Vertu memm

Frétt

Tjöruhúsið var innsiglað vegna vanskila á staðgreiðslu launa

Birting:

þann

Tjöruhúsið á Ísafirði

Tjöruhúsið á Ísafirði

Ástæðan fyrir því að veitingastaðnum Tjöruhúsið á Ísafirði var lokað og innsiglað um helgina var vegna þess að dregist hafði að skila staðgreiðslu launa vegna júlí mánaðar sem voru á gjalddaga 15. ágúst s.l.

Þetta sagði Magnús Hauksson, framkvæmdastjóri Tjöruhússins á Ísafirði í samtali við vestfirska vefinn bb.is.

Og bætir við að virðisaukaskatturinn er í skilum og var langt í frá því að að vera sáttur við lokunina:

„Skatturinn setti ítarlegar kröfur um kassakerfi í sumar sem við höfum uppfyllt. Ég var norður í Grunnavík um helgina og ekki við á föstudaginn þegar lokað var. Það var líka lokað seint á föstudegi út af smávægilegu sem var svo kippt í liðinn næsta mánudag.“

Tjöruhúsið á Ísafirði

Tjöruhúsið er fiskiveitingastaður og er staðsett í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Sjá einnig:

Tjöruhúsið lokað og innsiglað

Uppfært 8. september 2020

Vegna fréttaflutnings um Tjöruhúsið á Ísafirði

Myndir: facebook / Tjöruhúsið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið