Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingastaðir opna á ný – Matarvagnar blómstra í Covid-19 ástandinu

Birting:

þann

Blómstra - Blóm

Það er bjart framundan í veitingabransanum

Grillmarkaðurinn og Sjávargrillið opnar aftur í dag miðvikudaginn 22. apríl eftir langþráða bið. Fiskfélagið opnaði 17. apríl s.l.  SKÁL! á Hlemmi opnar að öllum líkindum 4. maí, en býður núna upp á heimsendingar.  Matarkjallarinn opnar aftur fyrir gesti í sal á Sumardaginn fyrsta.

Rétturinn í Keflavík opnaði 14. apríl s.l.  Höfnin hefur opnað aftur eftir tiltektaræði sem rann á mannskapinn og vegna hinna sérstöku aðstæðna verður opnunartíminn aðeins styttri en vanalega.  ROK við Frakkastíg 26a í Reykjavík hefur opnað aftur.  Veitingastaðurinn Englendingavík í Borgarnesi opnar í byrjun maí n.k.

KRYDD Veitingahús í Hafnarfirði hefur opnað á ný í sal og Take Away.

American Style er opið á Bíldshöfða og Nýbýlavegi, en lokað á Dalshrauni og í Skipholti. Hótel Geysir mun opna í lok apríl.

Óvíst er um opnun á Grillinu á Hótel Sögu, en eins og staðan er núna verður það ekki á næst­unni, segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Sögu í samtali við Morgunblaðið.  Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði mun opna í lok maí.  Sigló Hótel á Siglufirði hefur verið lokað tímabundið og ætla rekstraraðilar að nota tímann að þrífa og pússa hvert horn hótelsins.

Matarvagnar hafa blómstrað í Covid-19 ástandinu og hafa ferðast um alla borgina undir yfirskriftinni „Mathöll á hjólum“.

Fjölmargir aðrir veitingastaðir og útibú þess voru lokaðir vegna Covid-19 ástandsins, Saffran á Bíldshöfða, Hamborgarafabrikkan, Aktu Taktu, Eldsmiðjan, Keiluhöllin, Shake & Pizza, Pítan, Roadhouse, Café París, Apótekið, Narfeyrarstofa og Kaffivagninn. Enginn af þessum veitingastöðum hefur tilkynnt um formlega opnun á ný, en allir voru lokaðir tímabundið og bjóða upp á take away þjónustu í Covid-19 ástandinu.

Fleiri Covid-19 fréttir hér.

Mynd: úr safni

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvernig eru Mcdonald’s hamborgarnir gerðir? – Vídeó

Birting:

þann

Mcdonald's hamborgarar

Fyrir áhugasama þá er hér stuttmynd sem sýnir hvernig Mcdonald’s hamborgararnir eru gerðir ásamt öðrum réttum í hátækni matvælavinnslu í Bandaríkjunum.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hótel Laugar opnar – Raggi Ómars yfirkokkur

Birting:

þann

Hótel Laugar

Hótel Laugar

Hótel Laugar sem staðsett er á fallegum og kyrrlátum stað í Sælingsdal fyrir norðan umvafið fallegri náttúru, opnaði á ný í júní s.l. Við hótelið er náttúrulaug, Guðrúnarlaug sem kennd er við Guðrúnu Ósvífusdóttur sem hafði aðsetur að Laugum. Við hótelið er einnig frábær sundlaug með heitum pottum.

Hótelið býður upp á 22 herbergi með baðherbergjum en einnig eru í boði ódýrari kostur þar sem eru herbergi með sameiginlegri snyrtingu.

Nýlega var Harpa Einarsdóttir hótelstjóri í viðtali í þættinum Að Vestan hjá N4, þar sem hún sagði söguna af því hvernig hún datt inn í hótelreksturinn í Sælingsdal.

„Svo leggjum við ríka áherslu á hollan og góðan mat bæði í öllum máltíðum hjá okkur. Og okkur til aðstoðar í þessu erum við með hinn frábæra kokk Ragga Ómars.“

Sagði Harpa í samtali við veitingageirinn.is.

Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson

Um Ragnar Ómarsson

Ragnar Ómarsson útskrifaðist úr Hótel og Veitingarskóla Íslands árið 1994, en hann lærði fræðin sín á veitingastaðnum Glóðin í Keflavík.

Ragnar hefur stsarfað bæði sem yfirmatreiðslumaður og vaktstjóri á veitingastöðunum DOMO, SALT, Leikhúskjallaranum, Hótel Holt, Bristol Grill í Osló, Perlunni svo fátt eitt sé nefnt.

Ragnar er mikill keppnismaður og er margverðlaunaður matreiðslumaður, lenti í 2. sæti í “One world”-keppninni í Suður Afríka árið 2007. 2.sæti. Var Bocuse d´Or kandítat tvisvar sinnum árið 2005 og lenti í 5. sæti og árið 2009 og hreppti aftur 5. sætið.

Varð Matreiðslumaður Norðurlanda árið 2003 og hreppti titilinn Kokkur ársins árið og í 3. sæti árið 2002 í sömu keppni.

Ragnar hefur verið meðlimur í Íslenska landsliðinu í matreiðslu og þjálfari, silfur og bronz í Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2006. Bronz í “Scot Hot” í Glascow, 2005. Silfur og bronz í Ólympíuleikunum á Erfurt í Þýskalandi, 2004. Silfur og bronz á Heimsmeistarakeppninni í Luxembourg, 2002. Gullverðlaun í Seoul, Suður Kóreu, 2002. Silfur á “Scot Hot” in Glasgow, 2001 og silfur og bronz á Ólympíuleikunum í Erfurt Þýskalandi, 2001.

Matseðillinn sem verður í boði í sumar á Hótel Laugum (sem verður þó eitthvað aðeins sveigjanlegur):

Hótel Laugar

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Lúxusvandamál á Siglufirði

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Torgið við Aðalgötuna á Siglufirði

Veitingastaðurinn Torgið

Siglufjörður er vinsæll áfangastaður jafnt hjá Íslendingum sem og erlendum ferðamönnum og hafa hótelin, Airbnb íbúðir, tjaldsvæðin í bænum verið nær fullbókuð eftir afléttingu allra samkomutakmarkana 26. júní s.l.

Draumur allra veitingamanna er klárlega þegar það er of mikið að gera og ekki er hægt að taka við fleiri pöntunum, þá kallast það lúxusvandamál.

Mikið hefur verið að gera á veitingastaðnum Torginu við Aðalgötuna á Siglufirði síðastliðnar vikur og hefur oft skapast biðröð við veitingastaðinn.

Í gærkvöldi tilkynnti Torgið að ekki væri hægt að taka á móti take away pöntunum á milli kl 18:00 og 20:00 vegna anna.

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið