Vertu memm

Uppskriftir

Þykkingar á súpum og sósum

Birting:

þann

Súpur - Blaðlaukssúpa

Rouille til að þykkja súpur
1 papríka
1 bökuð kartefla
1 eggja rauða
1 tsk tómat purre
200 ml ólifuolía
salt og pipar

Aðferð:
Paprikan er brennd og húð hreinsuð, kjötið er tekið úr kartöflunni og allt er púrrað í matvinnsluvél og olían sett í mjórri bunu í enda súpu gerðarinnar.

A’ioli sósa til að þykkja súpur
1 bökuð kartafla
2-3 hvítlaks rif
2 eggjarauður
150 ml ólafiuolía
salt og cayennw pipar

Þykkingar á súpum og sósum

Brún Roux:
ATH( ef súpur sem eiga að standa í hitaborði, þá er of lítið af hveiti, bætið við) í hvern lítra að soði eru notuð 125 gr af feitmeti og 100 gr af hveiti.
Hveitinu og fitunni er blandað saman og bakað í ofni ca: 1 klst við 140-150’c þar til það er gullbrúnt.
Notað í brúnar sósur og spánska sósu, gott er að nota fituna af viðkomandi soði.

Ljós Roux
Í hvern lítra af soði er notað ca: 125 gr af feitmeti og 100 gr af hveiti.
Hveitið er blandað við hænsnafitu.  Fita og hveiti er bakað við 110-120 °c í 1 klst þar til það verður ljóst og froðukennt.
Notað til þykkingar á Velouté súpum og sósum.

Ljós Roux
í hvern lítra af mjólk eða soði er notað 100 g af smjöri á móti 100 g af hveiti. Hveitið er blandað við brætt smjörið og bakað við vægan hita í nokkrar mínútur þar til hveiti bragðir er að mest horfið

Beurre manié
Í hvern lítra af vökva er notað 125 gr af smjöri og 50 gr af hveiti.
Smjörið er þeytt hvítt, hveitið sett út í og þeytt þar til það verður hvítt og loftkennt. Gott til þykkinga rétt fyrir framreiðslu, ATH ekki er hægt að láta sósuna standa.

Þykking með köldu smjöri
Þá er soðið eða rjóma og hvítvíni soðið vel niður og köldu smjöri hrært rólega saman við.  ATH. ekki er gott að láta sósuna sjóða eftir að smjörið er komið saman við.

Aðrar þykkingar aðferðir:
Tapiokagrjón – kartöflu mjöl – sagogrjón – majisínamjöl – snowflake – grænmetis og ávxtamauk – kartöflur – fræ – þurrkaðar baunir – ýmis grjón – og linsu baunir.

Fróðleiks molar:

  • Bindeigileikar þykkingar efna minnka við mikla suðu kjör hita stig er 80-110 °c.
  • Gott er að setja mjólk í velouté súpu eftir þykkingu.
  • Kartöflu mjöl verður hlaupkennt, ljót áferð og getur orðið seigt.
  • Dijon sinnep skal setja í sósur rétt fyrir framreiðslu því suðu getur það súrnað.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Uppskriftir

Súkkulaðikaka með berja coulis – Passar í einn millidjúpan Gastróbakka

Birting:

þann

Klassísk uppskrift fyrir stóreldhús

Passar í einn millidjúpan Gastróbakka. Helmingið uppskriftina til að baka í heimilisskúffu.

Lúxus-skúffukaka

Það má segja að þessi kaka sé svona lúxus-skúffukaka.

500 gr ósaltað smjör
10 egg
300 gr sykur
100 gr púðusykur
8 tsk lyftiduft
6 tsk vanillusykur
6 dl hveiti
4 dl kakó
300 gr dökkt, rifið súkkulaði

1 kg frosin blönduð ber
500 gr flórsykur

Blandið saman berjunum við flórsykurinn og látið standa við stofuhita í 3-4 klst. Framreiðið með kökunni.

Bræðið smjörið rólega. Þeytið saman egg, vanillusykur, púðusykur og sykur í 10 mínútur. Hrærið smjörið rólega saman við eggjablönduna.

Sigtið hveiti, kakó og lyfiduft og blandið rólega saman við deigið ásamt helming af súkkulaði með sleif eða sleikju. Hellið helming deigsins í gastróbakkann (Smjörpappír undir).

Stráið seinni helmings súkkulaðis jafnt yfir og hellið síðan rest af deiginu þar yfir. Hitið ofninn í 180 gráður í 5 mínútur og lækkið síðan í ofninum í 150 gráður og setjið kökuna í ofninn.

Bakið á miðlungs viftuhraða í 35 mínútur. Kælið og framreiðið.

Þessa köku má líka baka daginn áður.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Grilluð kjúklingalæri í beikoni

Birting:

þann

Grilluð kjúklingalæri

Einnig er gott að grilla einungis kjúklingalærin og sleppa beikoni

Fyrir 3
6 kjúklingalæri
6 sneiðar beikon

Grillsósa
2 dl tómatsósa
1/2 dl hunang
2 msk. olía
2 tsk. karrý
1 msk. worcestershire-sósa
1 tsk. paprikuduft
2 tsk. sítrónusafi
1/2 tsk. salt
nýmalaður pipar

Aðferð:
Blandið saman öllu sem á að fara í sósuna og hrærið vel. Vefjið beikonsneið yfir hvert kjúklingalæri og festið með tannstöngli.

Penslið með sósunni og leggið á heitt grill. Grillið í 30 mínútur á meðalhita og snúið nokkrum sinnum meðan á steikingu stendur yfir (passið að brenna ekki kjötið).

Lesa meira

Uppskriftir

Kremað kartöflusalat

Birting:

þann

Kartöflusalat

Innihald:

680 gr. kartöflur (um 6 meðal stórar kartöflur), flysjaðar

1 1/2 bolli af mayonnaise

1 msk hvítvínsedik

1 msk. gult sætt sinnep

1 tsk salt

1/4 tsk. pipar

1 bolli af söxuðu sellerí

1/2 bolli saxaður laukur

4 stk harðsoðin egg (söxuð)

Paprikuduft (má sleppa)

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar þar til að þær eru tilbúnar (ca. 25 til 30 mín). Skerið kartöflurnar í teninga.

Blandið saman við mayonnaise, edik, sinnepi, salt og pipar í skál.

Setjið kartöflurnar, sellerí og laukinn saman við í skálina og hrærið og að lokum setjið eggin í og hrærið. Stráið paprikudufti yfir salatið. Geymið í ísskáp í ca. 4 klst.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag