Vertu memm

Uppskriftir

Vel kæst og kæfandi skata er alsiða á Þorláksmessu

Birting:

þann

Hákon Sæmundsson

Hákon Sæmundsson

Kæst skata þykir mörgum ómissandi þáttur í jólahefðinni en ekki eru allir hrifnir af lyktinni.  Rétt rúmur þriðjungur landsmanna heldur á vit skötunnar á Þorláksmessu, samkvæmt nýrri könnun MMR á jólahefðum landsmanna.

Skötuveislur hafa löngum verið alsiða á Þorláksmessu og það er engin undantekning á því á Siglufirði.

Fiskbúð Fjallabyggðar hefur í gegnum árin boðið upp á kæsta skötu sem kemur öll af línubátunum sem landa hjá fiskmarkaðinum á Siglufirði.

„Við hjónin í Fiskbúð Fjallabyggðar byrjum að verka skötuna fyrri hluta í nóvember og erum að kæsa hana í fimm til sex vikur.  Við tökum hana og skerum börðin af skútunni og setjum þau í kör og breiðum vel yfir. Svo þarf að stafla skötunni reglulega svo hún verkist jafnt.

Það er búið að vera óvenju gott og hlýtt veður hjá okkur á Siglufirði svo verkunin hefur gengið betur fyrir sig og er skatan frekar sterk og bragðmikil fyrir vikið.„

Sagði Hákon Sæmundsson matreiðslumaður og eigandi fiskbúðarinnar á Siglufirði í samtali við veitingageirinn.is.

Hákon Sæmundsson

Hákon Sæmundsson er matreiðslumaður að mennt

Margir vilja ekki fá lyktina heim og hefur orðið mikil aukning á að fólk borði skötuna á veitingastöðum.  Einnig er að ryðja sér til rúms að hægelda skötu með hinu vinsæla Sous vide græjunum sem er komin á annað hvert heimili.

„Að elda hana við 65’c í 60 mínútur fær bragðið allavega að njóta sín og engin lykt úr sjóðandi potti“

Sagði Hákon og bendir á að opna Sous vide pokana úti og bera svo á borð, til að tryggja sem minnstu lykt.

Svo eru auðvitað rófur, kartöflur, hamsatólg og hnoðmör alveg ómissandi með skötunni.

Á Siglufirði eru tveir veitingastaðir sem bjóða upp á kæsta skötu, á veitingastaðurinn Torgið og Rauðka.

Á vef Þjóðminjasafns Íslands er skemmtilegur fróðleikur um Þorláksmessuskötuna þar sem segir:

Þó að kaþólskur siður hafi verið afnuminn á Íslandi árið 1550 er enn að vissu leyti haldið upp á messu íslenska dýrlingsins Þorláks helga á messudegi hans þann 23. desember ár hvert. Í dag er það þó aðallega í tengslum við undirbúning jólanna sem menn minnast á Þorláksmessu og eru margir sem leggja það í vana sinn að skreyta jólatréð á Þorláksmessu eða gera síðustu jólagjafainnkaup sín. Einnig hefur sú hefð skapast hér á landi að borða kæsta skötu á Þorláksmessu.

Kæst skata

Kæst skata þykir mörgum ómissandi þáttur í jólahefðinni

Það eru kannski ekki allir sem vita að í raun er þessi siður leifar frá kaþólskum tíma þar sem fastað var fram að jólum og ekki borðað kjöt. Þess vegna var borðaður fiskur, helst lélegur fiskur, daginn fyrir kjötveisluna miklu sem hófst þegar jólahátíðin gekk loks í garð. Siðurinn að borða skötu á Þorláksmessu barst til höfuðstaðarins frá Vestfjörðum um miðja 20. öld en það var aðallega á Vestfjörðum og við Breiðafjörð sem skatan veiddist.

Hún þótti reyndar ekki mikið lostæti, en þar sem haustvertíðinni lauk á Þorláksmessu var skötuát í hugum margra nátengt þessum degi og fór mönnum að finnast það nauðsynlegt að fá skötu daginn fyrir jól.

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Uppskriftir

Saltfisk Lasagna

Birting:

þann

Saltfisk - Lasagna

Þessi uppskrift er fiski-útgáfa af Grænmetis-lasagna, sjá hér.

Tómatsósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínt saxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar

Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.

Ostasósan:
250 ml rjómi
250 ml mjólk
100 gr rifinn ostur eða ostaafgangar
Salt og pipar
Grænmetiskraftur
Ögn af múskati
Smjörbolla (50 gr bráðið smjör + 75 gr hveiti)

Setið allt saman í pott, utan smjörbollu og látið sjóða stutta stund. Þykkið með smjörbollunni og látið sjóða á ný.

Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
100 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
600 gr soðinn og þerraður saltfiskur
6-8 lasagnablöð, látin liggja í sjóðandi vatni stutta stund
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur

Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, tómatsósa, ostasósa, lasagnablöð og saltfiskbita. Stráð er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Lesa meira

Uppskriftir

Ungversk Gúllassúpa

Birting:

þann

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Fyrir 6 persónur

500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga
400 gr bökunarkartöflur
200 gr gulrætur
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmen
2 tsk ungversk paprikuduft
800 gr niðursoðnir tómatar
Olía til steikingar
400 ml vatn
Salt og pipar
1 búnt söxuð steinselja
Kjötkraftur

Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu.

Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þar til kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram.

Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr einkasafni / Auðunn Sólberg

Lesa meira

Uppskriftir

Kampavínssoðinn kræklingur ásamt blaðlauk, framreiddur í eigin safa

Birting:

þann

Kræklingur

Ađalréttur fyrir 4.

Innihald:
2 kg ferskur kræklingur
5oo ml kampavín
2 msk hvítlaukur
20 gr steinselja söxuð
200 gr blaðlaukur (julienne skurður)
100 ml fiskisoð
salt og pipar

Aðferð:

Brugghús-, og veitingastaðurinn Fæby í Noregi

Hákon Bragi Valgeirsson

Laukarnir eru léttsteiktir á pönnu.

Kræklingarnir eru settir í pönnuna, víninu er bætt í ásamt soðinu og soðið niður með loki.

Passið að sjóða kræklinginn þar til að allir hafa opnað sig, annars er þeim hent sem opnast ekki.

Berið kræklinginn fram í djúpum disk í eins konar fjall og soðinu hellt yfir hann, steinseljunni er svo stráð yfir.

Höfundur er Hákon Bragi Valgeirsson matreiðslumeistari.

Lesa meira

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag