Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vel faldir veitingastaðir

Birting:

þann

Faldir veitingastaðir

Í maí birti Great Big Story myndband á Youtube um veitingastaði sem allir eiga það sameiginlegt að vera vandlega faldir.

Á meðal veitingastað er matsölustaður í bílaþvottastöð í Los Angeles, filippseyskan veitingastað, Michelin veitingastaði og kínverskan veitingastað sem er falinn undir torgi í Madríd, höfuðborg Spánar.

Það hefði verið gaman að sjá veitingastaðinn ÓX í myndbandinu, en hann er falinn á bak við Sumac á Laugavegi 28 og er talinn besti veitingastaðurinn á Íslandi að mati White Guide.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

BBQ kóngurinn með Instagram mynd júní mánaðar

Birting:

þann

BBQ Kóngurinn - Alfreð Fannar Björnsson

BBQ Kóngurinn fékk sér tattú á kálfann

Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn á Instagram myndina sem vakti mestu athygli okkar í júní.

Alfreð er einn vinsælasti grillari Íslands og eru ófáar grilluppskriftir sem hann hefur gefið frá sér sem bragðlaukarnir ærast yfir.

Alfreð er öflugur á samfélagsmiðlinum og hafa ófáar myndir frá honum birst hér á forsíðunni undir myllumerkinu #veitingageirinn

BBQ kóngurinn er með sinn eigin sjónvarpsþátt á Stöð 2 þar sem hann sýnir okkur heitustu grillréttina fyrir sumarið.

BBQ kóngurinn á samfélagsmiðlunum:

Instagram/BBQKongurinn

Facebook/BBQKongurinn

Heimasíða: www.bbqkongurinn.com

Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.

Fleiri Instagram myndir mánaðarins hér.

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

3D prentuð vegan steik verður fáanleg á veitinghúsum innan skamms

Birting:

þann

3D prentuð vegan steik

Þetta virðist vera árið sem ætlar að marka nýtt upphaf á ýmsum vettvöngum. Nú erum við að sjá fyrstu 3D prentuðu vegan steikina sem er komin til að vera.

Fyrirtæki nokkurt í Ísrael, Rehovot, á heiðurinn að fyrstu vegan steikinni sem fer í gegnum þrívíddarprentarann. Steikin lítur alveg út eins og alvöru steik og þá vantar heldur ekkert upp á bragðið, því tæknin er orðin það stórkostleg, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um þrívíddarprentarann hér.

Samkvæmt tilkynningu frá Rehovot þá má vænta að 3D prentuð vegan steik verður fáanleg á veitinghúsum innan skamms

Samkvæmt tilkynningu frá Rehovot þá má vænta að 3D prentuð vegan steik verður fáanleg á veitinghúsum innan skamms

Steikin er framleidd úr soja-, og baunapróteinum, kókosfitu og sólblómaolíu ásamt náttúrulegum litar-, og bragðefnum. Við sjáum einnig vöðvalínurnar í steikinni sem er rík af próteinum og inniheldur ekkert kólestról.

Myndband

Myndir: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvernig á að heilsteikja strút? – Myndband

Birting:

þann

Strúturinn var 110 kíló að þyngd

Strúturinn var 110 kíló að þyngd

Sonny Side, þáttastjórnandi youtube rásarinnar „Best Ever Food Review“ birti nú á dögunum myndband þar sem hann sýnir hvernig á að heilsteikja strút. Ekki er vitað um hvort að slík heilsteiking hafi verið gerð áður, en gjörningurinn fór fram í borginni Saigon í Víetnam.

Aðferðin og eldunin var langt ferli, en fyrst var strúturinn marineraður í 26 klukkustundir, en heildarþyngd á strútinum var 110 kíló.

Í marineringunni var rauðvín, vatn, salt, pipar, hvítlaukur og sykur. Því næst var strúturinn kryddaður með hvítlauk, basilikum, timjan, oregano og ýmsum kryddum.

Fuglinn var síðan reyktur í 2 tíma og var viðurinn Jackfruit notaður við reykinguna. Fuglinn var eldaður í 16 klukkustundir við lágan hita eða um 100°c.

Með strútinum var borið fram kornbrauð, coleslaw, kartöflumús og með sósu sem gerð var úr soðinu.

Á meðan eldunin stóð yfir á fuglinum, þá elduðu þeir strútsegg, skáru síðan í tvennt, tóku eggjarauðuna úr og bættu við hana mayó, pipar, salt, cayenne, paprikukrydd, súrar gúrkur og jalapeno, beikon og sprautað aftur ofan í strútseggið.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá allt ferlið, sjón er sögur ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira
  • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
    Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
  • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
    Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag