Vertu memm

Kristinn Frímann Jakobsson

Vandræði innan veitingageirans

Birting:

þann

AkureyriVeitingageirinn sker sig frá annarri atvinnustarfsemi á Norðurlandi hvað varðar vandamál og brot á launþegum, segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju.  Sem dæmi hafa atvinnurekendur reynt að láta ungmenni í sumarstörfum vinna frítt til prufu, nokkrar ábendingar um slíkt hafa komið upp í sumar, að því er fram kemur á akureyri.net.

Ég vil ekki segja hvort þetta séu stærri eða minni fyrirtæki, en það er víða sem atvinnurekendur í veitingageiranum reyna að koma sér hjá því að borga fólki laun. Þess vegna stöndum við þessa dagana fyrir sérstakri kynningu á réttindum launafólks

, segir Björn.

Formaður Einingar-Iðju telur að of mikil ævintýramennska einkenni a.m.k. hluta ferðaþjónustunnar hér á landi. Atvinnurekendur undirbúi ekki hlutina sem skyldi þegar þeir ákveði að stofna ný fyrirtæki.

Það er ábyrgð að hafa fólk í vinnu, oft er það ekki vegna ásetnings sem hlutir eru ekki í lagi heldur er kunnáttuleysi um að kenna. Þetta er kapphlaup um kúnnana og mér finnst of auðvelt að stofna fyrirtæki og fara út í bissness. Sérstaklega gleymist að horfa til réttinda starfsmanna, það er of algengt að menn telji það sem dæmi aukaatriði að standa skil á launum.

Björn segist þó hafa tilfinningu fyrir því að svartar greiðslur séu heldur á útleið í ferðaþjónustunni sem sé fagnaðefni. Enda séu vandamálin mörg þar sem fólk í svartri vinnu hafi staðið uppi slyppt og snautt eftir áföll.

Við vitum nokkur dæmi um þetta og þess vegna er mikilvægt að fólk sé meðvitað um mikilvægi þess að greiða skatta og skyldur.

Björn segir að fjöldi vandamála í ferðaþjónustu sé mun meiri en nemi umfangi greinarinnar, það er fjölda allra starfa.

Mér finnst þeir hjá Ríkisskattstjóra hálfsofandi, þeir þyrftu meira fjármagn til að sinna auknu eftirliti. Miðað við ávinninginn sem er í boði að uppræta svartar greiðslur, finnst mér sem hvatinn fyrir auknu eftirliti ætti að vera fyrir hendi.

 

Mynd: úr safni

Greint frá á akureyri.net

/Kristinn

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Click to comment

Frétt

VMA vill bjóða upp á 2. bekk matreiðslunáms á vorönn 2018 – Opið fyrir umsóknir

Birting:

þann

Verkmenntaskólinn á Akureyri

Frá verklegu prófi í Verkmenntaskólanum á Akureyri í matreiðslu 8. desember 2016

Á næstu önn – vorönn 2018 – stefnir Verkmenntaskólinn á Akureyri að því að bjóða upp á 2. bekk í matreiðslu, ef nægilega margir nemendur skrá sig í námið. Opið er fyrir umsóknir núna í nóvember á vefsvæðinu menntagátt.is og þarf umsókn að fylgja skannað afrit af staðfestum námssamningi frá Iðunni fræðslusetri.

Fyrir ári síðan, á haustönn 2016, var í fyrsta skipti kenndur 2. bekkur í matreiðslu á matvælabraut VMA. Þetta voru mikil og merk tímamót fyrir fullmenntun matreiðslumanna á Norðurlandi því fram að því gátu nemendur aðeins lokið grunnnámi sínu í VMA og þurftu að fara suður yfir heiðar og taka 2. og 3. bekk námsins þar. Nú er sem sagt komið að því í annað skipti að bjóða upp á þetta nám og er þess vænst að í framhaldinu verði mögulegt að bjóða einnig upp á 3. bekk námsins, sem er undanfari þess að nemendur geti gengist undir sveinspróf í matreiðsluiðn.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð hversu mikilvægt það er að geta fullmenntað matreiðslumenn í VMA. Eins og annars staðar á landinu er veitingageirinn í sókn á Norðurlandi, sem helst í hendur við vaxandi straum erlendra ferðamanna inn á svæðið. Aukin spurn er því eftir fagmenntuðu fólki í matreiðslu og einnig framreiðslu.

Sjá einnig: Kokkanám í VMA lagt niður vegna lélegra aðsóknar

Til þess að unnt verði að fara af stað með 2. bekk í matreiðslu í janúar nk. þarf 10-12 nemendur og væntir Marína Sigurgeirsdóttir, kennari og brautarstjóri matvælabrautar VMA, þess að fyrirtæki í hótel- og veitingageiranum á Norðurlandi geri starfsmönnum sínum kleift sem vilji nýta sér þetta tækifæri til að afla sér frekari þekkingar í átt að fullgildum fagréttindum. Marína er vongóð um að unnt verði að bjóða upp á þetta nám á vorönn og segir að þar fari saman hagsmunir atvinnugreinarinnar á svæðinu og skólans. En til þess að af þessu námi geti orðið þurfa nemendur að grípa gæsina og sækja um námið í þessum mánuði.

Eins og að framan greinir var í fyrsta skipti boðið upp á slíkt nám í VMA á haustönn 2016. Hér má sjá myndir sem voru teknar þegar nemendur gengust undir verklegt próf í matreiðslu 8. desember 2016.

Greint frá á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri

Mynd: vma.is

Lesa meira

Frétt

KEA kaupir Norðurlyst og sameinar við Prís

Birting:

þann

Logo KEAKEA hefur keypt allt hlutafé í Lostæti-Norðurlyst ehf. en það er dótturfélag Lostætis Akureyrar ehf. sem er í eigu hjónanna Valmundar Árnasonar matreiðslumeistara og Ingibjargar Ringsted viðskiptafræðings. Lostæti-Norðurlyst er eitt öflugasta veitingaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sem m.a. rekur veitinga- og veisluþjónustu auk fjölda mötuneyta í skólum og fyrirtækjum á Akureyri og nágrenni. Lostæti Akureyri ehf. mun áfram sem hingað til reka veitingaþjónustu og handverksbakarí á Austurlandi.

Samhliða þessum kaupum hefur KEA náð samkomulagi við eigendur Prís ehf. um sameiningu félaganna og mun KEA eiga 40% eignarhlut í sameinuðu félagi.

Prís rekur veitingaþjónustu, veitingastað í Hrísalundi á Akureyri sem og Kaffi Torg á Glerártorgi á Akureyri og er í eigu hjónanna Regínu Gunnarsdóttur og Rúnars Sigursteinssonar. Áætluð sameiginleg velta félaganna er rúmlega 500 milljónir króna og hjá þeim vinna alls um 60 manns í um 40 stöðugildum. Framkvæmdastjóri sameinaðs félags verður Regína Margrét Gunnarsdóttir.

Markmiðið er að efla félagið og stækka það enn frekar bæði með innri og ytri vexti.

Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA, segir að um áhugaverða fjárfestingu sé að ræða. Lostæti-Norðurlyst og Prís hafa byggt upp öfluga þjónustu og gott orðspor í veitingaþjónustu sinni, að því er fram kemur á heimasíðu Kea. Sameinað félag þjónustar fjölmarga bæjarbúa á degi hverjum og hefur fjölmarga möguleika til vaxtar í framtíðinni.

Lesa meira

Kristinn Frímann Jakobsson

Lemon opnar á Akureyri í vor

Birting:

þann

Lemon á Íslandi

Veitingastaðurinn Lemon mun opna á Akureyri í vor. Það eru þau Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir sem standa á bakvið opnun staðarins.

Það var Kaffið.is sem greindi frá.  Staðurinn mun opna við Glerárgötu og er stefnt að opnun í maí.

Mynd: facebook / Lemon á Íslandi

 

Lesa meira
  • Viceman kynnir nýjan liðsmann 29.03.2020
    Hjörvar Óli Sigurðsson hefur gengið til liðs við Viceman og mun sjá um bjór skrif inná síðunni. Taka skal fram að skrifin munu að engu leyti raska aðal starfi Hjörvars á Brewdog Reykjavík og munu fastagestir staðarins áfram getað notið nærveru Hjörvars þar. Hjörvar er eini Cicerone á Íslandi. Um er að ræða viðurkennda gráðu […]
  • Ivan Svanur Corvace 29.03.2020
    Ivan Svanur | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Það er óhætt að segja að Ivan sé einn allra vinalegasti barþjónn landsins. Hann hefur ekki langt að sækja það því hann er hálfur Ítali og þeir gjarnan þekktir fyrir mikla gestrisni.  Ivan hefur verið fyrirferða mikill barþjónn í barsenu Íslands á undanförnum árum. Hefur hann […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag