Vertu memm

Keppni

Úrslit í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019

Birting:

þann

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019

Frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Dagana 14. til 16. mars fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardagshöllinni, þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér hinar ýmsu iðngreinar.  Á sýningunni voru hátt í 70 kynningarbásar og keppt var í 28 iðn- og verkgreinum.

Úrslit í Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019 í veitingageiranum:

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019 - Bakarar

Úrslit í bakaraiðn.
1. sæti – Aðalheiður Dögg Reynisdóttir.
2. sæti – Viktor Ingason.
3. sæti – Eyþór Andrason.
Mynd: Verkiðn

Bakaraiðn
1. sæti – Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, Bláa lónið
2. sæti – Viktor Ingason, IKEA
3. sæti – Eyþór Andrason, Bakarameistarinn

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019 - Framreiðsla

Úrslit í framreiðslu.
1. sæti – Óliver Goði Dýrfjörð.
2. sæti – Fanney Rún Ágústsdóttir.
3. sæti – Jóhannes Páll Sigurðsson.
Mynd: Verkiðn

Framreiðsla
1. sæti – Óliver Goði Dýrfjörð, VOX Hilton
2. sæti – Fanney Rún Ágústsdóttir, Bláa Lónið
3. sæti – Jóhannes Páll Sigurðsson, Fiskfélagið

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019 - Kjötiðn

Úrslit í kjötiðn.
1. sæti – Dominik Henryk Przybyla.
2. sæti – Sævar Jóhannesson.
3. sæti – Alex Tristan Gunnþórsson.
Mynd: Verkiðn

Kjötiðn
1. sæti – Dominik Henryk Przybyla, Esju/gæðafæði
2. sæti – Sævar Jóhannesson, Kjarnafæði
3. sæti – Alex Tristan Gunnþórsson, Kjöthúsið

Íslandsmót iðn- og verkgreina 2019 - Matreiðsla

Úrslit í matreiðslu.
1. sæti – Sindri Guðbrandur Sigurðsson.
2. sæti – Sigþór Daði Kristinsson.
3. sæti – Guðmundur Jónsson.
Mynd: Verkiðn

Matreiðsla
1. sæti – Sindri Guðbrandur Sigurðsson, ION hótel
2. sæti – Sigþór Daði Kristinsson, Hótel Saga
3. sæti – Guðmundur Jónsson, Moss Bláa lóninu

Myndir frá sýningunni og keppnunum eru væntanlegar.

Keppni

Klúbbur matreiðslumeistara kynnir Kokkalandsliðið 2021-2022

Birting:

þann

Kokkalandsliðið 2021-2022

Kokkalandsliðið 2021-2022

Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur Kokkalandsliðið hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í næsta heimsmeistaramóti í matreiðslu. Fremstu matreiðslumenn heims munu þyrpast til Lúxemborg í nóvember 2022 þar sem mótið verður haldið. Hópur sem valin hefur verið samanstendur af reynsluboltum í keppnismatreiðslu og öflugum nýliðum öll með mikinn metnað til að ná langt í faginu.

Ari Þór Gunnarsson er þjálfari liðsins, hann hefur mikla keppnis og þjálfunar reynslu, hann hefur keppt í Kokkur ársins og var meðlimur í Kokkalandsliðinu sem keppti á Heimsmeistaramótinu 2014 og 2018. Ari var aðstoðarþjálfari fyrir Norrænu nemakeppnina 2011 og 2012 en var svo aðalþjálfari 2013 og 2014 með góðum árangri.

Ari Þór Gunnarsson er þjálfari Kokkalandsliðsins

Ari Þór Gunnarsson er þjálfari Kokkalandsliðsins

„Hópurinn er öflugur og verkefnið er spennandi, í krefjandi keppni eins og heimsmeistaramóti er mörg atriði sem hafa áhrif á lokaniðurstöðuna. Það er verkefni mitt og hópsins að einbeitta okkur að því að vera með allt uppá 10.“

sagði Ari þegar hann var spurður hvernig verkefnið legðist í hann. Hópurinn hefur þegar hafið æfingar og mun æfa stíft næstu 18 mánuði.

Ísak Aron Jóhannsson

Ísak Aron Jóhannsson

„Það keppa fyrir Íslands hönd með Íslenskt hágæðahráefni í forgrunni er ótrúlega spennandi og hlítur að vera draumur hvers matreiðslumanns.“

Segir Ísak Aron landsliðsmaður en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann æfir fyrir stórmót því hann var meðlimur í Kokkalandsliðinu sem náði þriðja sætinu á Ólympíuleikunum í Stuttgart í febrúar á síðasta ári.

Kokkalandsliðið 2021-2022

Kokkalandsliðið 2021-2022

Hópurinn samanstendur af þessu níu matreiðslumönnum.

Aron Gísli Helgason Rub 23 Akureyri

Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður Bocuse d´or

Garðar Aron Guðbrandsson Mötuneyti Símans

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir Fjallkonan

Ísak Aron Jóhannsson Lux veitingar og Sælkerabúðin

Ísak Darri Þorsteinsson Lux veitingar og Sælkerabúðin

Jakob Zarioh Baldvinsson Sumac

Sindri Guðbrandur Sigurðsson Héðinn Kitchen & Bar

Sveinn Steinsson Mötuneyti Efla verkfræðistofa

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson

„Það verður spennandi að fylgjast með þessum hóp næstu mánuðina.  Það að fylgjast með metnaðarfullum matreiðslumönnum vinna með Íslenskt hráefni og þróa rétti sem eiga möguleika á stóra sviði keppnismatreiðslunnar væri ekki hægt nema fyrir velvilja styrktaraðila okkar“

segir Þórir Erlingsson Forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

Kokkalandsliðið heldur úti síðum á samfélagsmiðlum sem og heimasíðu. Á Instagram er það @icelandicculinaryteam á Facebook er það Kokkalandsliðið og heimasíðan er www.kokkalandslidid.is

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Keppni

Patrick Hansen sigraði í Finlandia Vetrarkokteillinn með drykkinn „Finish it“ – Myndir

Birting:

þann

Finlandia Vetrarkokteillinn 2021

Patrick Hansen frá Public House

Úrslitin um Finlandia Vetrarkokteillinn fór fram um helgina og var hörð keppni milli þeirra 8 barþjóna sem komust í úrslit með kokteila sína.

Hafði dómnefndinn gaman af því að smakka drykki keppenda enda óhætt að segja að allir skoruðu hátt og var erfitt val dómara að velja hvern þessara kokteila myndi sigra keppnina:

Drykkurinn “After Eight” eftir Ivan Svan Corvasce frá Snaps
Drykkurinn “Alcyone’s cherry” eftir Costa frá Apótek Kitchen/bar
Drykkurinn “Beet it“ eftir Jakob Eggertsson frá Jungle bar
Drykkurinn “Bláberg” eftir Jakob Arnarson frá Bastard
Drykkurinn “Espelette” eftir Fannar Loga Jónsson frá Sushi Social
Drykkurinn “Finish it” eftir Patrick Hansen frá Public House
Drykkurinn “Poomkin Patch” eftir Víkingur Thorsteinsson frá Jungle bar
Drykkurinn “Revenge is a radish, best served cold” eftir Hrafnkell Gissurarson frá Apótek Kitchen/bar

En í lokinn réðu stiginn og sigurvegarinn var valin, Patrick Hansen frá Public House tók sigurinn með drykk sinn „Finish it“.

Finlandia Vetrarkokteillinn 2021

Verðlaunadrykkurinn Finish it

Uppskriftin af sigurdrykknum

45 ml finlandia vodka
25 ml butterscotch líkjör
30 ml rjómi
25 ml sítrónu líkjör
15 ml ferskur sítrónusafi

Hristist saman.  Toppaður með hvítri súkkulaðis yuzu froðu og skreytt með sítrónubörk.

Innlend dómnefnd sem samanstóð af Jóhann Birgi sigurvegara síðustu Finlandia barþjónakeppni, Steingerði Sonju frá Fréttablaðinu, Jón Hauki frá Mekka vínheildsölu, Tótu og Bruno frá Barþjónaklúbbi Íslands. Friðbjörn Pálsson vörumerkjastjóri Finlandia sá um framkvæmd og hélt utan um stiginn fyrir dómara.

Finlandia Vetrarkokteillinn 2021

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Lesa meira

Keppni

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021 – Myndir

Birting:

þann

Vínþjónn ársins 2021 - Anna Rodyukova, Guðmundur Jónsson, Manuel Schembri, Ólíver Goði Dýrfjörð, Peter Hansen, Styrmir Bjarki Smárason

Keppendur

Nú er nýlokin keppnin um Vínþjónn ársins 2021, sem má nú líka kalla Íslandsmeistaramót Vínþjóna sem fram fór á Brass Kitchen & Bar.

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri er Vínþjónn ársins 2021

Manuel Schembri stóð uppi sem sigurvegari eftir langan og stembinn dag þar sem keppendur glímdu við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttvíni og staðfestingu á sterk víni ásamt umhellingu, kampavíns serveringu, matar og vínpörun, leiðréttingu vínlista og svo munnlegu blindsmakki af léttu og sterku, öll keppnin fór fram á ensku.

Peter Hansen lenti í öðru sæti og Anna Rodyukova í því þriðja.

Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI, ásamt að keppa fyrir Ísland á evrópumóti vínþjóna á Kýpur í nóvember.

Keppendur voru:

  • Anna Rodyukova
  • Guðmundur Jónsson
  • Manuel Schembri
  • Ólíver Goði Dýrfjörð
  • Peter Hansen
  • Styrmir Bjarki Smárason

Dómarar voru:

  • Alba E. H. Hough
  • Ástþór Sigurvinsson
  • Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Vínþjónasamtökin óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn og Brass Kitchen & bar kærlega fyrir að lána sér aðstöðu og frábæra þjónustu, takk Palli og Lillian.

Ertu búin/n að skrá þig í Vínþjónasamtökin?

Nýir meðlimir geta skráð sig í Vínþjónasamtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu í tölvupóst á [email protected]

Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-

Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu hér.

Fleiri fréttir um keppnina hér.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið