Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Veitingageirasnappið í för með besta kokki í heimi

Birting:

þann

Bjarni Gunnar Kristinsson og Georg Arnar Halldórsson á ferðalagi á Ítalíu júlí 2016

Georg Arnar Halldórsson, Massimo Bottura og Bjarni Gunnar Kristinsson

Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpu og Georg Arnar Halldórsson yfirmatreiðslumaður Kolabrautarinnar eru nú á ferðalagi á Ítalíu ásamt mökum í sannkallaðri sælkeraferð.  Þau fara á meðal annars á hátíð á Ítalíu þar sem margir af fremstu matreiðslumeisturum heims sýna listir sínar og bjóða upp á rétti frá sínum veitingastöðum.

Bjarni Gunnar Kristinsson og Georg Arnar Halldórsson á ferðalagi á Ítalíu júlí 2016

15 kíló af Omnomm súkkulaði til Ítalíu

Bjarni Gunnar Kristinsson og Georg Arnar Halldórsson á ferðalagi á Ítalíu júlí 2016

Einkabílstjórinn Massimo Bottura

Georg og Bjarni verða fulltrúar Íslands á hátíðinni og verða þeir með tvo Íslenska rétti í boði:

  • Plokkfisk í nýjum búning sem þróaður var fyrir matarþingið í Hörpu nú á dögunum.
  • Súkkulaði Omnom eftirétt að hætti Kolabrautarinnar með rauðrófusafa, hindberjum og ýmsu góðgæti.

Sjá einnig: Flottir og framandi réttir úr íslensku hráefni

„Við förum út á vegum Leifs Kolbeinssonar og félaga sem eru með mikla tengingu við Ítalíu eftir öll sín ár á La primavera og í Hörpu með Kolabrautina sem hefur tekið Íslensk hráefni með innblástur og hefðir Ítalíu og Miðjarðarhafsins“,

sagði Bjarni Gunnar Kristinsson í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um ferðalagið þeirra.

Bjarni Gunnar Kristinsson og Georg Arnar Halldórsson á ferðalagi á Ítalíu júlí 2016

Fiskur með DHL fyrir plokkfiskinn

Á Snapchat-i veitingageirans má sjá einkabílstjórann þeirra í byrjun ferðalagsins, en það er enginn annar en meistarinn sjálfur, Massimo Bottura eigandi Osteria Francescana besta veitingastaðar í heimi.  Ekki amalegt það!

Bjarni Gunnar Kristinsson og Georg Arnar Halldórsson á ferðalagi á Ítalíu júlí 2016

Georg Arnar Halldórsson og Bjarni Gunnar Kristinsson

Fylgist vel

Fylgist vel með á snapchat: veitingageirinn, en þeir Bjarni og Georg verða með snappið næstu daga.

Myndir: skjáskot úr snappi veitingageirans

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið