Vertu memm

Keppni

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2019 – Seinni partur

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2019

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2019 sem var haldin í 16. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr. til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Ákveðið var að hafa smakkið tvisvar á ári og nú í seinna skiptið voruð það vín frá norður við miðbaug þ.e.a.s frá Evrópu og norður Ameríku.

Sjá einnig: Verðlaunavín Gyllta Glasið 2019 – Fyrri partur

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Icelandair Hotel Natura 20. október sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.

Gyllta Glasið 2019

Alls voru það um 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Icelandair Hotel Natura fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu og þjónustu með frábærum veitingum.

Gyllta Glasið 2019

Muriel

5 hvítvín, 15 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2019 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:
Baron de Ley Tres Viñas Blanco Reserva 2016, 2.999 kr
Willm Riesling Grand Cru Kirchberg de Barr 2016, 3.499 kr
Allegro Organic Chardonnay 2017, 2.490 kr
LacertA Chardonnay 2017, 2.802 kr
Wente Morning Fog 2017, 3.275 kr

Rauðvín:
Coto de Imaz Reserva 2015, 2.699 kr
Beronia Reserva Seleccion de 198 Barricas 2011, 3.999 kr
Louis Latour Domain Valmoissine Pinot Noir 2016, 2.699 kr
Gérard Bertrand Reserve Special Pinot Noir 2018, 2.499 kr
Macmurray Estate Russian River Valley Pinot Noir, 2016, 3.699 kr
Château Lamothe Vincent Heritage, 2017, 2.499 kr
Bovin Alexandar 2016, 2.490 kr
LacertA Cameleon Red 2016, 2.664 kr
1000 Stories Zinfandel 2017, 3.599 kr
La Baume la Jeunesse Syrah 2018, 2.499 kr
Gérard Bertrand Tautavel Grand Terroir 2017, 2.899 kr
Gérard Bertrand Château La Sauvageonne Cuvee Pica Broca 2017, 3.099 kr
Ogier Heritages Côtes du Rhône 2017, 2.699 kr
Gérard Bertrand Pic Saint Loup 2018, 2.899 kr
Gérard Bertrand Château L´Hospitalet La Reserve La Clape 2018, 3.199 kr

Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Keppni

Patrick Hansen sigraði í Finlandia Vetrarkokteillinn með drykkinn „Finish it“ – Myndir

Birting:

þann

Finlandia Vetrarkokteillinn 2021

Patrick Hansen frá Public House

Úrslitin um Finlandia Vetrarkokteillinn fór fram um helgina og var hörð keppni milli þeirra 8 barþjóna sem komust í úrslit með kokteila sína.

Hafði dómnefndinn gaman af því að smakka drykki keppenda enda óhætt að segja að allir skoruðu hátt og var erfitt val dómara að velja hvern þessara kokteila myndi sigra keppnina:

Drykkurinn “After Eight” eftir Ivan Svan Corvasce frá Snaps
Drykkurinn “Alcyone’s cherry” eftir Costa frá Apótek Kitchen/bar
Drykkurinn “Beet it“ eftir Jakob Eggertsson frá Jungle bar
Drykkurinn “Bláberg” eftir Jakob Arnarson frá Bastard
Drykkurinn “Espelette” eftir Fannar Loga Jónsson frá Sushi Social
Drykkurinn “Finish it” eftir Patrick Hansen frá Public House
Drykkurinn “Poomkin Patch” eftir Víkingur Thorsteinsson frá Jungle bar
Drykkurinn “Revenge is a radish, best served cold” eftir Hrafnkell Gissurarson frá Apótek Kitchen/bar

En í lokinn réðu stiginn og sigurvegarinn var valin, Patrick Hansen frá Public House tók sigurinn með drykk sinn „Finish it“.

Finlandia Vetrarkokteillinn 2021

Verðlaunadrykkurinn Finish it

Uppskriftin af sigurdrykknum

45 ml finlandia vodka
25 ml butterscotch líkjör
30 ml rjómi
25 ml sítrónu líkjör
15 ml ferskur sítrónusafi

Hristist saman.  Toppaður með hvítri súkkulaðis yuzu froðu og skreytt með sítrónubörk.

Innlend dómnefnd sem samanstóð af Jóhann Birgi sigurvegara síðustu Finlandia barþjónakeppni, Steingerði Sonju frá Fréttablaðinu, Jón Hauki frá Mekka vínheildsölu, Tótu og Bruno frá Barþjónaklúbbi Íslands. Friðbjörn Pálsson vörumerkjastjóri Finlandia sá um framkvæmd og hélt utan um stiginn fyrir dómara.

Finlandia Vetrarkokteillinn 2021

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Lesa meira

Keppni

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021 – Myndir

Birting:

þann

Vínþjónn ársins 2021 - Anna Rodyukova, Guðmundur Jónsson, Manuel Schembri, Ólíver Goði Dýrfjörð, Peter Hansen, Styrmir Bjarki Smárason

Keppendur

Nú er nýlokin keppnin um Vínþjónn ársins 2021, sem má nú líka kalla Íslandsmeistaramót Vínþjóna sem fram fór á Brass Kitchen & Bar.

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og stembinn dag þar sem keppendur glímdu við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttvíni og staðfestingu á sterk víni ásamt umhellingu, kampavíns serveringu, matar og vínpörun, leiðréttingu vínlista og svo munnlegu blindsmakki af léttu og sterku, öll keppnin fór fram á ensku.

Peter Hansen lenti í öðru sæti og Anna Rodyukova í því þriðja.

Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI, ásamt að keppa fyrir Ísland á evrópumóti vínþjóna á Kýpur í nóvember.

Keppendur voru:

  • Anna Rodyukova
  • Guðmundur Jónsson
  • Manuel Schembri
  • Ólíver Goði Dýrfjörð
  • Peter Hansen
  • Styrmir Bjarki Smárason

Dómarar voru:

  • Alba E. H. Hough
  • Ástþór Sigurvinsson
  • Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Vínþjónasamtökin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn og Brass Kitchen & bar kærlega fyrir að lána sér aðstöðu og frábæra þjónustu, takk Palli og Lillian.

Ertu búin/n að skrá þig í Vínþjónasamtökin?

Nýir meðlimir geta skráð sig í Vínþjónasamtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu í tölvupóst á [email protected]

Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-

Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu hér.

Fleiri fréttir um keppnina hér.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Keppni

Róbert Demirev í 13. sæti í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna – Hlaut sérstaka viðurkenningu – Myndbönd

Birting:

þann

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Ægir Friðriksson, Dagur Hrafn Rúnarsson og Róbert Demirev

Nú liggja fyrir úrslit í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna 2021. Íslenski keppandinn, Róbert Demirev, lenti í 13. sæti í aðalkeppninni en Ólympíuverðlaunin að þessu sinni hreppti matreiðsluneminn Lee Maan Ki frá Hong Kong.

Keppendum sem lentu í 11.-20. sæti í aðalkeppninni var boðið að taka þátt í sérstakri „Plate Trophy“ keppni þar sem eldaður var einn réttur. Róbert endaði í 2.-3. sæti í þeirri keppni en aðeins voru veitt ein verðlaun og hlaut þau nemi frá Búlgaríu.

Hlaut sérstaka viðurkenningu

Auk „stóru“ verðlaunanna tveggja voru veittar viðurkenningar í ýmsum flokkum og fékk Róbert sérstaka viðurkenningu (Ambassador Award) fyrir ritgerð sína um það hvers vegna hann ákvað að læra matreiðslu.  Einnig fengu Róbert og Ægir Friðriksson, kennari og þjálfari Róberts, viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award).

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Róbert og Ægir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir besta veggspjaldið um sjálfbærnistefnu skólans (Sustainability Award)

Skilyrði fyrir þátttöku í keppninni er að viðkomandi sé enn í námi og á aldursbilinu 18- 24 ára. Vegna aðstæðna hafa skólarnir heimild til að tilnefna tvo varamenn ef skyndileg veikindi kynnu að koma upp og urðu nemarnir Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðgeir Ingi Steindórsson fyrir valinu.

Myndbönd

Hægt er að nálgast lokaathöfn Ólympíukeppninnar hér en viðurkenningar Róberts og Ægis má sjá á mínútum 39:00 og 46:00:

Hápunktar frá keppninni:

Kynning á Íslenska liðinu:

Sjá einnig:

Róbert Zdravkov keppir í Ólympíukeppni ungra matreiðslumanna

Myndir: aðsendar

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið