Vertu memm

Frétt

Velta Brauðs & co. nálgast hálfan milljarð

Birting:

þann

Brauð & Co

Ársreikningur Brauðs og co ehf. sýnir að umsvif félagsins jukust töluvert á síðasta ári. Heildarvelta bakarísins nam 409,8 milljónum króna árið 2017 sem er 98% meira en árið á undan. Hagnaður lækkaði lítillega á milli ára; var 24,6 milljónir árið 2017 en 27 milljónir árið 2016.

„Það er alltaf gaman að hafa vind í seglin. Það er ekkert mál að opna bakarí, en aðeins flóknara að reka þau. Starfsmannahald er dýrt, og við bökum úr ákaflega dýru lífrænu hráefni sem kostar allt að tífalt meira en það sem samkeppnisaðilar okkar nota.“

Segir Ágúst Einþórsson bakari og einn eigenda bakarísins í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um bakaríið hér, en Ágúst bætir við að ekki standi til að opna fleiri bakarí í bráð.

Fleiri fréttir af Brauð og Co hér.

Mynd: facebook / Brauð & Co

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið