Vertu memm

Frétt

Veitingarekstur á vonarvöl – Launakostnaður veitingareksturs á Íslandi er sá langhæsti á Norðurlöndunum

Birting:

þann

American bar- Cafe Paris - Miðbærinn - Reykjavík

Ef fyrirhugaðar taxtahækkanir Lífskjarasamningsins verða að veruleika á næstu tveimur árum er rekstrargrundvelli veitingastaða á Íslandi verulega ógnað. Þetta má lesa úr skýrslu sem unnin var af endurskoðunarfyrirtækinu KPMG fyrir hin nýstofnuðu Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði sem að Fréttablaðið vekur athygli á og hefur undir höndum.

Í skýrslunni kemur fram að ef ekki eigi að velta auknum launakostnaði út í verðlag verði afkoma veitingageirans á Íslandi orðin neikvæð strax á næsta ári.

Jafnframt er launakostnaður veitingareksturs hér sá langhæsti á Norðurlöndunum, enda taki fyrirkomulag yfirvinnutaxta veitingageirans á Íslandi ekki tillit til hás hlutfalls hlutastarfsmanna sem eru jafnan með lágan starfsaldur, líkt og gert er í öðrum löndum, að því er fram kemur á frettabladid.is sem hægt er að lesa í heild sinni hér.

Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið