Vertu memm

Frétt

Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði lokar til frambúðar

Birting:

þann

Vitinn í Sandgerði

Vitinn í Sandgerði

Hjónin Stefán Sigurðsson og Brynhildur Kristjánsdóttir sem hafa rekið veitingastaðinn Vitann í Sandgerði í 38 ár hafa ákveðið að leggja niður starfsemi veitingahússins í núverandi mynd, en síðasti opnunardagur var 11. apríl 2020.  Hjónin stefna á að gera 3 litlar íbúðir í húsnæði Vitans.

„Við hófum starfsemina árið 1982 og þennan tíma höfum við reynt að mæta óskum viðskiptavina okkar að bestu getu. Þessi tími hefur verið bæði lærdómsríkur og skemmtilegur. Við þökkum öllum fyrir ánægjulegt samstarf og góð kynni þessi 38 ár.“

Segja þau Stefán og Brynhildur.

Stefán Sigurðsson matreiðslumeistari lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 1974. Stefán starfaði m.a. á veitingastöðunum Múlakaffi, Hótel Stykkishólmi, Valaskjálf og Varnaliðinu.

Fyrst til að bjóða upp á grjótkrabba á Íslandi

Vitinn bauð upp á fjölbreyttan matseðil þar sem lögð var áhersla á sjávarfang og á síðari árum höfðu hjónin skapað staðnum sérstöðu með eintsökum krabbamatseðli. Hráefnið var eins ferskt og völ var á, en krabbarnir ásamt skelfiski voru geymdir í sérstökum körum í bakgarði staðarins.

Hjónin létu bora 50 metra djúpa borholu fyrir utan veitingastaðinn og létu leiða úr henni sjó í kör í bakgarð veitingastaðarins.

Sjóborun við hliðina á Vitanum í Sandgerði

Vitinn

Sjóborun.
Boruð var 50 metra djúp borhola fyrir utan veitingastaðinn.

Í körunum var grjótkrabbi, trjónukrabbi, bogkrabbi, blá-, öðu-, kúfskeljar ofl.

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Krabbarnir ásamt skelfiski voru geymdir í sérstökum körum í bakgarði staðarins

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Kúfskel

Grjótkrabbi

Vitinn

Stefán Sigurðsson matreiðslumeistari Vitans

Til gamans má geta þess að Vitinn var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi að bjóða upp á grjótkrabba.

Vinsælast var að panta samsettan matseðil sem var skelfisksúpa, krabba og skelfiskréttir og eftirréttur.

Skelfisksúpan var löguð úr soði af grjótkrabba, trjónukrabba og bogakrabba, allt soðið niður í ca 15 klukkutíma með ýmsu öðru góðgæti og kryddi. Súpan var borin fram með hörpuskel, krækling, rækjum og þorskbitum. Með súpunni var borið fram heimabakað brauð m/ ólífum og papriku og hvítlaukssmjöri.

Krabba og skelfiskrétturinn var úrval af ferskum skelfisk og krabba, sem var grjótkrabbi, öðuskel, kræklingur, rækjur, beitukóng, humar og kúfskel og með brauði og tilheyrandi sósum.

Vitinn í Sandgerði – Sjávarréttarstaður | Veitingarýni

Feðgarnir Sigurður og Stefán á skelfiskveiðum

Aflinn klár

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Viðtökurnar við krabbaveislunni voru framar vonum og var brjálað að gera á Vitanum fram að lokun staðarins.

Það hafa þegar um 5000 manns bókað hjá Vitanum næsta vetur | Vilja koma upp lendingarsvæði fyrir þyrlur

Veitingahúsið Vitinn

Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson.
Vitahjónin voru einstaklega dugleg að hugsa vel um staðinn.

Vitinn

Krabba og skelfiskrétturinn frægi

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Nú heitir Fetaosturinn Salatostur

Birting:

þann

Salatostur - Fetaostur - Mjólkursamsalan

Nú í október breytist nafnið á Fetaostinum frá MS yfir í Salatost. Enn fremur mun Fetakubbur nú bera nafnið Salatkubbur. Nafnabreytingarnar eru tilkomnar vegna tilmæla frá Evrópusambandinu en allur ostur sem ber nafnið Fetaostur þarf nú að vera framleiddur í Grikklandi.

Sjá einnig:

Óheimilt að nefna íslenska framleiðslu: „Feta-ostur“ og „Bayonne-skinka“

Salatostur er því nýtt nafn yfir ostinn sem áður hét Fetaostur. Osturinn er áfram jafnbragðgóður og áður og er frábær í hvers kyns rétti og salöt.

Mynd: ms.is

Lesa meira

Frétt

Veitingageirinn krefst úrræða stjórnvalda

Birting:

þann

veitingahús

Í ljósi þess rekstrarvanda, sem veitingafólk stendur frammi fyrir, vegna lokana og takmarkana á starfsemi í kjölfar Covid-19, hefur undirritað veitingafólk sameinað krafta sína við að biðla til stjórnvalda um að grípa til sértækra aðgerða til bjargar veitingahúsum og krám.

Ákveðinnar mótsagnar hefur gætt í aðgerðum stjórnvalda, sem hafa beðið fólk að halda sig heimavið, en veitingastöðum ekki verið gert að hætta að taka á móti gestum. Við erum að reyna allt sem við getum til þess að halda rekstri okkar fyrirtækja gangandi og góðu ráðningarsambandi við starfsfólk, undir mjög ströngum fjöldatakmörkunum og takmörkunum á opnunartíma.

Veitingageirinn er mjög stór atvinnugrein á Íslandi og hefur veitingaflóran í landinu blómstrað sem aldrei fyrr á undangengnum árum. Íslensk matargerðarlist er orðin eftirtektarverð á heimsvísu og hefur m.a. fengið stjörnur og viðurkenningar frá hinum virta Guide Michelin. Einnig hefur aldrei jafn mikil fjölmenning einkennt veitingageirann.

Veitingastaðaflóra og matarmenning okkar verður óneitanlega fátæklegri ef ekki verður brugðist við núverandi aðstæðum. Bæði mannlíf og menningarverðmæti eru í húfi, ekki síður hvað við ætlum að bjóða ferðafólki framtíðarinnar upp á þegar það birtist á ný.

Undir þessu verður ekki staðið mikið lengur. Fyrirtæki sem unnið hafa að því hörðum höndum að byggja sig upp og auðga mannlíf landsins eru nú, við ósjálfbær rekstrarskilyrði, að berjast um athygli örfárra viðskiptavina, sem þó eru hvattir til að vera frekar heima en að koma til okkar .

Því miður virðast engin úrræði eða aðstoð vera í nánd fyrir okkar atvinnugrein svo við getum ekki lengur orða bundist, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Því skal þó haldið til haga að hér er ekki verið að gagnrýna sóttvarnaraðgerðir heldur viðbrögð og úrræðaleysi stjórnvalda til handa okkar geira.

Meðal aðgerða sem veitingageirinn vill leggja til eru:

Tímabundnar aðgerðir m.a:

 • Hlutfallslokunarstyrki sem koma til móts við skerta starfsemi vegna fjölda-, tíma- og fjarlægðatakmarkana og tilheyrandi tekjutapi vegna þeirra
 • Endurskoða hlutabótaleið með tilliti til mismunandi þarfa í samstarfi við veitingafólk
 • Afnám tryggingagjalda
 • Afnám fasteignagjalda, sem skilar sér í lægri leigu
 • Endurgreiðsla áfengisgjalda að fullu eða hluta til veitingahúsa og Kráa þegar opnar á ný
 • Niðurfelling á dráttarvöxtum vegna skulda vegna opinberra gjalda
 • Tekið sérstakt tillit til fyrirtækja með stutta viðskiptasögu

Með baráttuhug:

 • American Bar
 • Apótek Restaurant
 • Bragginn
 • Bastard Brew and Food
 • BrewDog Reykjavík
 • Brothers Brewery
 • Coocoo´s Nest
 • Danska Kráin (Den Danske Kro)
 • Dill Restaurant
 • Dillon
 • Duck and Rose
 • Durum
 • Enski barinn (The English Pub)
 • Fiskfélagið
 • Fiskmarkaðurinn
 • Fjallkonan
 • Forréttabarinn
 • Frederiksen Ale House
 • Flatey Pizza
 • Flatus @Kex
 • Gaukurinn
 • Gamli Enski
 • Græni Hatturinn
 • Grillmarkaðurinn
 • Gott
 • Kaffi Krús
 • Hosiló
 • Hornið
 • Höfnin Veitingahús
 • Íslenska Barinn
 • Jómfrúin
 • Kaldi Bar
 • Kaffibarinn
 • Kaffihús Vesturbæjar
 • Kattakaffihúsið
 • Kringlukráin
 • Kol Skólavörðustíg
 • La Barceloneta
 • LeKocK
 • Lebowski Bar
 • Luna Flores
 • Makake
 • Matarkjallarinn
 • Matbar
 • Matur og Drykkur
 • Messinn
 • Meze
 • Nauthóll
 • Osushi
 • Otto Veitingahús
 • ÓX
 • Prikið
 • Primo Ristorante
 • Public House
 • Ramen Momo
 • Reykjavík Fish (Þrír veitingastaðir)
 • ROK
 • Röntgen
 • Sæta Svínið
 • Session Craft Bar
 • Skál!
 • Skúli Craftbar
 • Slippurinn
 • Sumac
 • Sushi Social
 • Tapas Barinn
 • The Drunk Rabbit
 • The Irishman pub
 • The Laundromat Café
 • Yuzu
 • Veður
 • Vínstúkan tíu sopar
 • Von Mathús & Bar
 • Vor
 • Ölstofa Kormáks og Skjaldar
 • Ölhúsið Reykjavík & Hafnarfirði

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Sýknað fyrir sölu á heimaslátruðu lambakjöti

Birting:

þann

Lambakótilettur

Matvælastofnun óskaði eftir rannsókn lögreglu á markaðssetningu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði á Hofsósi haustið 2018. Rannsókn lögreglunnar  leiddi til að lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra gaf út ákæru í málinu. Ákærði hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Norðurlands vestra vegna þess að sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem ekki var slátrað í löggiltu sláturhúsi sé ekki lýst sem refsiverðri í lögunum.

Haustið 2018 birtust fréttir um markaðssetningu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði á Hofsósi. Af skoðun stofnunarinnar var ljóst að afurðir sem ekki höfðu verið heilbrigðisskoðaðar né komið úr samþykktum sláturhúsum, hafði verið dreift á markaðnum. Í kjölfarið fór fram opinber innköllun á afurðum sem seldar voru á bændamarkaðnum. Þar sem Matvælastofnun var ekki kunnugt um hvernig staðið var að slátrun og vinnslu og hver hafði forgöngu um slátrunina, vinnsluna sem og dreifingu og markaðssetningu, þá óskaði stofnunin eftir því að lögreglan á Norðurlandi vestra tæki málið til rannsóknar og lyki málinu ef tilefni væri til.

Eftir rannsókn lögreglunnar tók lögreglustjóri Norðurlands vestra ákvörðun um að ákæra væri gefin út og hefur ákærði nú verið sýknaður af Héraðsdómi Norðurlands vestra.

Samkvæmt dómnum liggur fyrir að sláturdýrum, sem slátra á í því skyni að dreifa afurðum á markaði skuli slátra í löggiltu sláturhúsi og óumdeilt er að aðstaðan þar sem tíu lömbum var slátrað var ekki löggilt sláturhús. Í niðurstöðum dómsins segir að þau ákvæði sem ákært var fyrir taki eingöngu til slátrunar gripa en ekki til sölu og dreifingar sláturafurða. Þá segir að „sú háttsemi að selja og dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð.“

Taldi dómurinn því að skort hafi skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og hann því sýknaður.

Matvælastofnun mun taka málið upp við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið varðandi viðbrögð við niðurstöðu dómsins.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag