Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingastaðir opna á ný – Matarvagnar blómstra í Covid-19 ástandinu

Birting:

þann

Blómstra - Blóm

Það er bjart framundan í veitingabransanum

Grillmarkaðurinn og Sjávargrillið opnar aftur í dag miðvikudaginn 22. apríl eftir langþráða bið. Fiskfélagið opnaði 17. apríl s.l.  SKÁL! á Hlemmi opnar að öllum líkindum 4. maí, en býður núna upp á heimsendingar.  Matarkjallarinn opnar aftur fyrir gesti í sal á Sumardaginn fyrsta.

Rétturinn í Keflavík opnaði 14. apríl s.l.  Höfnin hefur opnað aftur eftir tiltektaræði sem rann á mannskapinn og vegna hinna sérstöku aðstæðna verður opnunartíminn aðeins styttri en vanalega.  ROK við Frakkastíg 26a í Reykjavík hefur opnað aftur.  Veitingastaðurinn Englendingavík í Borgarnesi opnar í byrjun maí n.k.

KRYDD Veitingahús í Hafnarfirði hefur opnað á ný í sal og Take Away.

American Style er opið á Bíldshöfða og Nýbýlavegi, en lokað á Dalshrauni og í Skipholti. Hótel Geysir mun opna í lok apríl.

Óvíst er um opnun á Grillinu á Hótel Sögu, en eins og staðan er núna verður það ekki á næst­unni, segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Sögu í samtali við Morgunblaðið.  Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði mun opna í lok maí.  Sigló Hótel á Siglufirði hefur verið lokað tímabundið og ætla rekstraraðilar að nota tímann að þrífa og pússa hvert horn hótelsins.

Matarvagnar hafa blómstrað í Covid-19 ástandinu og hafa ferðast um alla borgina undir yfirskriftinni „Mathöll á hjólum“.

Fjölmargir aðrir veitingastaðir og útibú þess voru lokaðir vegna Covid-19 ástandsins, Saffran á Bíldshöfða, Hamborgarafabrikkan, Aktu Taktu, Eldsmiðjan, Keiluhöllin, Shake & Pizza, Pítan, Roadhouse, Café París, Apótekið, Narfeyrarstofa og Kaffivagninn. Enginn af þessum veitingastöðum hefur tilkynnt um formlega opnun á ný, en allir voru lokaðir tímabundið og bjóða upp á take away þjónustu í Covid-19 ástandinu.

Fleiri Covid-19 fréttir hér.

Mynd: úr safni

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Á ferðalagi með Bjarna og fjölskyldu – Sjáðu alla veitingastaðina sem heimsóttir voru

Birting:

þann

Sælkeraparið Bjarni Gunnar Kristinsson og Lilja Baldursdóttir

Sælkeraparið Bjarni Gunnar Kristinsson og Lilja Baldursdóttir

Íslendingar voru hvattir til að ferðast um landið sitt í sumar og Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður lét ekki sitt eftir liggja og ferðaðist um landið með fjölskyldu sinni.

Bjarni var auðvitað með myndavélina á lofti og m.a. myndaði alla veitingastaðina sem heimsóttir voru.

Skemmtilegt myndband, sjón er sögu ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hvað er Za’atar? – Í dag er Za’atar dagurinn

Birting:

þann

Kryddmarkaður

Kryddmarkaður

Þú hefur eflaust aldrei heyrt um orðið „Za’atar“, en það er hugtak sem notað er til að lýsa matargerð úr jurtum.

Það er einnig notað til að lýsa kryddblöndu sem notuð er sérstaklega í matargerð frá Mið-Austurlöndum, sem inniheldur blóðberg (timian), salt, þurrkað sumac, ristuð sesamfræ og annað krydd.

Sérstakt villt blóðberg sem finnst í Miðausturlöndum og Levantine svæðinu er notað til að búa til Za’atar blönduna.

Bragðið á Za’atar blöndunni er bragðmikið og það kemur mikið eftirbragð.

Blönduna er hægt að blanda við ólífuolíu, baba gannouj, hummus og labne, sem er þykkt jógúrt. Margir bæta blöndunni við salatdressingu, steiktu og soðnu grænmeti ofl.

Hægt er að nota blönduna með að krydda fisk, kjöt og kjúkling. Eins og þú sérð þá er í raun engin takmörk þegar kemur að því hvernig hægt er að nota „Za’atar“ blönduna.

Til gamans skal þess getið, að dagurinn í dag, 23. september, er tileinkaður Za’atar.

Za’atar uppskriftina er hægt að skoða með því að smella hér.

Za’atar uppskrift – Kryddblanda

Mynd: úr safni

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

„Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf“

Birting:

þann

Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir - Siglufjörður

Báðar fjölskyldurnar hafa keypt sér hús á Siglufirði og ætla að búa þar áfram.
F.v. Sólrún Guðjónsdóttir, Jimmy Wallster, Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir

Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir fluttu til Siglufjarðar fyrri hluta árs 2018 þegar þau tóku við veitingasviðinu hjá Hannes Boy, Rauðku og Sigló Hóteli.
Jimmy Wallster og Sólrún Guðjónsdóttir fluttu svo í ágúst sama ár. Áður störfuðu þau öll fjögur saman hjá stórri íslenskri hótelkeðju, Íslandshótel.

Þau eru öll mjög viðkunnanlegar manneskjur sem hafa þægilega nærveru og eru mjög metnaðarfull við uppbyggingu á rekstrinum.

Hvernig kunnið þið við ykkur á Siglufirði?

“Bara geggjað” segir Bjarni, “elska það” segir Jimmy og konurnar taka undir með sínum mönnum. “Fólk hér er jákvætt, gott að búa hér með börn, fólk er ekki á bremsunni þegar komið er með nýjar hugmyndir”.

Þegar þau eru spurð um titla, er svarið:

“Við erum bara tvær fjölskyldur sem reka veitingastaðinn og við göngum í öll störf”.

Halldóra er menntaður þjónn, sér um bókanir og samskipti við hópa, starfaði sem hótelstjóri á Fosshotel Núpum og Fosshotel Heklu, er menntaður framreiðslumaður, Bjarni er kokkur og stýrir eldhúsinu, Jimmy er þjónn og sér um daglegan rekstur “á gólfinu” og Sólrún er talnaglöggur Tálknfirðingur og sér um morgunmatinn. Vaktirnar voru oft langar hjá þeim í sumar, allt upp í 3 mánuðir án frídaga.

Smellið hér til að lesa ítarlegt viðtal við fjölskyldurnar á trolli.is.

Mynd: trolli.is

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag