Vertu memm

Keppni

Úrslit í EuroSkills

Birting:

þann

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Jón Þór Einarsson rafvirki, Finnur Ingi Harrýsson málmiðnaðarmaður, Þórey,Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður, Þröstur Kárason trésmiður, Haraldur Örn Arnarson prentsmiður og Ásbjörn Eðvaldsson rafeindavirki.
Facebook mynd: Skills Iceland / Verkiðn

Dagana 26. – 28. september 2018 fór fram EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi, sem lauk í gærkvöldi þar sem úrslitin voru kynnt með glæsilegri hátíð.

Frá Íslandi kepptu átta keppendur þau Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður, Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Þröstur Kárason trésmiður, Haraldur Örn Arnarson prentsmiður og Ásbjörn Eðvaldsson rafeindavirki. Jón Þór Einarsson rafvirki, Finnur Ingi Harrýsson málmiðnaðarmaður. Þau eru sveinar og nemar í sínum fögum.

Auk þeirra voru átta íslenskir dómarar með í för sem dæmdu í keppninni. Einnig var haldin ráðstefna um menntamál í iðngreinum til framtíðar í tengslum við Euroskills þar sem farið var yfir hvernig iðngreinar þróast, fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og fleira.

Verkiðn – Skills Iceland er aðili að EuroSkills og hefur verið þátttakandi á vettvangi samtakanna og systursamtakanna WorldSkills frá árinu 2007. Í ár er fjöldi þátttakenda sá mesti sem farið hefur á EuroSkills.

Matvælagreinar komust ekki á verðlaunapall, en rafeindavirkinn Ásbjörn Eðvaldsson hreppti silfurverðlaunin.

Úrslit urðu á þessa leið í matvælagreinum:

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður.
Mynd: Matvis.is

Framreiðslu:
1. sæti: Carlos Carmona – Spánn
2. sæti: Monika Pöllabauer – Austurríki
3. sæti: Anna Meletc – Rússland

Sigurður Borgar stóð sig alveg gríðarlega vel, en endaði í 15. sæti af 19 keppendum.  Þó svo Ísland hafi ekki komist á pall, þá er Sigurður Borgar frábær fagmaður og landi og þjóð til mikils sóma.

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður.
Mynd: Matvis.is

Matreiðslu:
1. sæti: Viktor Thulin – Svíþjóð
2. sæti: Michael Ploner – Austurríki
3. sæti: Kaisla Heimala – Finnland

Kristinn Gísli lauk keppni í 10. sæti af 23 keppendum og það sem meira var að hann vann sér inn Medallion for Excellence sem er vitnisburður um afburðarfærni.

EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi - Dagana 26. – 28. september 2018

Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakari.
Mynd: Matvis.is

Bakstur:
1. sæti: Lina Andersson – Svíþjóð
2. sæti: Lasse Nørup Bentsen – Danmörk
3. sæti: Julia Rumetshofer – Austurríki

Átta keppendur voru í bakarakeppninni og Þórey Lovísa endaði í 6. sæti og var örfáum punktum frá því að vinna sér inn viðurkenninguna Medallion for Excellence.

Vídeó

Svipmyndir frá þriðja keppnisdegi á EuroSkills 2018

EuroSkills 2018 er lokið með glæsilegum árangri íslensku keppendanna. Hér koma svipmyndir frá þriðja og síðasta keppnisdegi á EuroSkills 2018. Áfram Ísland!

Posted by Skills Iceland / Verkiðn on Sunday, 30 September 2018

Heilt yfir, þó að verðlaunagripirnir í matvælagreinum hafi ekki verið teknir heim, þá er það engum blöðum um það að flétta að framtíðin er gríðarlega björt í okkar greinum. Enda er þessi hópur af fagmönnum eitthvað sem við getum verið virkilega montin af.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni

Birting:

þann

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.

Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.

„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“

segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.

Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.

Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.

Lesa meira

Bocuse d´Or

Sigurður Laufdal: „Við hlökkum til Bocuse d´Or 2020“ – Vídeó

Birting:

þann

Bocuse d’Or 2020 - Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Forkeppni Bocuse d’Or 2020 fer fram dagana 15. til 16. október í Tallinn Eistlandi í höllinni Saku Suurhall. Matreiðslumenn frá 19 Evrópulöndum taka þátt í keppninni og 11 efstu keppendurnir komast í Bocuse d´Or 2021 sem haldin verður í Lyon í Frakklandi.

Það er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu sem keppir fyrir hönd Íslands í forkeppninni.

Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmenn eru Gabríel Kristinn Bjarnason og Sigþór Kristinsson.

Þau lönd sem keppa eru:

Land Kandítat
Spain Albert Boronat
Netherlands Marco van der Wijngaard
Turkey Serhat Eliçora
Iceland Sigurður Laufdal
Estonia Artur Kazaritski
Denmark Ronni Vexøe Mortensen
Sweden Sebastian Gibrand
Georgia Erik Sarkisian
Poland Jakub Kasprzak
Belgium Lode  De Roover
Latvia Dinārs Zvidriņš
Croatia Jurica Obrol
Hungary István Veres
Finland Mikko Kaukonen
France Davy Tissot
Switzerland Alessandro Mordasini
Italy Alessandro Bergamo
Russia Viktor Beley
Norway Christian Andre Pettersen

Vídeó

Nýtt myndband af Íslenska liðinu hefur verið birt á facebook síðu Bocuse d’Or sem sjá má hér að neðan:

/ Team portrait N°12 🇮🇸 / Will the forces of nature carry Chef Sigurður Laufdal and his Commis Gabríel Bjarnason to victory 🏆 for Iceland?

Posted by Bocuse d'Or on Thursday, July 30, 2020

Sjá fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Silli kokkur sigraði í Besti Götubitinn 2020 – Kjósið um Götubita fólksins hér

Birting:

þann

Götubitahátíð Íslands

Frá Götubitahátíð Íslands

Úrslit er nú kunn úr keppninni „Besti Götubiti Íslands“ í samstarfi við European Street Food Awards og eru þau eftirfarandi:

Besti Götubitinn 2020 – Sillikokkur.is

Besti smábitinn – Vængjavagninn

Besti grænmetisrétturinn – MOSI – streetfood

Besta framsetning – Sillikokkur.is

Sigvaldi Jóhannesson, matreiðslumaður eða Silli kokkur eins hann er gjarnan kallaður

Kosning um Götubita fólksins

Götubiti fólksins verður svo tilkynnt á morgun sunnudaginn 19. júlí, en hægt er að kjósa um hann hér.

Formleg afhending verðlauna verða afhent á morgun, sunnudaginn 19. júlí, kl 17.00 á Miðbakkanum.

Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18 – 19 júlí

Við hvetjum alla að kíkja á Götubitahátíð Íslands sem haldin er á Miðbakkanum í Reykjavík nú um helgina.

20 matarvagnar, bjór og bubblur á svæðinu, leiktæki fyrir börnin og plötusnúðar! Opið frá klukkan 13.00-18.00, kannski lengur ef veður og stemming leyfir.

Sjá einnig:

Silli kokkur með nýjan matarvagn

Myndir: aðsendar

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag