Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel heppnaðar breytingar hjá Kaffi Duus – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Birting:

þann

 

Kaffi Duus sem staðsett er við Duusgötu 10 í Keflavík hefur verið lokaður undanfarnar vikur vegna breytinga.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafa breytingarnar heppnast einstaklega vel:

Fyrir

Kaffi Duus

Kaffi Duus

 

Eftir

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus

Um Kaffi Duus

Kaffi Duus

Kaffi Duus var opnað 25. nóvember 1997. Það byrjaði sem lítið kaffihús með sæti fyrir 30 manns, boðið var upp á grillmat og aðra smárétti. Húsið er staðsett við gömlu Duus húsin við smábátahöfnina í Keflavík, með frábæru útsýni yfir höfnina. Bergið og smábátahöfnin fyrir neðan, sjórinn og fjallasýn í fjarska er vel viðrar. Þegar dimmir þá er bergið sem liggur við höfnina upplýst á kvöldin.

Árið 2000 var bætt við 65 sæta hliðarsal með góðu gluggaútsýni yfir smábátahöfnina og bergið, salurinn hefur notið gríðalegra vinsælda meða viðskiptavina okkar.

Í janúar 2008 var svo tekin í notkun nýr salur sem rúmar 65 manns ásamt fundaraðstöðu á efri hæð með sæti fyrir 30 manns, svo alls getur staðurinn tekið á móti 180 manns í sæti.

Húsið býður uppá að vera með allt að þrjá mismunandi hópa í húsinu á sama tíma vegna skiptingu hússins.

Umhverfis húsið er stór og mikil verönd þar sem gestir geta snætt á góðviðrisdögum.

Kaffi Duus opnar kl. 11:00 alla daga vikunnar og býður upp á hádegisverðarseðill frá kl. 11:30 til 14:00, þar sem boðið er upp á fiskrétti, grillrétti, salöt og rjómuðu súpur sem fólk getur fengið í brauði eða í hefðbundinni skál.

Hefðbundinn matseðill er á milli kl. 14:00 til 18:00 með hamborgurum, samlokum, pasta og barnaréttum. Kaffidrykkir, brauðmeti og tertur eru í boði allan daginn.

A La Carte matseðillinn er frá kl 18:00 til 22:00 og þar eru fiskréttir þeirra sérfag.

 

Myndir: facebook / Kaffi Duus

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Smáauglýsingavefurinn í loftið – Hver verður fyrstur að skrá sína auglýsingu?

Birting:

þann

Smáauglýsingar

Tekinn hefur verið í notkun nýr smáauglýsingavefur sem mun taka við af þeim gamla.

Leitast var eftir að hafa nýja vefinn mun einfaldari, aðgengilegri og með allri nútímatækni.

Nýjustu auglýsingarnar birtast líka á forsíðu veitingageirinn.is

Ókeypis að auglýsa

Líkt og verið hefur í hátt í tvo áratugi, er ókeypis að setja inn smáauglýsingar og mun alltaf vera það.

Það er von okkar að nýja auglýsingasíðan verði ykkur notadrjúg.

Skoðið smáauglýsingavefinn með því að smella hér.

https://auglysingar.veitingageirinn.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Metnaðarfullur vínklúbbur – Myndir

Birting:

þann

Vínklúbbur

Fyrir 5 árum síðan stofnuðu 4 vinir vínklúbb sem samanstendur af fagmönnum úr veitingageiranum og vínáhugafólki. Í dag eru meðlimir 12 talsins.

Alveg frá byrjun vínklúbbsins var ákveðið að hafa mikla fjölbreytni og þær flöskur sem fæstir hafa smakkað. Klúbburinn kemur saman tvisvar á ári.

Fyrst mættu meðlimir með eina flösku að verðmæti 8.000 kr. Metnaðurinn hjá klúbbmeðlimum er mikill og í dag mæta meðlimir með vínflösku að verðmæti 15.000 kr.

Vínsmakkið sem haldið var í byrjun febrúar s.l. var tileinkað nýja heiminum. Nýi heimurinn eru lönd eins og t.d. Argentína, Chile, Bandaríkin, en það voru einnig vín frá gamla heiminum. Hvítvín eru einnig í boði, en lítið úrval er af þeim þar sem það er mjög takmarkað til af hvítvíni yfir 8000 kr. hér á Íslandi sem er ekki Franskt.

Vínklúbbur

Kampavín eða mjög vandað freyðivín fær alltaf að fljóta með.

Vínin sem voru opnuð við þetta smakk voru:

N1 Saint-Cernin blanc, Limoux, Frakkland
Chateau Fuisse Pouilly Fuissé Le Clos Monopole, Bourgogne, Frakkland
Bava Barolo, Piedmont, Ítalía
Kollwentz Steinzeiler, Burgenland, Austurríki
Marimar Estate Pinot Noir, Russian River Valley, Bandaríkin
Isole e Olena Cepparello, Toscana, Ítalía
Chryseia, Douro, Portugal
Trivento Eolo, Mendoza, Argentina
BLANKbottle Jaa Bru, Western Cape, Suður Afríka
BLANKbottle The Bomb, Stellenbosch, Suður Afríka
BLANKbottle The White Bomb, Franschhoek, Suður Afríka

Kampavínin sem voru í þetta skipti, voru: Wessman One Rosé og Billecart Salmon Brut

Vínklúbburinn stefnir á það að flytja inn sitt eigið vín til að bæta við fjölbreytileikann á vínfundunum.

Það er alltaf matur í boði þegar meðlimir hittast og er hann fjölbreyttur, en þar elda meðlimir saman allskyns sælkerarétti, Lux veitingar eða take away.

Með fylgja myndir frá síðasta vínfundi.

Óhöpp gerast, en hér lentu tveir meðlimir í því að korkurinn á rauðvíninu var með morknum berki og þá var sigtað í gegnum kaffikorg eins og margir þekkja.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Áhugavert

Árið er 1988 – Framandi uppskriftir – Manstu eftir þessum matreiðsluklúbbi?

Birting:

þann

Matreiðsluklúbburinn Framandi

Matreiðsluklúbburinn Framandi

Matreiðsluklúbburinn Framandi

Myndir / Tímarit.is: Vikan – 07.04.1988

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið