokteillseðilinn: Matbar

Besti barþjónninn: Bjartur Daly Þórhallsson

Bestu framþróunaraðilar bransans: Friðbjörn Pálsson

Bartender Choice Awards er hlutlaus bransakeppni og var Ísland þátttakandi í fyrsta sinn í fyrra.

Besti kokteilbarinn: Jungle bar

Besti kokteilbarinn: Jungle bar

Besti kokteillinn: Block Rockin Beets frá Jungle Bar

Besti kokteillinn: Block Rockin Beets frá Jungle Bar

Besti kokteillseðilinn: Matbar

Besti kokteillseðilinn: Matbar

Besti barþjónninn: Bjartur Daly Þórhallsson

Besti barþjónninn: Bjartur Daly Þórhallsson

Bestu framþróunaraðilar bransans: Friðbjörn Pálsson

Bestu framþróunaraðilar bransans: Friðbjörn Pálsson

Sjá einnig:

Þessi eru tilnefnd til Bartender Choice Awards

 

Myndir: facebook / bartender-choice-awards

Lesa meira

Keppni

Nú fer hver að verða síðastur – Besta myndin (moment) verður valin á morgun 15. nóvember 2020

Birting:

þann

Sjálfsmynd - Selfie

English below!

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir skemmtilegri keppni sem er einfalt að taka þátt í.

Keppnisfyrirkomulagið er að taktu mynd af þér gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt með Fernet Branca, settu á Instagram með töggunum:

#myfernetmoment2020 og @bartendericeland og þú ert orðin þátttakandi í keppninni.

Það má setja inn fleiri en eina mynd.

Besta myndin (moment) verður valin þann 15. nóvember 2020 af sérhæfðri Fernet Branca dómnefnd af bæði íslenskum og erlendum uppruna með Nicola Oliana Global Brand Ambassador sem yfirdómara.

Veglegir vinningar fyrir fyrstu þrjú sætin.

Aðalvinningur er 3 lítra Fernet Branca flaska, ferðavinningur innanlands fyrir 2 ásamt fleiru.

Nánari upplýsingar fást í gegnum [email protected]

English

„Capture the Moment“ competition

Well, Ladies and Gentlemen! The first cocktail competition of the year will be a little different than usual. „Capture the Moment“ is all about you and Fernet Branca!

How bright can you shine on a capture?

Create an amazing photo with you and Fernet branca, post on Instagram, tag it with: #myfernetmoment2020 and @bartendericeland and you’re in! The competition will be judged by both Icelandic and Foreign member.

Head judge is Nicola Oliana Global Fernet Branca Ambassador! Great prices for the first 3 places! Winner will be announced 15.11.2020!

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag