Vertu memm

Frétt

Vanmerktir ofmæmisvaldar í falafel

Birting:

þann

Alibaba falafel vefja

Matvælastofnun varar við neyslu á  Alibaba falafel-vefju vegan vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda (hveiti og sesamfræ) sem Shams ehf. framleiðir. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, Garðarbæjar og  Kópavogs innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.

Innköllunin nær til allra framleiðslulotur og best fyrir dagsetningar.

Vörumerki: Alibaba

Vöruheiti: Falafel vefja – vegan

Framleiðandi: Shams ehf.

Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur / dagsetningar

Dreifing: Nettó Borgarnes, Búðakór, Granda, Grindavík, Hafnarfirði, Höfn, Hrísalundi, Húsavík, Ísafirði, Krossmóa, Lágmúla, Mjódd, Nóatúni, Selfossi, Sunnukrika, Iceland Engihjalla, Kjörbúðin Blönduósi, Dalvík, Ólafsfirði, Neskaupstað, Sandgerði, Bolungarvík, Hellu, Grundarfirði, Þórshöfn, Siglufirði, Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði, Skagaströnd, Krambúðin Skólavörðustíg, Firði, Búðardal, Flúðum, Borgartúni, Hjarðarhaga og Samkaup Strax Suðurveri.

Neytendur sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi  eða óþol fyrir hveiti eða sesam geta skilað henni. Varan er skaðlaus fyrir þá sem eru ekki með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti eða sesam. Nánari upplýsingar hjá fyrirtækinu Shams í síma 8684616 eða á netfanginu [email protected]

Mynd: aðsend / mast.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Listería í taðreyktum silungi

Birting:

þann

Taðreyktur silungur

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur pökkunardagsetningum af taðreyktum silungi frá Geitey vegna listeríu (Listeria monocytogenes). Við innra eftirlit fyrirtækisins greindist listería og hefur fyrirtækið innkallað vöruna, í samráði við Matvælastofnun.

Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með pökkunardagsetningu 06.09.21 og 07.09.21:

Vöruheiti: Taðreyktur silungur
Framleiðandi: Geitey ehf
Nettóþyngd: Breytileg
Pökkunardagsetning: 06.09.21 og 07.09.21
Geymsluskilyrði: Kælivara við 0-4°C
Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Nettó verslanir, Krambúð Húsavík, Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup, Lamb-Inn, Melabúðin, Fjarðarkaup og Kolaportið.

Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi.

Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila vörunni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun.

Mynd: Mast.is

Lesa meira

Frétt

Þetta eru Michelin veitingastaðirnir á Norðurlöndunum

Birting:

þann

MICHELIN Nordic Countries 2021

Nú í vikunni tilkynnti Michelin hvaða veitingastaðir á Norðurlöndunum hrepptu stjörnuna frægu.  Verðlaunaafhendingin fór fram í Helsinki í Finnlandi við hátíðlega athöfn.

Dill restaurant fékk Michelinstjörnu annað árið í röð, en Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir í samtali við visir.is vera mikill heiður að staðnum hafi verið veitt Michelinstjarna annað árið í röð.

Gunnar Karl Gíslason

Michelin-stjörnukokkurinn okkar Íslendinga, Gunnar Karl Gíslason á Dill

Dill var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlaut Michelinstjörnu. Það var árið 2017 en staðurinn missti svo stjörnuna árið 2019. Þá sneri Gunnar Karl aftur úr útlegð í New York og einsetti sér að endurheimta stjörnuna. Það tókst í fyrra og nú heldur Dill stjörnunni eftirsóttu.

„Þetta er ótrúlega sætt eftir þetta erfiða ár sem allir eru búnir að fara í gegnum. Ekki bara fyrir mig, þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla í veitingageiranum með allskonar lögum, reglum og takmörkunum,“

segir Gunnar í skemmtilegu viðtali við mb.is.

Aðrir staðir á Íslandi sem fá sérstaka einkunn frá Michelin, þ.e. fyrir andrúmsloft, þægindi staðarins og matinn, en þeir eru Matur og Drykkur, Moss, ÓX og Sümac.

Michelin veitingastaðir á öllum Norðurlöndunum 2021

Svona lítur Michelin listinn út á öllum Norðurlöndunum 2021, þeir veitingastaðir sem eru með eina til þrjár stjörnur:

NOREGUR:

Ein stjarna:

Kontrast, Oslo
Omakase by Vladimir Pak, Oslo
Statholdergaarden, Oslo
Sabi Omakase, Oslo
Bare, Bergen
Under, Lindesnes
Credo, Trondheim
Fagn, Trondheim
Speilsalen, Trondheim

Tvær stjörnur:

Re-Naa, Stavanger

Þrjár stjörnur:

Maaemo, Oslo (veitingastaðurinn fær aftur þrjár stjörnurnar sem hann hafði áður en þeir fluttu til Bjørvika)

SVÍÞJÓÐ:

Ein stjarna:

Aira, Stockholm NY
Project, Gøteborg NY
Äng, Tvååker NY
Hotell Borgholm, Borgholm NY
PM og vänner
Agrikultur, Stockholm
Sushi Sho, Stockholm
Eksted, Stockholm
Operkällaren, Stockholm
Etoille, Stockholm
Bhoga, Gøteborg
28+, Gøteborg
Koka, Gøteborg
SK Mat og människor, Gøteborg

Tvær stjörnur:

Oaxen Krog, Stockholm
Gastrologik, Stockholm
Aloé, Stockholm
Vollmers, Malmø

Þrjár stjörnur:

Frantzen

DANMÖRK:

Ein stjarna:

The Samuel, København NY
Substans, Aarhus NY
Lyst, Vejle NY
Syttende, Sønderborg NY
Ti trin ned, Fredericia
Dragsholm Slot Gourmet, Hørve
Me-Mu, Vejle
Lyst, Vejle
Kadeau Bornholm, Bornholm
Essens, Prestø
Gastromé, Aarhus
Fredrikshøj, Aarhus
Domestic, Aarhus
Søllerød Kro, Københanvn
Formel B, Københanvn
Alouette, Københanvn
Marchal, Københanvn
Kokkeriet, Københanvn
Kiin Kiin, Københanvn

Tvær stjörnur:

Kong Hans Kælder, København NY
AOC, København
Jordnær, København
Alchemist, København
Kadeau, København
Henne Kirkeby, Henne

Þrjár stjörnur:

Noma, København (fékk eina stjörnu og þar með í fyrsta sinn sem að þessi heimsfrægi veitingastaður hlýtur þrjár stjörnu)
Geranium, København

FINNLAND:

Ein stjarna:

Finnjävel Salonki, Helsinki NY
Inaari, Helsinki
Olo, Helsinki
Palace, Helsinki
Grön, Helsinki
Ora, Helsinki
Demo, Helsinki

FÆREYJAR

Tvær stjörnur

Koks, Leinavatn

ÍSLAND:

Ein stjarna:

Dill, Reykjavik

Verðlaunaafhendinguna er hægt að horfa á í heild sinni í meðfylgjandi myndbandi:

Fleiri Michelin fréttir hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Frétt

Endurskoðun á eftirlitskerfi með matvælum, mengunarvörnum og hollustuháttum

Birting:

þann

eldhús

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafa undanfarið haft til skoðunar  eftirlitskerfi hins opinbera með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum. Eftirlitið er í dag bæði í höndum ríkisstofnana og heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á tíu heilbrigðiseftirlitssvæðum, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðs Íslands.

Samkvæmt stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar hefur verið lögð áhersla á að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings og að stjórnsýsla sé skilvirk og réttlát. Með það fyrir augum óskuðu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir því að endurskoðunarfyrirtækið KPMG myndi greina framkvæmd hins opinbera eftirlits. Niðurstaða greiningarinnar er sú að endurskoða þurfi núverandi eftirlitskerfi, m.a. þar sem ósamræmis gæti í framkvæmd opinbers eftirlits og skráningum eftirlitsaðila, auk þess sem 39% munur sé á hæsta og lægsta tímagjaldi heilbrigðisnefnda.

Greiningarvinna þessi var sett af stað m.a. í kjölfar ábendinga um að sá fjöldi stjórnvalda sem fer með eftirlitið hafi leitt til þess að kröfum í eftirlitinu sé misjafnlega framfylgt og að gjaldskrár eftirlitsaðila séu mismunandi.

Ráðherrarnir kynntu málið á fundi ríkisstjórnar í gær þar sem fram kom að fyrirhugað sé að vinna tillögur að breytingum á núverandi eftirlitskerfi.

Við vinnuna verður litið til skýrslu KPMG og athugasemda sem við hana bárust. Haft verður samráð við haghafa, þ. á m. Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið