Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingastaðir opna á ný – Matarvagnar blómstra í Covid-19 ástandinu

Birting:

þann

Blómstra - Blóm

Það er bjart framundan í veitingabransanum

Grillmarkaðurinn og Sjávargrillið opnar aftur í dag miðvikudaginn 22. apríl eftir langþráða bið. Fiskfélagið opnaði 17. apríl s.l.  SKÁL! á Hlemmi opnar að öllum líkindum 4. maí, en býður núna upp á heimsendingar.  Matarkjallarinn opnar aftur fyrir gesti í sal á Sumardaginn fyrsta.

Rétturinn í Keflavík opnaði 14. apríl s.l.  Höfnin hefur opnað aftur eftir tiltektaræði sem rann á mannskapinn og vegna hinna sérstöku aðstæðna verður opnunartíminn aðeins styttri en vanalega.  ROK við Frakkastíg 26a í Reykjavík hefur opnað aftur.  Veitingastaðurinn Englendingavík í Borgarnesi opnar í byrjun maí n.k.

KRYDD Veitingahús í Hafnarfirði hefur opnað á ný í sal og Take Away.

American Style er opið á Bíldshöfða og Nýbýlavegi, en lokað á Dalshrauni og í Skipholti. Hótel Geysir mun opna í lok apríl.

Óvíst er um opnun á Grillinu á Hótel Sögu, en eins og staðan er núna verður það ekki á næst­unni, segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Sögu í samtali við Morgunblaðið.  Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði mun opna í lok maí.  Sigló Hótel á Siglufirði hefur verið lokað tímabundið og ætla rekstraraðilar að nota tímann að þrífa og pússa hvert horn hótelsins.

Matarvagnar hafa blómstrað í Covid-19 ástandinu og hafa ferðast um alla borgina undir yfirskriftinni „Mathöll á hjólum“.

Fjölmargir aðrir veitingastaðir og útibú þess voru lokaðir vegna Covid-19 ástandsins, Saffran á Bíldshöfða, Hamborgarafabrikkan, Aktu Taktu, Eldsmiðjan, Keiluhöllin, Shake & Pizza, Pítan, Roadhouse, Café París, Apótekið, Narfeyrarstofa og Kaffivagninn. Enginn af þessum veitingastöðum hefur tilkynnt um formlega opnun á ný, en allir voru lokaðir tímabundið og bjóða upp á take away þjónustu í Covid-19 ástandinu.

Fleiri Covid-19 fréttir hér.

Mynd: úr safni

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið