Vertu memm

Keppni

Úrslit – Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð

Birting:

þann

Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð - Kornax

Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð sem fram fór á vegum Kornax á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll um helgina, heppnaðist með afbrigðum vel.

Þátttakendur voru bakaranemar á fyrsta ári sem sýndu mikinn metnað og varð útkoman alveg hreint glæsileg. Veitt voru verðlaun fyrir besta brauðið, besta vínarbrauðið, besta blautdeigið og fyrir flest heildarstig.

Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð - Kornax

Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð - Kornax

Eftirfarandi nemar báru sigur úr bítum að þessu sinni:

Sigurvegari keppninnar með flest heildarstig var Ari Hermannsson nemi hjá Brauð og Co, en hann vann einnig verðlaunin Besta vínarbrauðið.

Verðlaun fyrir besta blautdeigið hlaut Ásdís Ögmundsdóttir nemi hjá Almari bakara.

Verðlaun fyrir besta brauðið hlaut Elenora Rós Georgesdóttir nemi hjá Bláa Lóninu.

Við hjá Kornax óskum nemunum innilega til hamingju með þennan flotta árangur og hlökkum til að vinna með þeim í framtíðinni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið