Vertu memm

Frétt

Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði lokar til frambúðar

Birting:

þann

Vitinn í Sandgerði

Vitinn í Sandgerði

Hjónin Stefán Sigurðsson og Brynhildur Kristjánsdóttir sem hafa rekið veitingastaðinn Vitann í Sandgerði í 38 ár hafa ákveðið að leggja niður starfsemi veitingahússins í núverandi mynd, en síðasti opnunardagur var 11. apríl 2020.  Hjónin stefna á að gera 3 litlar íbúðir í húsnæði Vitans.

„Við hófum starfsemina árið 1982 og þennan tíma höfum við reynt að mæta óskum viðskiptavina okkar að bestu getu. Þessi tími hefur verið bæði lærdómsríkur og skemmtilegur. Við þökkum öllum fyrir ánægjulegt samstarf og góð kynni þessi 38 ár.“

Segja þau Stefán og Brynhildur.

Stefán Sigurðsson matreiðslumeistari lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 1974. Stefán starfaði m.a. á veitingastöðunum Múlakaffi, Hótel Stykkishólmi, Valaskjálf og Varnaliðinu.

Fyrst til að bjóða upp á grjótkrabba á Íslandi

Vitinn bauð upp á fjölbreyttan matseðil þar sem lögð var áhersla á sjávarfang og á síðari árum höfðu hjónin skapað staðnum sérstöðu með eintsökum krabbamatseðli. Hráefnið var eins ferskt og völ var á, en krabbarnir ásamt skelfiski voru geymdir í sérstökum körum í bakgarði staðarins.

Hjónin létu bora 50 metra djúpa borholu fyrir utan veitingastaðinn og létu leiða úr henni sjó í kör í bakgarð veitingastaðarins.

Sjóborun við hliðina á Vitanum í Sandgerði

Vitinn

Sjóborun.
Boruð var 50 metra djúp borhola fyrir utan veitingastaðinn.

Í körunum var grjótkrabbi, trjónukrabbi, bogkrabbi, blá-, öðu-, kúfskeljar ofl.

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Krabbarnir ásamt skelfiski voru geymdir í sérstökum körum í bakgarði staðarins

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Kúfskel

Grjótkrabbi

Vitinn

Stefán Sigurðsson matreiðslumeistari Vitans

Til gamans má geta þess að Vitinn var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi að bjóða upp á grjótkrabba.

Vinsælast var að panta samsettan matseðil sem var skelfisksúpa, krabba og skelfiskréttir og eftirréttur.

Skelfisksúpan var löguð úr soði af grjótkrabba, trjónukrabba og bogakrabba, allt soðið niður í ca 15 klukkutíma með ýmsu öðru góðgæti og kryddi. Súpan var borin fram með hörpuskel, krækling, rækjum og þorskbitum. Með súpunni var borið fram heimabakað brauð m/ ólífum og papriku og hvítlaukssmjöri.

Krabba og skelfiskrétturinn var úrval af ferskum skelfisk og krabba, sem var grjótkrabbi, öðuskel, kræklingur, rækjur, beitukóng, humar og kúfskel og með brauði og tilheyrandi sósum.

Vitinn í Sandgerði – Sjávarréttarstaður | Veitingarýni

Feðgarnir Sigurður og Stefán á skelfiskveiðum

Aflinn klár

Sjávarréttastaður - Vitinn í Sandgerði

Viðtökurnar við krabbaveislunni voru framar vonum og var brjálað að gera á Vitanum fram að lokun staðarins.

Það hafa þegar um 5000 manns bókað hjá Vitanum næsta vetur | Vilja koma upp lendingarsvæði fyrir þyrlur

Veitingahúsið Vitinn

Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson.
Vitahjónin voru einstaklega dugleg að hugsa vel um staðinn.

Vitinn

Krabba og skelfiskrétturinn frægi

Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið