Vertu memm

Keppni

Úrslit í EuroSkills

Birting:

þann

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Jón Þór Einarsson rafvirki, Finnur Ingi Harrýsson málmiðnaðarmaður, Þórey,Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður, Þröstur Kárason trésmiður, Haraldur Örn Arnarson prentsmiður og Ásbjörn Eðvaldsson rafeindavirki.
Facebook mynd: Skills Iceland / Verkiðn

Dagana 26. – 28. september 2018 fór fram EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi, sem lauk í gærkvöldi þar sem úrslitin voru kynnt með glæsilegri hátíð.

Frá Íslandi kepptu átta keppendur þau Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður, Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Þröstur Kárason trésmiður, Haraldur Örn Arnarson prentsmiður og Ásbjörn Eðvaldsson rafeindavirki. Jón Þór Einarsson rafvirki, Finnur Ingi Harrýsson málmiðnaðarmaður. Þau eru sveinar og nemar í sínum fögum.

Auk þeirra voru átta íslenskir dómarar með í för sem dæmdu í keppninni. Einnig var haldin ráðstefna um menntamál í iðngreinum til framtíðar í tengslum við Euroskills þar sem farið var yfir hvernig iðngreinar þróast, fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og fleira.

Verkiðn – Skills Iceland er aðili að EuroSkills og hefur verið þátttakandi á vettvangi samtakanna og systursamtakanna WorldSkills frá árinu 2007. Í ár er fjöldi þátttakenda sá mesti sem farið hefur á EuroSkills.

Matvælagreinar komust ekki á verðlaunapall, en rafeindavirkinn Ásbjörn Eðvaldsson hreppti silfurverðlaunin.

Úrslit urðu á þessa leið í matvælagreinum:

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður.
Mynd: Matvis.is

Framreiðslu:
1. sæti: Carlos Carmona – Spánn
2. sæti: Monika Pöllabauer – Austurríki
3. sæti: Anna Meletc – Rússland

Sigurður Borgar stóð sig alveg gríðarlega vel, en endaði í 15. sæti af 19 keppendum.  Þó svo Ísland hafi ekki komist á pall, þá er Sigurður Borgar frábær fagmaður og landi og þjóð til mikils sóma.

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður.
Mynd: Matvis.is

Matreiðslu:
1. sæti: Viktor Thulin – Svíþjóð
2. sæti: Michael Ploner – Austurríki
3. sæti: Kaisla Heimala – Finnland

Kristinn Gísli lauk keppni í 10. sæti af 23 keppendum og það sem meira var að hann vann sér inn Medallion for Excellence sem er vitnisburður um afburðarfærni.

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakari.
Mynd: Matvis.is

Bakstur:
1. sæti: Lina Andersson – Svíþjóð
2. sæti: Lasse Nørup Bentsen – Danmörk
3. sæti: Julia Rumetshofer – Austurríki

Átta keppendur voru í bakarakeppninni og Þórey Lovísa endaði í 6. sæti og var örfáum punktum frá því að vinna sér inn viðurkenninguna Medallion for Excellence.

Vídeó

Svipmyndir frá þriðja keppnisdegi á EuroSkills 2018

EuroSkills 2018 er lokið með glæsilegum árangri íslensku keppendanna. Hér koma svipmyndir frá þriðja og síðasta keppnisdegi á EuroSkills 2018. Áfram Ísland!

Posted by Skills Iceland / Verkiðn on Sunday, 30 September 2018

Heilt yfir, þó að verðlaunagripirnir í matvælagreinum hafi ekki verið teknir heim, þá er það engum blöðum um það að flétta að framtíðin er gríðarlega björt í okkar greinum. Enda er þessi hópur af fagmönnum eitthvað sem við getum verið virkilega montin af.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Nú fer hver að verða síðastur – Besta myndin (moment) verður valin á morgun 15. nóvember 2020

Birting:

þann

Sjálfsmynd - Selfie

English below!

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir skemmtilegri keppni sem er einfalt að taka þátt í.

Keppnisfyrirkomulagið er að taktu mynd af þér gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt með Fernet Branca, settu á Instagram með töggunum:

#myfernetmoment2020 og @bartendericeland og þú ert orðin þátttakandi í keppninni.

Það má setja inn fleiri en eina mynd.

Besta myndin (moment) verður valin þann 15. nóvember 2020 af sérhæfðri Fernet Branca dómnefnd af bæði íslenskum og erlendum uppruna með Nicola Oliana Global Brand Ambassador sem yfirdómara.

Veglegir vinningar fyrir fyrstu þrjú sætin.

Aðalvinningur er 3 lítra Fernet Branca flaska, ferðavinningur innanlands fyrir 2 ásamt fleiru.

Nánari upplýsingar fást í gegnum [email protected]

English

„Capture the Moment“ competition

Well, Ladies and Gentlemen! The first cocktail competition of the year will be a little different than usual. „Capture the Moment“ is all about you and Fernet Branca!

How bright can you shine on a capture?

Create an amazing photo with you and Fernet branca, post on Instagram, tag it with: #myfernetmoment2020 and @bartendericeland and you’re in! The competition will be judged by both Icelandic and Foreign member.

Head judge is Nicola Oliana Global Fernet Branca Ambassador! Great prices for the first 3 places! Winner will be announced 15.11.2020!

Mynd: úr safni

Lesa meira

Keppni

Þessi eru tilnefnd til Bartender Choice Awards

Birting:

þann

bartender-choice-awards

Norðurlandakeppnin Bartender Choice Awards er haldin í ellefta sinn í ár. Hér er um að ræða hlutlausa bransakeppni og var Ísland þátttakandi í fyrsta sinn í fyrra.

Fjölbreytt og stór dómnefnd tilnefna í hverju landi fyrir sig. Úrslitin verða síðan kynnt 6. desember næstkomandi.

Þessi eru tilnefnd til Bartender Choice Awards 2020:

Bestu barþjónarnir

 • Bjartur Daly
 • Jónas Heiðarr Guðnason, Jungle
 • Jónmundur Þorsteinsson, Jungle

Bestu kokteilbarnir

 • Jungle Cocktail Bar, Reykjavík
 • Skál, Reykjavík
 • Veður, Reykjavík

Bestu kokteilseðlarnir

 • Jungle
 • Mat Bar
 • Skál

Bestu framþróunaraðilar bransans

 • Friðbjörn Pálsson
 • Hlynur Björnsson Maple
 • Ivan Svanur Corvasce

Bestu kokteilarnir

 • Block Rockin Beets, Jungle Cocktail Bar
 • Dillagin, Apótek
 • Pangea, Vikingur Thorsteinsson

Úrslit 2019

Eins og fram hefur komið þá tók Ísland í fyrsta sinn þátt í fyrra og úrslit voru þá:

Besti kokteilbarinn

 1. Slippbarinn

Besti nýi kokteilbarinn

 1. Fjallkonan

Besti kokteilseðillinn

 1. Slippbarinn

Besta upplifun

 1. Veður

Besti barþjónninn

 1. Jónas Heiðarr Guðnason

Besti framþróunaraðili bransans

 1. Siggi Sigurðsson

Besti veitingastaðurinn

 1. Mat Bar

Val fólksins

 1. Apótek

Besti kokteillinn

 1. Dillagin, Apótek

 

Lesa meira

Bocuse d´Or

Ísland í 4. sæti í Evrópukeppni Bocuse d’Or 2020 – Ísland með besta fiskréttinn

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari, Gabríel Kristinn Bjarnason aðstoðarmaður, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson Bocuse d´Or keppandi og Sturla Birgisson dómari.

Evrópukeppni Bocuse d´Or var haldin í Tallinn Eistlandi í gær og í dag 15. og 16. október 2020. Alls kepptu 18 lið og einungis 10 lönd sem komust áfram.

Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bocuse d´Or og lenti í 4. sæti, en úrslitakeppnin verður haldin í Lyon í Frakklandi í júní 2021.

Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir hönd Íslands. Aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon.

Úrslitin í Evrópukeppni Bocuse d´Or 2020:

1. sæti – Noregur – 1993 stig

2. sæti – Danmörk – 1962 stig

3. sæti – Svíþjóð – 1960 stig

4. sæti – Ísland – 1905 stig

5. sæti – Finnland – 1902 stig

6. sæti – Frakkland – 1851 stig

7. sæti – Eistland – 1843 stig

8. sæti – Sviss – 1803 stig

9. sæti – Ungverjaland – 1777 stig

10. sæti – Ítalía – 1679 stig

Besti aðstoðarmaðurinn – Anni PERÄKYLÄ

Besti fiskrétturinn – Ísland

Besti kjötrétturinn – Frakkland

Fréttin verður uppfærð

Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

 

Mynd: aðsend

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag