Vertu memm

Frétt

Varað við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði

Birting:

þann

Kjúklingur- Pisa

Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt, er þessi kjúklingur hættulaus fyrir neytendur.

Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi (heilum kjúklingi, bringum, lundum og bitum) frá Reykjagarði með rekjanleikanúmerunum 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði í fjórða sinn á einu ári

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
  • Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
  • Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco

Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessum rekjanleikanúmerum geta skilað þeim til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs hf. að Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Mynd: úr safni

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið