Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Veitingageirinn á Tumblr

Birting:

þann

Tumblr

Síðustu daga hefur Veitingageirinn.is verið að koma sér fyrir á Tumblr.  Áður en samfélagsmiðlar komu til sögunnar voru bloggsíður gríðarlega vinsælar, en Tumblr er blanda af hvoru tveggja.

Tumblr: veitingageirinn.tumblr.com

Hægt er að fylgjast með okkur á eftirfarandi samfélagsmiðlum:

Google+Plúsinn

Facebook

Twitter

Tumblr

Instagram

Youtube

Uppskriftavefurinn á facebook

Fylgist vel með okkur

Kær kveðja
Fréttamenn veitingageirans

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Ágúst Valves Jóhannesson

Costco býður upp á veitingastað, sælkerahorn og bakarí – Verða faglærðir veitingamenn að vinna hjá fyrirtækinu?

Birting:

þann

Verslunarrisinn Costco á Íslandi

Verslunarrisinn Costco ráðgerir að opna verslun sína í Kauptúni um mitt ár 2017.  Costco selur allt frá hjólbörðum, heimilistækjum til matvöru. Ásamt því að reka þar eldhús þar veitingastað þar sem í boði verða pylsur, nýbakaðar pítsur og ís.

Einnig kemur Costco til með að selja smáréttabakka með samlokum, sushi, sætindum ásamt öðru í svokölluðu sælkerahorni.  Bakarí verður starfrækt í versluninni þar sem allt verður bakað daglega. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort faglærðir veitingamenn komi til að vinna hjá fyrirtækinu.

Verslunarrisinn Costco á Íslandi

Reiknað er með að Costco skapi 180-200 störf í byrjun með möguleikum á vexti. Verslunin státar sig af því að hafa jafnvægi í skiptingu á aldri þar sem starfsmenn eiga möguleika á að eiga góðan feril hjá fyrirtækinu. Costco vill greiða starfsfólki sínu yfir lágmarkslaunum og bjóða upp á fríðindi meðfram launum.

Brett Vigelskas mun stýra versluninni en hann byrjaði hjá fyrirtækinu 1999 sem kerrustrákur meðfram námi en hann er útskrifaður lífeindafræðingur. Hann hefur unnið 11 mismunandi störf í sex mismunandi vöruhúsum.

Verslunarrisinn Costco á Íslandi

Costco mun sinna fyrirtækjum sem og einstaklingum en til að eiga möguleika á að versla þar þarf að borga aðildargjald upp á 4800 kr. fyrir einstaklinga og 3800 kr. fyrir fyrirtæki. Einnig er hægt að fá svokallað aukakort 2400 kr. og að hámarki sex aukakort fyrir hverja aðild. Verslunin býður fyrirtækjum upp á reikningsviðskipti.

Með fylgja myndir frá kynningafundi Costco sem fréttamaður veitingageirans tók.

 

Myndir: Ágúst Valve

Lesa meira

Ágúst Valves Jóhannesson

Apótek á lista með bestu veitingastöðum Norðurlanda

Birting:

þann

Apotek Restaurant

3. sæti
Apótek restaurant er númer þrjú á lista yfir þá veitingastaði sem bera fram fallegasta nordic mat sem borinn er fram á veitingastöðum á Norðurlöndunum.
Mynd: Apotek Restaurant

Apótek restaurant er númer þrjú á lista yfir þá veitingastaði sem bera fram fallegasta nordic mat sem borinn er fram á veitingastöðum á Norðurlöndunum.  Nágrannar sendiráðs Íslands og Færeyinga í Kaupmannahöfn, Noma, eru fyrstir á lista buzzfeed.com yfir þessa veitingastaði og Meyers spisehus í Lyngby er í því öðru en Danskir veitingastaðir eiga tíu veitingastaði af sautján á þessum lista.

Veitingastaðurinn Noma í Danmörku

Noma, eru fyrstir á lista buzzfeed.com en Danskir veitingastaðir eiga tíu veitingastaði af sautján á þessum lista.
Mynd: noma.dk

Apotek Restaurant

Apotek Restaurant teymið.
F.v. Daníel Cochran Jónsson, Theodór Dreki Árnasson, Axel Þorsteinsson, Carlos Horacio Gimenez og Hafsteinn Ólafsson.
Mynd: Apotek Restaurant

Það sem helst vekur athygli er að Íslenskur veitingastaður á sinn sess á þessum lista en það er Apótek sem er til húss í Austurstræti sem opnaði í byrjun árs og er í stjórn þeirra Carlos Gimenez og Theódórs ,,Dreka“ Árnasonar sem hafa með sér mikla fagmenn í eldhúsinu.

Á listanum eru margir af bestu veitingastöðum Norðurlanda en þar má nefna Geranium í Kaupmannahöfn, Maaemo í Osló og Rekae sem staðsettur er í Kaupmannahöfn.

Það er óalgengt að Íslenskir veitingastaðir séu teknir til greina á samskonar listum og er því greinilegt að það hefur náðst gríðarlegur árangur á Apótek Restaurant á þeim stutta tíma sem staðurinn hefur verið opinn.

 

Lesa meira

Ágúst Valves Jóhannesson

Heikki Liekola | Sjávargrillið | Veitingarýni | F&F

Birting:

þann

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Starfsfólk og gestakokkur Sjávargrillsins (efst uppi til hægri)

Það er ekki meira né minna en Matreiðslumaður ársins 2014 í Finnlandi sem eldaði á Food and fun hátíðinni á Sjávargrillinu þetta árið. Maðurinn heitir Heikki Liekola og lenti í öðru sæti í keppninni, en hann hefur starfað á þó nokkrum veitingastöðum bæði í Finnlandi og Svíþjóð og starfar hann núna sem yfirmatreiðslumaður á Olo í Helsinki.

Hann kveðst hafa haft ástríðu fyrir norrænni matreiðslu í tíu ár en segir að nú sé mögulega komið að Mexíkó og Suður Ameríku að leiða nýja tísku í matreiðslu. Það var mikil tilhlökkun að koma og smakka matinn hjá þessum mikla meistara og því góða starfsfólki á Sjávargrillinu.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Food & Fun 2015 kokteill – Sjávargrillið

Ferskur og bragðgóður kokteill.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Lystauki.
Rófa með piparrótarfroðu og rúgbrauði.

Bragðgott.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Forréttur:
Leturhumar, hvít rifsber og fennika

Humarinn létt grillaður og hvíta rifsberja sósan vel súr. Allt á hreinu.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Milliréttur:
Rófa með reyktu eggi og kjúklingaseyði

Það fór lítið fyrir reykbragðinu, kjúklingaseyðið tært og vel kryddað.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Aðalréttur:
Grillaður lambahryggvöðvi, lambatunga og steinselju bankabygg

Allt fullkomlega eldað og bankabyggið var algjört nammi. Besti réttur matseðilsins.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Eftirréttur:
Skyr með hafþyrnisberja karamellu og lakkrís múslí

Fyndin og skemmtileg framsetning. Skyrið var afgerandi en sorbetinn kom með sýru á móti.

Maturinn stóðst allar væntingar, fullt af pælingum og skemmtilegur matur. Heikki kom með flesta rétti fram, sósaði, hellti soði og útskýrði alla rétti nákvæmlega. Mjög fagleg nálgun og skemmtileg. Upplifun. Takk fyrir matinn.

 

/Ágúst Valves Jóhannesson

twitter og instagram icon

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag