Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Úlfar Finnbjörnsson býður upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð

Birting:

þann

Úlfar Finnbjörnsson

Úlfar Finnbjörnsson

Að tilefni af Veganúar mun veitingastaðurinn Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík bjóða upp á stórglæsilegt vegan hlaðborð í hádeginu og á kvöldin, dagana 20.-26. janúar 2020.

Úlfar Finnbjörnsson hefur yfirumsjón með hlaðborðinu en hann býr yfir vegan réttum sem svo sannarlega kítla bragðlaukana.

Eftir hlaðborðsvikuna mun staðurinn hefja nýtt ár með veglegum vegan matseðli sem verður í boði allt árið samhliða sígilda brasserie seðlinum.

5.900 kr.- Kvöldverðarhlaðborð
2.900 kr.- Hádegisverðarhlaðborð

Hér er brot af þeim réttum sem verða í boði á hlaðborðinu:

Karrýkokossúpa með kóríander og lime
Grænmetis- og baunabollur með tómatcuminsósu
Rauðrófu Wellington með villisveppavinaigrette
OUMPH! með portóbello, kúrbít, byggi, sesamsósu, bökuðu blómkáli og brokkolí
Volg eplakaka með kanilís
Vegan pavlova með blönduðum berjum

Athugið að einnig verður í boði minni útgáfa af brasserie matseðlinum á meðan vegan hlaðborðinu stendur.

Grand Brasserie

Grand Brasserie

Grand Brasserie

Grand Brasserie

Myndir: aðsenda

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið