Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Veitingastaður býður fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum

Birting:

þann

Le Bistro á Laugaveginum

Le Bistro á Laugaveginum
Mynd: Sverrir

Vínmenningin þróast hratt á Íslandi og nú geta vínnördarnir komið með sitt eigið vín á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, en nú býður veitingastaðurinn Le Bistro á Laugavegi fólki að koma með sitt eigið vín og drekka á staðnum.

Staðurinn rukkar 2.900 krónur í svokallað tappagjald fyrir þjónustuna sem er nú í boði í fyrsta skipti á Íslandi, segir í frétt á nutiminn.is.

Arnór Stefán Bohic á Le Bistro segir þjónustuna þekkjast víða erlendis þó hún sé vissulega svolítið sérstök.

Svo er voðalega mismunandi hvað fólki finnst um þetta,

segir hann í samtali við nutiminn.is.

Hann gantast með að þjónustan henti kannski helst hálfgerðum vínnördum sem eiga góða flösku heima sem þeir vilja drekka á veitingastað með vinum.

Þetta getur verið spennandi fyrir fólk sem á sérstaka flösku og vill taka hana með og njóta hjá okkur.

Hann bætir þó við að staðurinn býður einnig upp á gott úrval af vínum.  Það er nutiminn.is sem greinir frá.

 

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið