Vertu memm

Markaðurinn

Tvær Michter´s uppskriftir

Birting:

þann

Vatnsmelónu kokteill

Vatnsmelónu kokteillinn

Michter´s viskíhúsið sem staðsett er í Kentucky í Bandaríkjunum er eitt af mest vaxandi vörumerkjum í heimi.  Pam Heilmann er „Master Distiller“ hjá Michter´s en hún er ein af þeim allra bestu í bransanum í Bandaríkjunum.  Fyrir rúmlega tveimur árum síðan undirritaði Michter´s samstarfssamning við Rolf Johansen & co, sem býður nú upp á 5 tegundir af þessu gæðavískí .

Nú nýverið fékk tímaritið Drinks International fagmenn út um allan heim til að velja „The world most admired whiskies 2021“.

Þetta sögðu fagmennirnir um Michter´s viskíið:

Michter´s viskí

Michter´s viskíið varð í 4. sæti af 100 á þeim lista, en heildarlistann má sjá hér (Stærð: 8.5 mb).

Með fylgja tvær Michter´s kokteilauppskriftir:

Fyrri er melónukokteill sem er ekki alltof algengur:

Melónukokteill

4,5 cl Michter’s US*1 (Amerískt viskí)
6 cl sítrónasafi
1 cl vatnsmelónusafi

Hristið allt varlega saman og skellið í hentugt glas ásamt klaka og skreytið með fallega skorinni melónu og voila.

Hina uppskriftina þekkja margir vel:

The Mint Julep

2cl Michter’s US*1 Bourbon

slatti af klaka

1 teskeið sykur síróp

handfylli af mintulaufum

skreytt með mintugreinum

Hrista, hellt í fallegt glas og njóta.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið