Vertu memm

Pistlar

Uppruni pylsunnar

Birting:

þann

Pulsa - Pylsa - Pylsubrauð

Pylsugerð er ein elsta vinnsluaðferð matvæla sem vitað er um og var meðal annars nefnd í Odyssey kviðu Homers á 9. áratugnum f.k. En líklega má rekja ættir pylsunnar allt til 1500 f. krist til Babyloníu. En á upphafsárum Rómönsk-Kaþólsku kirkjunnar bannaði hún pylsuát og sagði það vera synd.

Frankfurt-am-Main í Þýskalandi er viðurkenndur sem upphafsstaður „Frankfurtersins“. Þessi viðurkenning er þó gagnrýnd af þeim sem halda því fram að hin vinsæla pylsa – betur þekkt sem „dachshund“ eða „little-dog“ pylsa – hafi verið fundin upp á seinni hluta 17. aldar af Johann Georghehner, kjötiðnaðarmanni í Coburg, Þýskalandi. Samkvæmt þessu ferðaðist Georghehner seinna til Frankfurt til að kynna vöru sína.

Árið 1987 var haldið upp á 500 ára afmæli pylsunnar í Frankfurt. Sagt er að „Frankfurterinn“ hafi verið fundinn upp þar árið 1487, fimm árum áður en Christopher Columbus sigldi til nýja heimsins. Samt benda Vínarbúar í Austurríki á orðið „wiener“, til að sanna að þar sé upphafsstaður pylsunnar.

Það hefur þó komið í ljós að pylsan frá Norður Ameríku er uppruninn af velþekktri Evrópskri pylsu, sem kjötiðnaðarmenn frá ýmsum þjóðum fluttu þangað.

Einnig er deilt um hver hafi fyrst boðið upp á „daschund“ pylsu í brauði. Ein skýrsla segir að þýskur innflytjandi hafi selt þær, ásamt mjólkurbollum og súrkáli, í vagni í Bowery hverfinu í New York um 1860. Árið 1871 opnaði Charles Feltman, þýskur kjötiðnaðarmaður, fyrsta pylsu-básinn á Coney Island og seldi þar 3,684 „daschund“ pylsur í mjólkurbollum á fyrsta árinu.

Árið 1893 er mikilvæg dagsetning í sögu pylsunnar. Þetta ár í Chicago flutti Colombian Exposition (sýningin) með sér fjölda gesta sem átu pylsur frá pylsusölum í miklum mæli. Fólk kunni vel við þennan mat sem einfalt og þægilegt var að borða, og var ekki dýr.

Sama ár festi pylsan sig í sessi á baseball leikvöngum. Frumkvæðið að þessari hefð átti kráareigandi í St. Louis, Chris Von de Ahe, sem átti einnig St. Louis Browns baseball liðið.

Pylsa í brauði eins og við þekkjum í dag var líklega fyrst kynnt til sögunnar meðan á St. Louis „Louisiana Purchase Exposition“ stóð árið 1904 af sælkera frá Bavaríu, Anton Feuchtwanger. Hann lánaði viðskiptavinum sínum hvíta hanska til þess að geta haldið á sjóðheitum pylsum. Hanskarnir skiluðu sér yfirleitt ekki og birgðir fóru að minnka. Sagt er að hann hafi beðið mág sinn, sem var bakari, um aðstoð. Bakarinn bjó til langt mjúkt brauð sem passaði vel við kjötið, og varð þannig til pylsubrauðið.

Heitið „hot dog“ kom fyrst fram árið 1901 á New York póló vellinum. Einn kaldan apríldag, tapaði sælkerinn Harry Stevens (fyrirtæki hans er enn starfandi) miklum peningum við ís- og mjólkurhristingssölu. Hann sendi sölumenn sína til að kaupa upp allt það magn af „dachshund“ pylsum sem þeir gátu fundið, og jafnmikið magn af brauðum. Eftir tæpan klukkutíma vöru sölumenn hans byrjaðir að selja sjóðheitar pylsur úr heitum vatnstanknum með slagorðunum „Þær eru sjóðheitar! Fáið ykkur Dachshund pylsu meðan þær eru enn heitar!“. Í íþróttabásnum, var skopteiknarinnTad Dorgan kominn á skiladag og orðinn örvæntingafullur eftir hugmynd. Hann heyrði í sölumönnunum og í flýti, teiknaði hann mynd af geltandi daschshund pylsu dúðaðri í brauði. Hann var ekki alveg viss um hvernig skrifa ætti Daschshund þannig að hann skrifaði einfaldlega „hot dog“. Teikningin sló í gegn – og heitið „hot-dog“ varð til.

Pistill: Sláturfélag Suðurlands.

Mynd: úr safni

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið