Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnaðir Bjórleikar á Sigló – Myndbönd og myndir

Birting:

þann

Bjórleikar á Sigló - 2020

Sigrinum fagnað

Hinir árlegu Bjórleikar Seguls 67 voru haldnir laugardaginn 1. ágúst s.l. á Siglufirði.

Brautin var auðveld og skemmtileg, tekinn var tími hjá keppendum því það var um tímabraut að ræða. Sá sem var fljótastur vann.

Þeir sem unnu í leikunum voru:

1. Halldór Logi Hilmarsson, hann vann einnig 2019
2. Arnar Geir Ásgeirsson
3. Birgir Hrafn Sæmundsson
4. Jóhann Örn Guðbrandsson

Ekki var formlega skráð kvennadeild, en Eyrún Sif Skúladóttir hlaut verðlaun fyrir vasklega framgöngu.

Á meðan að keppnin stóð yfir var boðið upp á bjór og grillaðar Bratwurst pylsur.

Forsvarsmenn Bjórleikanna stefna á að setja meiri púður í bjórleikana á næsta ári.

Fleiri myndir og myndbönd hér.

Bjórleikar á Sigló - 2020

Þrautabrautin

Bjórleikar á Sigló - 2020

Hægt var að vinna sér inn mínus sekúndu á tímann með því að hoppa í ísbað

Bjórleikar á Sigló - 2020

Marteinn Brynjólfur Haraldsson (t.v.), 36 ára gamall tölvunarfræðingur og einn af eigendum brugghússins Seguls 67 á Siglufirði.

Segull 67 Brewery Brugghús

Brugghúsið Segull 67 var sett á laggirnar árið 2015 í gamla frystihúsinu á Siglufirði. Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsinu og innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir.
Mynd: facebook / Segull 67.

Vídeó

Myndir og vídeó: trolli.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið