Vertu memm

Frétt

Viðskiptatækifæri í vannýttum matvælum?

Birting:

þann

Djúpsteikt hvelja

Djúpsteikt hvelja, reyktur rauðmagi með lifrarmajonesi

Við Íslendingar búum yfir frumkvöðlahjarta sem nýta þarf betur til að skapa verðmæti úr vannýttum matvælum og gjöfulli náttúru. Þannig má sporna gegn matarsóun og ýta undir viðskiptatækifæri sem ratar upp í munn og niður í maga.

Til að vekja athygli á þessu kallar Matarauður Íslands eftir hugmyndum frá neytendum og framleiðendum, ungum sem öldnum. Þessar hugmyndir munu samstarfsaðilar okkar, Hótel- og matvælaskólinn, nota við gerð smárétta og hnossgætis á vorönn 2020. Þann 1. janúar 2020 verður lokað fyrir skráningu nýrra hugmynda.

Til að taka þátt er farið inn á www.mataraudur.is. Þar er líka að finna uppskriftir að 10 hnossgætum sem voru sköpuð úr vannýttum hráefnum síðasta vor og hvetjum við alla til að kjósa það sem þeim líst best á.

Kennarar og nemendur við Hótel- og matvælaskólann munu velja þrjár innsendar hugmyndir um vannýtt hráefni og bjóða höfundum þeirra í spjall um mögulegar útfærslur ásamt viðtali við vöruhönnuð. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að þróa viðskiptahugmynd eða bara kynnast sköpunarkrafti matreiðslumeistara og hönnuða.

Nánari upplýsingar  gefur Brynja Laxdal verkefnastjóri Matarauðs Íslands í síma 8601969 eða [email protected] eða Kristín María Sigþórsdóttir hönnuður og verktaki hjá Matarauði Íslands 6966274 eða [email protected]

Matarauður Íslands er verkefni sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og meðal verkefna þess er að draga fram matarmenningu og ýta undir verðmætasköpun í tengslum við matarauð okkar Íslendinga.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Viltu vita meira um Bragðörkina?

Birting:

þann

Lambakjöt

Íslenska lambakjötið er á skrá hjá Bragðörkinni yfir afurðir eða vinnsluaðferðir sem hafa menningarlegt- og nytjagildi.
Tilgangurinn er að beina athygli að þessum verðmætum afurðum sem eiga á hættu að hverfa, m.a. fyrir matreiðslumenn til að nota og hjálpa með því móti að styrkja líffræðilega fjölbreytni í verki.

Innan Slow Food samtakanna var stofnað mjög fljótlega Slow Food Foundation for Biodiversity (SFFB – sjá heimasíðu þeirra) sem hefur haldið utan um öll verkefni sem tengjast líffræðilega fjölbreytni eða Biodiversity. SFFB hefur séð um að fjármagna mörg þessara verkefna og fengið til þess til liðs við sig aðila eins og sýslur eða opinbera sjóði á Ítalíu og í Evrópu, svo og sjóðir í Evrópusambandinu.

Smám saman hefur verkefnum fjölgað og eru þeim er lýst ítarlega á heimasíðu SFFB: fyrstu verkefnin voru Bragðörkin (Ark of Taste) og Presidia, svo var lagt í herferð til að stofna „10 000 gardens in Africa“ til að styrkja sjálfbúskaparhætti sérstaklega í höndum kvenna og barna (skólar o fl.). Hlutverk kokka í varðveislu fjölbreytninnar var svo viðurkennt og Cook‘s Alliance stofnað þar sem matreiðslumenn skuldbinda sig til að nota afurðir sem eru skráðar í Bragðörkinni eða Presidia. Earth Markets eða matarmarkaðir reglulega haldnir með afurðir úr nærsveitum hafa loks bæst við.

Bragðörkin er fyrst og fremst skrá yfir afurðir eða vinnsluaðferðir sem hafa menningarlegt- og nytjagildi og eru af ýmsum ástæðum í útrýmingarhættu. Hver sem er getur beðið um að skrá afurð í Bragörkina en íslenska „Ark Committee“ tekur lokaákvörðun um skráninguna. Í dag eru 5500 afurðir skráðar í 150 löndum, þar af 21 á Íslandi (sjá á heimasíðu SFFB allar afurðir ) . Tilgangurinn er að beina athygli að þessum verðmætum afurðum sem eiga á hættu að hverfa, m.a. fyrir matreiðslumenn til að nota og hjálpa með því móti að styrkja líffræðilega fjölbreytni í verki.

Sjá einnig:

Gisli Matt á meðal 200 matreiðslumanna frá 7 mismunandi löndum til að berjast gegn veðurfarsbreytingum

Presidium (framleiðendahópur) sem hefur ekki verið fundið gott íslenskt orð fyrir, er verkefni í framhaldi af Bragðörkinni. Þegar framleiðendur eru nægilega margir (3 eða fleiri) og taka sig saman til að tryggja áframhaldandi framleiðslu eða ræktun á forsendum Slow Food hugmyndafræði („good, clean and fair“), án erfðabreyttra lífvera, þar sem strangar framleiðslureglur eru samþykktar af bæði framleiðum og Slow Food, þá er Presidia samþykkt. Slow Food Presidia afurðir (búfjárkyn, afurðir, nytjajurtategund,…) þurfa að bera svokallaðan „Sögumiða“ (Narrative Label) samkvæmt reglum Slow Food, til að mega merkja með lógó samtakanna.

Í dag eru 3 Presidia á Íslandi, „hefðbundið íslenskt skyr“, „íslenska geitin“ og „landnámshænan“. Vinnan við fjórða Presidia, „kæstur hákarl“ var að hefjast. Sögumiðinn bætir við upplýsingum sem lögin krefja að sé á afurðinni um uppruna, næringu, innihald – og segir sögu geitanna á Íslandi, eða landnámshænunnar og hefðbundins skyrs, einnig um framleiðandann sjálfan eða ræktandann.

Eftirlit með Presidia hafa samtök framleiðenda/ræktenda þegar þau eru til, eða Slow Food Foundation / Slow Food Reykjavík fyrir hennar hönd.

Slow Food Reykjavík hefur staðið að þessari skráningarvinnu, sem er mjög tímafrek en einstaklega gefandi, og fer hún öll fram í sjálfboðavinnu. Kröfurnar sem Slow Food gerir um heim allan tryggja að um leið og lógó samtakanna er komið á afurð sem er skráð í Presidia, er það algjör trygging fyrir því að gæðin, ræktunar- eða framleiðsluskilyrðin, velferðakröfur fyrir dýr, svo og samfélagslegar kröfur séu uppfylltar.

Heimasíða: www.slowfood.is

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

COVID-19: Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí – Opnunartími veitingastaða lengist

Birting:

þann

Veitingastaður

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns.

Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund.

Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þær taka gildi frá og með mánudeginum 10. maí og eiga að gilda í rúmar tvær vikur.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að ýmsar aðgerðir á landamærum sem gripið var til vegna hópsýkinga sem í upphafi voru raktar til ferðamanna á landamærum sem ekki héldu reglur um sóttkví og/eða einangrun hafi skilað árangri. Undanfarna daga hafi fá smit greinst á hverjum degi utan sóttkvíar. Því megi ætla að tekist hafi að ná utan um fyrrgreind hópsmit þótt ekki sé hægt að segja að veiran sem veldur COVID-19 hafi verið upprætt úr samfélaginu.

Breytingarnar sem taka gildi á mánudaginn eru eftirfarandi:

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns. Börn fædd 2015 og síðar verði áfram undanþegin.

Nándarregla verði áfram almennt tveir metrar.

Grímuskylda og leiðbeiningar um grímunotkun óbreyttar. Börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu.

Sund- og baðstaðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og söfn opin fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 og síðar teljist ekki með.

Líkamsræktarstöðvar opnar fyrir 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, en ekki fleiri en 50 manns í hverju rými. Önnur skilyrði óbreytt.

Íþróttir: Hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum 75 í stað 50 í hverju hólfi.

Sviðslistir: Hámarksfjöldi þátttakenda 75 í stað 50 í hverju hólfi/á sviði.

Sitjandi viðburðir: Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum, s.s. íþróttakappleikjum, sviðslistum, athöfnum trúar- og lífskoðunarfélaga, verður 150 manns í hverju sóttvarnahólfi í stað 100. Önnur skilyrði óbreytt.

Verslanir: Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum 200 manns í stað 100.

Veitingastaðir: Opnunartími lengist um klukkustund, frá kl. 21 til kl. 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.

Skólastarf

Hámarksfjöldi fullorðinna 50 í hverju rými.

Hámarksfjöldi barna/nemenda verður 100 í hverju rými.

Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólanna.

Blöndun milli hópa barna innan skóla heimil í sundi og íþróttum í grunnskólum.

Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda.

Blöndun nemenda milli hólfa einnig leyfð í háskólum.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Títan díoxíð ekki lengur talið öruggt aukefni – Hvaða matvæli innihalda Títan díoxíð?

Birting:

þann

Skeið - Gaffall

Títan díoxíð (E171) er ekki lengur talið öruggt aukefni í matvælum. Þetta er niðurstaða endurmats Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) á öryggi aukefnisins. Ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi efnisins með óyggjandi hætti en ekki er hægt að útiloka skaðleg áhrif á erfðaefni út frá nýjum rannsóknum, að mati EFSA.

Títan díoxíð er leyfilegt aukefni sem notað er sem litarefni í ýmis matvæli til að gefa þeim hvítan lit, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Eituráhrif á erfðaefni er eiginleiki efna til að skaða erfðaefni fruma (DNA) og auka þannig líkur á krabbameini. Því er nauðsynlegt að meta möguleika efna til að hafa slík áhrif til að leggja mat á öryggi þeirra. Einungis lítill hluti efnisins er tekinn upp í meltingarvegi en möguleiki er á að það geti safnast upp í líkamanum.

Aukefni eru reglulega tekin til endurskoðunar m.t.t. nýrra vísindalegra gagna. Síðast gerði EFSA áhættumat á títan díoxíð árið 2016. Niðurstaða þess mats var að frekari gagna væri þörf. Síðan 2016 hafa komið fram þúsundir rannsókna sem endurmat EFSA byggir á.

Í kjölfar áhættumatsins má búast við að efnið falli út af lista yfir leyfileg aukefni í Evrópusambandinu. Löggjöf Evrópusambandsins um aukefni gildir einnig á Íslandi og í Noregi.

Hvaða matvæli innihalda Títan díoxíð?

Í tilkynningu frá Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) segir:

The main food categories contributing to dietary exposure of E171 are fine bakery wares, soups, broths and sauces (for infants, toddlers and adolescents); and soups, broths, sauces, salads and savoury based sandwich spreads (for children, adults and the elderly). Processed nuts are also a main contributing food category for adults and the elderly.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið