Vertu memm

Veitingarýni

Viet Noodles – Nýr veitingastaður við Grandagarð – Veitingarýni

Birting:

þann

Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík

Veitingahjónin Thang og Duyen

Mér finnst austurlenskur matur bæði góður og spennandi en ég veit lítið um þessa matargerð og það skal ég fúslega viðurkenna en það veit ég að austurlenskra mataráhrifa gætir víða í okkar vestræna eldhúsi. Sem betur fer er þetta svona enda væri matreiðslan í dag mun fátæklegri ef ekki væru þessi spennandi áhrif að utan.

Frekar kjána- og barnalegt er samt að tala um einhverja sérstaka austurlenska matargerð því að hér er um að ræða ótrúlega fjölbreytta flóru af spennandi bragði, áhrifum, aðferðum og tala nú ekki um ótrúlega mismunandi  hráefni víðs vegar úr Asíu.

Þessi matargerð spannar meira eða minna alla Asíu og nærliggjandi heimsálfur og það er töluverður og vel merkjanlegur munur á milli helstu straumanna.

Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík

Sólborg Jónsdóttir er sérleg áhugakona um austurlenska menningu og tungumálakennari.

Ég var því upprifin þegar góð vinkona mín og tungumálakennarinn hún Sólborg Jónsdóttir sem hefur haft mikið með íslenskukennslu fyrir innflytjendur að ger hringdi í mig eitt kvöldið og spurði mig hvort ég væri ekki til í að renna við á nýjum veitingastað með henni, Viet Noodles sem hjónin Thang og Duyen voru að opna á Grandagarði 9. Að sjálfsögðu þurfti ekki miklar fortölur til að fá mig með.

Aðeins öðruvísi

Hjónin tóku fagnandi á móti okkur þegar við birtumst á umsömdum tíma þrátt fyrir að nóg virtist vera að gera. Staðurinn er nýr og er mjög aðlaðandi og vinalegur og það sést að hér eru snyrtipinnar við stjórnvöllinn. Staðurinn er ekki með þetta hefðbundna „Kína veitingastaða útlit“ heldur huggulegur matsalur með dempuðum hljóðum og ljósum eða eins og maður segir virkilega notalegt umhverfi.

Það var gaman að spjalla við hjónin enda vita þau mikið um víetnamskan mat og tala alveg ljómandi góða íslensku sem Sólborg var nokkuð stolt af að sjálfsögðu. Þau báru sig vel en viðurkenndu fúslega að þetta væri ekki besti tíminn til að opna veitingastað, þrátt fyrir að þau væru reynsluboltar og  búin að vera í þessum bransa hátt í 20 ár.

Spennandi réttir

Thang valdi fyrir okkur nokkra rétti af matseðlinum sem hann sagði að væru frekar hefðbundnir fyrir sitt land og matarmenningu en þegar ég fór að spyrja hann frekar út í muninn víetnamskri og annarri  matargerð í þessum heimshlut þá tókst hann allur á loft og benti mér á að hér væri mikill munur á bæði milli héraða, landa og menningarheima.

Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík

Pönnukökur með ýmsu góðgæti.
Pönnukökur úr hrísgrjónamjöli sem eru fylltar með rækjum, hrísgrjónanúðlum, svínakjöti, salati og kóríander. Bornar fram með sósu til að dýfa í og salati úr fersku grænmeti, kryddjurtum og víetnamskri dressingu. Ferskt og bragðgott.

Til dæmis sagði hann að víetnamskur matur væri yfirleitt léttur og þar væri lítil olía notuð, lítið væri djúpsteikt samanborið við t.d tælenska matargerð. Krydd og karrý væri frekar sparlega notuð og mikil áhersla lögð á jafnvægi í réttum.  Samsetningin einkenndust frekar af einfaldleika, litargleði og góðu samræmi á milli bragða eins og salts, sýru, sætu og mismunandi kryddjurta.  Reynt væri að laða það besta fram úr hráefninu og ekki að láta krydd yfirgnæfa eða þungar sósur.

Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík

Grillað svínakjöt og fleira gott.
Spennandi og bragðgóður réttur þar sem fer saman grillað svínakjöt, „vietnamese style“ núðlur, vorrúllur með m.a. krabbakjöti  og brakandi salat.  Þessi réttur hefur náð hæðstu hæðum vinsælda eftir að Barack Obama fyrrum USA forseti fékk sér þennan rétt í heimsókn sinni til landsins hér um árið.

Thang sagði okkur einnig að hjá þeim hjónum væri mikill metnaður að gera allt frá grunni sem og að allt hráefnið væri fyrsta flokks enda væri það algjör forsenda fyrir góðum árangri.

Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík

Kjúklingur með sesam og pipar.
Bragðgóður og hollur réttur með fullt af grænmeti í sesam og piparsósu.

Ég gæti haldi áfram lengi og skrifað mikið um matinn sem okkur var borinn þetta kvöldið en ég mæli frekar eigndregið með heimssókn til Viet Noodles sem eru úti á Granda móti Sjóminjasafni Reykjavíkur. Maturinn var sérlag góður og verðlagning allri stillt mjög í hóf, ásamt því að sjálfsögðu er það er gaman að prófa virkilega góðan og vandaðan víetnamskan mat.

Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík

Viet Noodles, Grandagarði 9, Reykjavík

Kaffi.
Víetnamskt kaffi er með léttu smjörkenndu bragði og þessi kaffidrykkur með sætri mjólk og ísmolum er algjört sælgæti. Mæli virkilega með að prófa þetta.

Að sjálfsögðu eru fleiri klassísku víetnamskir réttir á matseðlinum eins og Pho – núðlusúpa sem er súpa gerð úr soði af nautakjöti eða kjúklingi,  ferskum hrísgrjónanúðlum og grænmeti.

En svona í lokin þá fengum við okkur mango boost sem ég held að hafi slegið öllum fyrri boostum út.

Lifið heil.

Myndir: Ólafur Sveinn

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Veitingarýni

Á ferð um Djúpið

Birting:

þann

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Aðalbjörg Hrafnsdóttir

Aðalbjörg Hrafnsdóttir

Stundum verður maður bæði undrandi og glaður þegar maður er á ferð og dettur niður á gullmola þar sem alls ekki er von, en það gerðist fyrir mig hér um daginn.

Ég var að þvælast fyrir vestan nú fyrir stuttu og ætlaði út að jökli (Drangajökli) en ég hafði heyrt um lítið kaffihús á Nautseyrinni sem er í leiðinni og þangað ætlaði ég fyrst.

Nauteyri er innst í Ísafjarðardjúpi, á Langadalsströnd. Þegar keyrt er að sunnan og búið að aka í gegnum Hólmavík og yfir Steingrímsfjarðarheiði, er komið að Steinshúsi skömmu eftir fyrstu beygju til hægri af þjóðveginum.

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík

Í Steinshúsi getur að líta sýningu um skáldið Stein Steinar í máli og myndum og í sama húsnæði er rekið kaffihús og veitingasala þar sem opið er frá klukkan 10 til 20 alla daga vikunnar að minnsta kosti út ágúst.

Hér ræður ríkjum hún Aðalbjörg Hrafnsdóttir eða Abba eins og ég þekki hana en ég veit að hún er bæði listakokkur og elskar að baka.

Abba er eins og ég sagði magnaður bakari og hér eru því í boði frábærar heimalagaðar kökur ásamt yndislega góðu rúgbrauði með silung neðan af Tálknafirði eða heiðarlegt síldarbrauð sem er ekki á hverju strái lengur.

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Mexíkósk kjúklingasúpa

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Reyktur lax - Smurbrauð

Steinshús - Nauteyri, Hólmavík - Síld og egg - Smurbrauð

Auk þess er boðið upp á vöfflur með rjóma og ég veit að núna um Verslunarmannahelgina verður hún með sprengiverð á vöfflunum enda eru margir sem eiga eftir að leggja leið sína á Nautseyrina.

Enn fremur er frábær kjúklingasúpa í Steinshúsi sem er afar vinsæl hjá ferðahópum og einstaklingum sem eiga leið um. En það get ég fullyrt að súpan svíkur ekki neinn og er þess virði að prófa ef komið er við.

Þegar að er gáð eru margar góðar ástæður til að gera stans hjá Steinshúsi þegar ekið er um héraðið, fyrir utan afar merkilega sýningu og fádæma gott kaffi í sveitasælunni:

„Fólk getur setið hér á veröndinni og fylgst með hvölunum í Djúpinu leika sér á meðan það drekkur kaffið, og svo stingur haförn sér niður eftir æti.

Ferðalangar eru ekki síst hrifnir af þessu svæði, þeir halda örlítið lengra og fara inn í Kaldalón, þar sem Drangajökull skríður fram,“

segir Abba.

Í Steinshúsi eru stundum haldnir tónleikar og skáld stíga gjarnan á svið og lesa upp eftirlætisljóð sín eftir Stein og eigin verk. Dagskráin er auglýst á Facebook-síðu staðarins, Steinshús.

Ég mæli eindregið með viðkomu í Steinshúsi en Steinn Steinar var þegar upp er staðið áhugaverður einstaklingur og skáld. Ekki skaða veitingarnar hennar Öbbu heldur og verðið er mönnum sæmandi.

Lifið heil.

Lesa meira

Veitingarýni

Arnarstapi Center er verðugur staður til að stoppa á – Myndir

Birting:

þann

Arnarstapi Center

Baldvina Jónsdóttir og Hafsteinn Sævarsson

Sumarið er tíminn og á því leikur ekki nokkur vafi og þess verður vel að njóta svo að ég skellti mér vestur á Arnastapa um daginn, en þangað hafði mér verið boðið í heimsókn og slíkt læt ég ekki segja mér mörgu sinnum, enda ekki langt að fara.

Ég hafði lengi látið mig dreyma um að fara Snæfellsneshringinn því þetta er í mínum huga hálfgerður sælkerahringur, en ekkert hefur orðið af því enn. En nú var tími til að byrja því ég hafði heimboð og nú var lag.

Það skal viðurkennast að veðrið hefði geta verið betra en ég er löngu hættur að velta slíku fyrir mér, allt veður hefur sinn sjarma. Mig hlakkaði til að sjá hvað þau höfðu upp á að bjóða þarna fyrir vestan.

Gistingin

Það er ekki lengi verið að renna út á Arnastapa aðeins um tvo til þrjá tíma um fallegar sveitir.

Ég hafði lesið mér vel til á netinu en á Arnarstapa Center er boðið upp á nokkra mismunandi gistimöguleika. Hægt er að velja gistingu með sérbaði á hótel Arnarstapa en þar eru í boði 36 frábær herbergi eða fjölskylduíbúðirnar sem hýsa 5 manns hver. Vinsælu smáhýsin sem eru 13 henta vel fyrir þá sem vilja aðeins meira næði. Svo er gistiheimili þarna líka sem er góður kostur fyrir þá sem vilja ódýrari gistingu með sameiginlegri aðstöðu.

Fyrir stórfjölskylduna þá er boðið uppá uppá nýju fjölskylduhúsið Fell sem er kjörið fyrir vinahópinn. Síðast en ekki síst þá er tjaldstæðið sem er nýuppgerð og smellpassar fyrir fellhýsi, hjólhýsi og tjöld.

Ég kom á miðjum degi og það var hlýlegt tekið á móti mér í móttökunni en móttakan er einnig veitingastaðurinn og miðstöð svæðisins. Þetta er glæsileg aðstaða, stór, björt og þrifaleg og það er notalegt „væb“ þar í loftinu eins og vinkona mín sagði stundum þegar hún kom á nýja og þægilega staði.

Ég hafði verið í sambandi við staðarhaldarann á Arnarstapa, Hafstein Sævarsson en hann rekur Arnastapi ásamt konu sinni Baldvinu Jónsdóttir við góðan orðstír.

Ég hef þekkt Hafstein lengi en hann er bæði lærður sem viðskiptafræðingur og framreiðslumaður frá  Hótel Sögu og veit því nokkuð vel hvað hann er að takast á við.  Baldvinu hef ég þekkt lengur en hún sjálf man eftir.

Það var gaman að hitta þau hjónin og það að þau hafi haft tíma spjalla aðeins og taka á móti mér en ég veit að það hefur verið vitlaust að gera hjá þeim. Eins og Hafsteinn sagði:

„hér er unnið allan sólarhringinn og það hefur tekið sinn tíma að koma hlutunum í röð og reglu en núna er þetta farið að ganga mjög vel“.

Þau tjáðu mér að það hafi verið vitlaust að gera frá því að ferðahömlunum var aflétt og sumarið líti vel út.

„Því hér erum við að bjóða frábæra og fjölbreytta gistingu ásamt fyrsta flokks þjónustu,  héðan fer fólk bara ánægt.“

Veitingastaðurinn Snjófell

Arnarstapi Center

„Til viðbótar bjóðum við síðan upp á góðan, ferskan og heimalagaðan mat, kjötið er úr héraði, fiskurinn kemur spriklandi ferskur af markaði daglega og pizzurnar gerum við hérna á bakvið frá grunni eins og enginn sé morgundagurinn“ hélt hann áfram. „Fólk elskar matinn hjá okkur“.

Þó að matseðillinn sé ekki langur, þá er á honum eitthvað fyrir flesta en að minnsta kosti nægjanleg tilbreyting þannig að strákarnir í eldhúsinu hafa meira en nóg að gera alla dag og við höfum ánægða matargesti. Verðið er síðan eitthvað sem við stillum þannig upp, að þú hafi það ekki á tilfinningunni að þú hafir verið rændur“

sagði hann og brosti.

Arnarstapi Center

Það gat ég sjálfur vel tekið undir verandi nýlega kominn úr ferð utan af landi að þá fannst mér sumir matseðlar vera farnir að vera ansi hátt verðlagðir. Ekki óalgengt að sjá verð bleikjuflökum vera kominn hátt í 5000 krónu og eitt sinn spurði ég eigandann hvernig því sætti að verði væri svona hátt að þá var bara lyft hann öxlum og sagt það það væru allir aðrir að gera þetta.

Arnarstapi Center

Arnarstapi Center

Arnarstapi Center

En hvað um það en hér var maturinn góður og það sama má segja um gistinguna, herbergi sem ég fékk var einu orði frábært. Passlega hljóðlátt, svalt, nokkrar sjónvarpsrásir til að velja á milli, frábær sturta og baðherbergi ásamt þægilegu aðgengi.

Síðan má geta þess að það kemur oft fyrir að ýmis matartilboð séu í gangi á veitingastaðnum var hvíslað að mér en hvað veit ég.

Ég stoppa hér en ég mæli með því við alla að taka sér hring um Snæfellsnesið og þá er Arnarstapi Center verðugur staður til að stoppa á ef ekki til að gista þá til að snæða góðan mat á Snjófelli.

Lifið heil

Lesa meira

Veitingarýni

Chikin er nýr veitingastaður í Reykjavík –  „…í þessari stuttu samantekt þá er bara lýsingarorðið, „æðislegt“ nóg“

Birting:

þann

Chikin veitingastaður við Ingólfsstræti 2

Veitingastaðurinn Chikin er staðsettur við Ingólfsstræti 2

Chikin er eitthvað nýtt og er að slá í gegn með kjúklingaborgurum og öðrum spennandi „smá réttum“.  Þetta er eitthvað sem ég var alveg til í að skoða og prufa.

Það eru þeir félagar Jón Þorbergs og  Atli Snær sem standa á bak við þennan spennandi veitingastað sem er staðsettur við Ingólfsstræti 2.

Atli rekur einnig KORE og sem ég hef áður fjallað aðeins um, en hér var eitthvað nýtt á ferð.

Ég hata reyndar fátt meira í dag en að reyna við miðbæinn á mínum gamla fjallabíl þar sem það er nú orðið yfirleitt vonlaust að komast áleiðis nema að rölta langar vegalengdir, en Chikin er staðsettur í hjarta Reykjavíkur.

Chikin veitingastaður við Ingólfsstræti 2

En ferðin var þess virði og ef ég held mig aðeins við borgarann í þessari stuttu samantekt þá er bara lýsingarorðið, „æðislegt“ nóg. Hér fann ég að við vorum við ekki bara að tala um Asíu heldur eru hér einnig sterk  áhrif frá suðurríkjum bandaríkjanna og  það er ekki slæmt.

Creol eða Cajun var það fyrsta sem mér datt í hug  en þessi matargerð og leikur að kryddum er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig.

Chikin veitingastaður við Ingólfsstræti 2

Þetta olli mér ekki vonbrigðum og það sama var með aðra rétti sem ég prufaði en stundum er erfitt að lýsa upplifunin svo að ég ætla láta myndirnar tala sínu máli og hvet alla sem eru á röltinu í bænum að kíkja inn á Chikin og eins eru verðin í lagi.

Chikin veitingastaður við Ingólfsstræti 2

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið