Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Verbúð 11 | Veitingarýni

Birting:

þann

Verbúð 11

Gunnar Ingi Elvarsson yfirmatreiðslumaður og Jóhann Örn Ólafsson matreiðslumeistari og vaktstjóri

Verbúð 11 er nýr veitingastaður við gömlu höfnina í Reykjavík en staðurinn opnaði 25. febrúar s.l. og hefur verið nóg að gera síðan. Verbúð 11 er fjölskyldurekinn veitingastaður sem sérhæfir sig í fiski.

Verbúð 11

Jón Sigurðsson og fjölskyldan hans eiga Verbúð 11 og einnig einu fiskverkunina sem enn er starfræk í gömlu verbúðunum, það er Sindrafiskur ehf sem er til húsa í verbúð 10. Sindrafiskur ehf rekur trilluna Sindra RE – 46 sem sér Verbúð 11 fyrir ferskum fisk.

Yfirmatreiðslumaðurinn á Verbúð 11 heitir Gunnar Ingi Elvarsson. Hann lærði fræðin sín á Hótel Ísafirði og útskrifaðist árið 2009. Eftir að hafa unnið í Reykjavík í 2 ár flutti hann til Molde í Noregi og vann á Hotel Rica Seilet í 2 ár, flutti sig svo á Molde Fjordstuer sem er veitingastaður sem sérhæfir sig í fiski. Árið 2014 flutti hann aftur til Íslands og hóf störf sem vaktstjóri á Hótel Rangá. Í byrjun september var honum svo boðin staða sem yfirmatreiðslumaður á Verbúð 11.

Að fá að taka þátt í opnun á nýjum veitingastað og vera með í að koma honum á kortið er eitthvað sem maður getur ekki sagt nei við. Spennandi og krefjandi verkefni með góðri fjölskyldu sem hugsar virkilega vel um allt og alla.

, sagði Gunnar í samtali við veitingageirinn.is

Veitingarýni

Verbúð 11

Það er mikil samkeppni veitingastaða í kringum gömlu höfnina í Reykjavík og núna 25. febrúar s.l. opnaði veitingastaðurinn Verbúð 11 og við hjá veitingageiranum ákváðum að líta við og skoða hvernig þau væru að standa sig. Það var á þriðjudagskvöldi sem við áttum pantað borð á Verbúð 11. Það var snjór og frekar kalt úti þannig það var mjög þægilegt að koma inn í hlýjan veitingastað, sjá arininn loga, þægilega tónlist og brosandi þjóna sem tóku á móti okkur og buðu okkur sæti.

Kokkarnir í eldhúsinu áttu von á okkur og voru búnir að setja saman smá smakkseðil fyrir okkur þannig það var eftir engu að bíða.

Fordrykkur
Anna María Pétursdóttir framreiðslumeistari var þjónninn okkar um kvöldið sem byrjaði á því að gefa okkur fordrykki. Þar sem annar okkar var að keyra fengum við einn áfengan og einn óáfengan.

Verbúð 11

Sky news er kokteill sem Anna fór með í Íslandsmeistarakeppni kokteila árið 2003 og lenti þar í 2. sæti.

Verbúð 11

Sá óafengi heitir Verbúð 11, en þennan drykk gerði Anna sérstaklega fyrir staðinn.

Þessir kokteilar voru báðir mjög góðir, sætir og ferskir.

Verbúð 11

Brauð

Nýbakað brauð sem var mjög gott.

Verbúð 11

Amuse bouche.
Tartar með perlulauk og sítrónusnjó

Léttur og góður Tartar.

Með fyrstu tveimur réttunum fengum við Chardonay frá chile.

Verbúð 11

Fyrsti réttur.
Rauðrófugrafinn þorskur með piparrótarkremi, súrsaðri rauðrófu, kapers og ólífum

Þorskurinn var mjög góður og kremið var létt, bragðgott og passlega mikið piparrótarbragð af því

Verbúð 11

Annar réttur.
Humar og hörpuskel með döðlugljáa, tóma- vínberja og choricho rogout og mais mauk

Bæði humarinn og hörpuskelin voru fullkomlega elduð passaði vel með örlítið sterku ragout-inu. Þessi réttur var alveg að smella saman, það eina sem var hægt að setja útá var að það vantaði að krydda hörpuskelina svoldið betur.

Vínið passaði vel með þessum fyrstu réttum og gerði góðan mat ennþá betri

Verbúð 11

Aðalréttur.
Saltfiskur með rauðlauksmauki, gulrótum, nýpum, blómkáls cous-cous og sveppa- rauðvínsgljáa

Aftur fengum við vín frá Chile en það var Cabernet sauvignon.

Saltfiskurinn sem er saltaður í allt að tvö árum og þarf útvötnun í minnsta lagi viku var án nokkurs efa besti saltfiskur sem ég hef smakkað og vínið passaði ljómandi vel með þessum rétt.

Verbúð 11

Eftirréttur.
Lakkrískaka með rabbabaraís, bökuðum rabbabara og karamellusósu

Með eftirréttinum fengum við Portvín late bottled vintage 2008.

Kakan var vel bökuð, blaut og góð á bragðið en á heildina litið var þetta frekar sætur réttur.

Eftir að við höfðum lokið við máltíðina okkar stóðum við upp saddir og mjög sáttir við þjónustuna og matinn. Við þökkuðum kærlega fyrir okkur og héldum heim á leið.

 

Heimasíða: www.verbud11.is

/Bragi Hansson

 

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið