Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingastaðir opna á ný – Matarvagnar blómstra í Covid-19 ástandinu

Birting:

þann

Blómstra - Blóm

Það er bjart framundan í veitingabransanum

Grillmarkaðurinn og Sjávargrillið opnar aftur í dag miðvikudaginn 22. apríl eftir langþráða bið. Fiskfélagið opnaði 17. apríl s.l.  SKÁL! á Hlemmi opnar að öllum líkindum 4. maí, en býður núna upp á heimsendingar.  Matarkjallarinn opnar aftur fyrir gesti í sal á Sumardaginn fyrsta.

Rétturinn í Keflavík opnaði 14. apríl s.l.  Höfnin hefur opnað aftur eftir tiltektaræði sem rann á mannskapinn og vegna hinna sérstöku aðstæðna verður opnunartíminn aðeins styttri en vanalega.  ROK við Frakkastíg 26a í Reykjavík hefur opnað aftur.  Veitingastaðurinn Englendingavík í Borgarnesi opnar í byrjun maí n.k.

KRYDD Veitingahús í Hafnarfirði hefur opnað á ný í sal og Take Away.

American Style er opið á Bíldshöfða og Nýbýlavegi, en lokað á Dalshrauni og í Skipholti. Hótel Geysir mun opna í lok apríl.

Óvíst er um opnun á Grillinu á Hótel Sögu, en eins og staðan er núna verður það ekki á næst­unni, segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Sögu í samtali við Morgunblaðið.  Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði mun opna í lok maí.  Sigló Hótel á Siglufirði hefur verið lokað tímabundið og ætla rekstraraðilar að nota tímann að þrífa og pússa hvert horn hótelsins.

Matarvagnar hafa blómstrað í Covid-19 ástandinu og hafa ferðast um alla borgina undir yfirskriftinni „Mathöll á hjólum“.

Fjölmargir aðrir veitingastaðir og útibú þess voru lokaðir vegna Covid-19 ástandsins, Saffran á Bíldshöfða, Hamborgarafabrikkan, Aktu Taktu, Eldsmiðjan, Keiluhöllin, Shake & Pizza, Pítan, Roadhouse, Café París, Apótekið, Narfeyrarstofa og Kaffivagninn. Enginn af þessum veitingastöðum hefur tilkynnt um formlega opnun á ný, en allir voru lokaðir tímabundið og bjóða upp á take away þjónustu í Covid-19 ástandinu.

Fleiri Covid-19 fréttir hér.

Mynd: úr safni

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Eyþór kokkur opnar heimasíðuna eythorkokkur.is

Birting:

þann

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari

Nú hefur Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari opnað nýja heimasíðu sem nálgast má á vefslóðinni www.eythorkokkur.is

Þar má finna allar uppskriftirnar hans Eyþórs, en með þessari uppskriftasíðu vill Eyþór deila með íslenskum áhuga- og ástríðukokkum reynslu sinni og uppskriftum og gefa til baka af sinni einstöku hógværð.

Eyþór Rúnarsson starfar nú sem yfirkokkur á Múlakaffi.

Um Eyþór

(Af heimasíðunni eythorkokkur.is)
Eyþór Rúnarsson er fæddur og uppalinn í Suður-Þingeyjarsýslu, um 10 km frá Húsavík, umvafinn íslenskri náttúru, þaðan sem hann hefur ávallt sótt innblástur í störf sín og ástríðan á matargerð kviknaði snemma.

„Ég fór til námsráðgjafa þegar ég var 13 ára og spurði hann einfaldlega hvaða námsbrautir innihéldu minnstu stærðfræðina. Hann benti mér á kokkanámið og þá var ekki aftur snúið. Ég varð heltekinn af hugmyndinni og fór á matreiðslubraut Verkmenntaskólans á Akureyri þegar ég varð 16 ára. Hóf störf í eldhúsi 18 ára gamall og hef ekki litið til baka síðan“.

Ferill Eyþórs hefur verið samfelld sigurganga og hefur hann um langt skeið verið einn af fremstu matreiðslumeisturum okkar landsmanna.

„Ég útskrifaðist vorið 2002 og hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa við fagið mitt frá mjög fjölbreyttum hliðum, hvort sem um er að ræða störfin með landsliðinu, spennandi sjónvarpsþáttagerð eða samstarfsverkefni við fremstu veitingastaði landsins.

Ég tel mig vera afar heppinn. Ég hef fengið að starfa við mína helstu ástríðu og fengið að kynnast mögnuðum fagmönnum og eins fengið að njóta þess að viðskiptavinir mínir hafa fylgt mér á milli staða og haldið tryggð við mína eldamennsku. Fyrir það er ég þakklátur og þess vegna vildi ég koma þessari uppskriftasíðu á koppinn“.

Kíkið á heimasíðu Eyþórs hér: www.eythorkokkur.is

Mynd: eythorkokkur.is

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Margra vikna biðlisti eftir borði – Marokkóskur matur af allra bestu gerð

Birting:

þann

Jaouad Hbib

Jaouad Hbib

„Já, af hverju ekki. Ég er ævintýragjarn. Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“

Sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu, en Jaouad hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.

Hann byrjar að undirbúa kvöldið fyrir hádegi.

„Marokkóskur matur er hægeldaður. Það á aldrei að vera stress í eldhúsinu og það á að elda eftir hjartanu.“

segir Jaouad í samtali við Landann á RÚV, en innslagið í heild sinni er hægt að sjá með því að smella hér.

„Auðvitað tók þetta tíma. Fólk var ekki alveg að kaupa þetta: „Marokkóskur veitingastaður hérna þrjátíu kílómetra frá heimsskautssbaug. Hvað ertu að pæla? Síðan síðustu tvö ár hefur verið margra vikna biðlisti eftir borði þannig að þetta hefur spurst rosalega vel út, – enda er hann frábær kokkur.“

Segir Hálfdán.

Mynd: skjáskot úr þætti.

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veitingakóngurinn Eyþór Mar Halldórsson yfirheyrður

Birting:

þann

Eyþór Mar Halldórsson

Eyþór Mar Halldórsson

Gestur að þessu sinni í Kokkaflakkinu er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari. Eyþór er frá Húsavík eins og svo margir aðrir góðir kokkar. Hann á og rekur þrjá veitingastaði í Reykjavík sem allir ganga mjög vel og hefur komið að opnun fjölda annarra.

Í þættinum er rætt um ferilinn hans hingað til og hvernig hann komst þangað sem hann er kominn í dag.

Eins og endranær er farið út um víðan völl og meira að segja er rætt um jafnréttismál í veitingabransanum í dag. Mjög skemmtilegt spjall, enda Eyþór mjög skemmtilegur náungi.

Mynd úr safni: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið