Vertu memm

Keppni

Verðlaunavín Gyllta Glasið 2019 – Seinni partur

Birting:

þann

Gyllta Glasið 2019

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2019 sem var haldin í 16. sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr. til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.

Ákveðið var að hafa smakkið tvisvar á ári og nú í seinna skiptið voruð það vín frá norður við miðbaug þ.e.a.s frá Evrópu og norður Ameríku.

Sjá einnig: Verðlaunavín Gyllta Glasið 2019 – Fyrri partur

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Icelandair Hotel Natura 20. október sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.

Gyllta Glasið 2019

Alls voru það um 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Icelandair Hotel Natura fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu og þjónustu með frábærum veitingum.

Gyllta Glasið 2019

Muriel

5 hvítvín, 15 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2019 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:
Baron de Ley Tres Viñas Blanco Reserva 2016, 2.999 kr
Willm Riesling Grand Cru Kirchberg de Barr 2016, 3.499 kr
Allegro Organic Chardonnay 2017, 2.490 kr
LacertA Chardonnay 2017, 2.802 kr
Wente Morning Fog 2017, 3.275 kr

Rauðvín:
Coto de Imaz Reserva 2015, 2.699 kr
Beronia Reserva Seleccion de 198 Barricas 2011, 3.999 kr
Louis Latour Domain Valmoissine Pinot Noir 2016, 2.699 kr
Gérard Bertrand Reserve Special Pinot Noir 2018, 2.499 kr
Macmurray Estate Russian River Valley Pinot Noir, 2016, 3.699 kr
Château Lamothe Vincent Heritage, 2017, 2.499 kr
Bovin Alexandar 2016, 2.490 kr
LacertA Cameleon Red 2016, 2.664 kr
1000 Stories Zinfandel 2017, 3.599 kr
La Baume la Jeunesse Syrah 2018, 2.499 kr
Gérard Bertrand Tautavel Grand Terroir 2017, 2.899 kr
Gérard Bertrand Château La Sauvageonne Cuvee Pica Broca 2017, 3.099 kr
Ogier Heritages Côtes du Rhône 2017, 2.699 kr
Gérard Bertrand Pic Saint Loup 2018, 2.899 kr
Gérard Bertrand Château L´Hospitalet La Reserve La Clape 2018, 3.199 kr

Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.

f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli

Tolli er framreiðslumaður að mennt og Certified Sommelier frá Court of Master Sommelier, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára. Tolli hefur verið í stjórn Vínþjónasamtaka frá árinu 2001 og sá eini sem hefur gegnt öllum störfum samtakanna, nú sem ritari og gjaldkeri. Tolli starfaði lengst af í Perlunni og var stofneigandi af Sommelier Brasserie við hverfisgötu forðum daga, í dag starfar hann hjá víninnflytjanda Globus. Hægt er að hafa samband við Tolla á netfangið [email protected]

Keppni

Stefanía Malen sigraði bakaranemakeppnina

Birting:

þann

Bakaranemakeppni 2021

Finnur Guðber Ívarsson, Stefanía Malen Guðmundsdóttir og Matthías Jóhannesson

Úrslitakeppni bakaranema var haldin í Hótel- og Matvælaskólanum þar sem þrír nemar kepptu dagana 21. og 22. október.

Það var Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakarí sem hreppti 1. sætið eftir harða keppni.

Bakaranemakeppni 2021

Stefanía Malen Guðmundsdóttir

Finnur Guðber Ívarsson frá Kökulist lenti í 2. sæti og Matthías Jóhannesson Passion Reykjavík í 3. sæti.

Dómarar í úrslitakeppninni voru:

Jóhannes Baldursson
Erik Olsen Valsemöllen
Davíð Freyr Jóhannesson

Í forkeppninni kepptu 8 bakaranemar sem voru:

Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Freyja Língberg Jóhannesdóttir, Gæðabakstur
Hekla Guðrún Þrastardóttir, Sandholt
Kristján Helgi Ingason, Bæjarbakarí
Matthías Jóhannesson, Passion
Mikael Sævarsson, Kallabakarí
Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Bakarí HMMK
Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí

Í Úrslitakeppnin þurftu keppendur að leysa mörg verkefni, en keppnin skiptist í eftirfarandi þætti:

A.
2 stórar brauðategundir 300 – 800 g (eftir bakstur), 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
2 smábrauðategundir 50 – 70 g (eftir bakstur), 30 stk. af tegund.

C.
3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stk. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kg af deigi.

D.
Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120cm.
Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild.

E.
Blautdeig: 2,5 kg. deig. 3 tegundir. Frjálst

F.
Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum.  Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.

G.
Uppstilling á fyrirfram dúkað borð þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín.  Hægt var að horfa á keppnina í beinni útsendingu sem hægt er að horfa á með því að smella hér.

Fleiri fréttir af bakaranemakeppninni hér.

Keppnin var streymt beint á twitch.tv, sem hægt er að horfa á með því að smella hér.

Myndir: Ásgeir Þór Tómasson

Lesa meira

Keppni

Teitur Riddermann hreppti titilinn Hraðasti barþjónninn 2021 – Myndir frá keppninni

Birting:

þann

Hraðasti barþjónninn 2021

Teitur Riddermann Schiöth

Keppnin um titilinn Hraðasti barþjónninn var haldin samhliða á aðalfundi barþjónaklúbbs Íslands nú í vikunni og var mikið líf og fjör í keppninni.

Bacardi, Fernet Branca og Peroni var í aðalhlutverki í keppninni og var það Teitur Riddermann Schiöth frá LUX veitingum sem hreppti titlinn Hraðasti barþjónninn 2021.

Að launum fékk Teitur glaðning frá Bacardi, Fernet Branca og Peroni ásamt ferðavinning frá Mekka Wines & Spirits.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Keppni

Streymt beint frá bakaranemakeppninni

Birting:

þann

Úrslitakeppni bakaranema verður haldin í Hótel- og Matvælaskólanum í dag 21. október og á morgun 22. október.

Mynd: skjáskot úr beinu útsendingunni

Úrslitakeppni bakaranema verður haldin í Hótel- og Matvælaskólanum í dag 21. október og á morgun 22. október.

Keppendur eru:

Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí
Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist
Matthías Jóhannesson, Passion.

Streymt verður beint frá keppninni sem hægt er að horfa á hér að neðan:Dómarar í keppninni eru 3 og búa allir yfir mikilli fagþekkingu og reynslu, en þeir eru:

Jóhannes Baldursson
Erik Olsen Valsemöllen
Davíð Freyr Jóhannesson

Sjá einnig:

Þessi keppa til úrslita í bakaranemakeppninni í Hótel- matvælaskólanum

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið