Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þrír nýir staðir opna

Birting:

þann

Forsetinn

Forsetinn á Laugavegi 51

Útgerðin – bar

Barinn Útgerðin var opnaður á Akranesi í vikunni. Hann er til húsa við Stillholt 16-18, þar sem Svarti Pétur var áður til húsa.

Búið er að taka húsnæðið allt í gegn og setja upp nýjar innréttingar og stækka staðinn.

„Þetta á að vera vettvangur skemmtunar fyrir alla Skagamenn,“

segir Eva Maren Guðmundsdóttir er rekstrarstjóri Útgerðarinnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um staðinn í Skessuhorni vikunnar.

Forsetinn opnar á Laugavegi 51

Forsetinn er nýr café-bistro staður sem opnaði nú í vikunni við Laugaveg 51. Til að byrja með verður einungis drykkir í boði, þar sem lögð er áhersla á íslenska framleiðslu.

Einn af eigendum er Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata.

Dóri DNA opnar vínbar

Mikki refur, nafn sem getur bakað vöfflur á laugardögum á undan barnasýningum í Þjóðleikhúsinu en um leið fengið eldri gesti inn í smá púka á kvöldin eftir sýningar.

Sú er hugsunin á bak við nafnið á nýjum vínbar og kaffihúsi sem Dóri DNA er að opna í ágúst, einmitt í húsinu á móti Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu 18, þannig að það er ekki langt að fara þegar fólk á erindi á borð við ofangreind, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um staðinn hér.

Mynd: facebook / Forsetinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Lesa meira
Auglýsingapláss

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Götubitinn – Reykjavík Street Food opnar „pop up“ veitingastað í haust

Birting:

þann

Götubitinn – Reykjavík Street Food - Logo

Götubitinn – Reykjavík Street Food mun opna sinn fyrsta „pop up“ veitingastað í haust.

Veitingastaðurinn verður staðsettur á Klapparstíg 30 þar sem Skelfiskmarkaðurinn var áður til húsa. Þar muna koma fram 2-3 mismunandi söluaðilar hverju sinni og taka yfir eldhúsið og kynna nýjungar í matargerð í anda götubita (street food).

Í fréttatilkynningu segir að hugmyndin er að alltaf verður eitthvað nýtt og spennandi í hverri viku.

Húsnæðinu verður lítið breytt enda allt til alls og er hugmyndin að búa til fínni útgáfu af götubita stemmingu án þess þó að tapa sjarmanum sem götubiti hefur uppá að bjóða. Einnig verður starfræktur pop up bar og verða allskyns viðburðir í gangi samhliða.

Til að byrja með verður aðeins opið frá fimmtudögum til laugardaga. Að auki þá mun Reykjavik Street Food halda reglulega viðburði í Hjartagarðinum og reyna endurlífga þetta annars skemmtilega svæði í samstarfi við aðra rekstraraðila á svæðinu.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu „pop up“ ævintýri eða vilja nánari upplýsingar geta haft samband í tölvupósti – [email protected]

Þetta er einstakt tækifæri fyrir matsöluaðila sem vilja prófa ný „concept“ eða vilja prófa sig áfram í spennandi matargerð áður en farið er í miklar fjárfestingar sem fylgja því að opna sinn eigin veitingarstað.

Þeir aðilar sem hafa staðfest þátttöku í þessu verkefni nú þegar eru Silli Kokkur og Vængjavagninn (Just Wingin It)

Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020

Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020

Vængjavagninn hafnaði í öðru sæti í keppninni Besti götubitinn 2020

Vængjavagninn hafnaði í öðru sæti í keppninni Besti götubitinn 2020

Þess má geta að Silli Kokkur sigraði í keppninni um Besta götubitann 2020 og hafnaði Vængjavagninn í öðru sæti.

Sjá einnig:

Silli kokkur sigraði í Besti Götubitinn 2020 – Kjósið um Götubita fólksins hér

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Himalayan Spice opnar nýjan veitingastað

Birting:

þann

Himalayan Spice - Reykjavík

Einn vinsælasti réttur Nepals, kjöt- eða grænmetis-koddar með fyllingu, vafðir inn í deig. Eru annað hvort gufusoðnir eða steiktir á pönnu. Fyllingin af kjöti, fersku grænmeti og kryddi verður gómsæt þar sem hún er elduð í bragðgóðu soði. Borið fram með Himalayan Chutney.

Himalayan Spice opnar nýjan veitingastað á næstunni sem staðsettur verður við Geirsgötu 3 í Reykjavík.

Himalayan Spice - Reykjavík

Himalayan Spice er Nepalskur veitingastaður að Laugavegi 60A

Himalayan Spice er Nepalskur veitingastaður að Laugavegi 60A.  Í Nepal býr þjóð sem samanstendur af 26 mismunandi þjóðernishópum og er nepölsk matargerð fjölbreytt eftir því.

Himalayan Spice - Reykjavík

Himalayan Spice opnar hér á næstunni, við Geirsgötu 3 Reykjavík

Á nýja staðnum verða nýir réttir á matseðlinum að auki vinsælustu réttunum á Laugavegi 60A.  Matseðillinn á Himalayan Spice við Laugaveg 60A er fjölbreyttur eins og sjá má hér.

Myndir: facebook / Himalayan Spice Iceland

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr íslenskur veitingastaður opnar í bænum Torrevieja á Spáni

Birting:

þann

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan – SkyBar er nýr íslenskur veitingastaður í bænum Torrevieja á Spáni.  Eigendur eru kærustuparið Bjarni Haukur Magnússon og Laufey Eva Stefánsdóttir, en þau hafa undanfarin ár verið búsett á Spáni þar sem Bjarni hefur m.a. starfað við sölu fasteigna.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Séð yfir SkyBar

„Ég hef verið hér með hléum í átta ár og unnið við fasteignasölu og í ferðaþjónustu. Ég fann að sama skapi að það var kominn tími til að breyta um vettvang og gera eitthvað nýtt. Laufey var til í að koma með mér í þetta og planið var að opna talsvert minni stað. Eftir að við fundum svo þessa staðsetningu breyttust plönin og þetta gerðist allt mjög hratt,“

segir Bjarni í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Panorama mynd af útsýninu frá SkyBarnum.
Íbúar í Torrevieja eru tæplega 100 þúsund en yfir sumartímann margfaldast sú tala.

Smiðjan – SkyBar tekur 180 manns í sæti og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig er boðið upp á beinar útsendingar með íslensku tali á öllum þeim viðburðum er vekja áhuga Íslendinga.

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Blandaður bakki – andavindill, piri piri kjúklingavængir og reyktir sveppir

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Grillaðir Piri piri kjúklingavængir með amarillosósu, borið fram með spicy hrásalati

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

160 gr. nautahamborgari með cheddarosti, grilluðu chorizo, tómötum, pikkluðum lauk, káli og hamborgarasósu Smiðjunnar. Borinn fram með frönskum kartöflum

Matseðill

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Smiðjan - SkyBar í bænum Torrevieja á Spáni

Staðsetning

Myndir: facebook / Smiðjan – SkyBar

Lesa meira
  • Ásgeir Már Björnsson 28.07.2020
    Ásgeir Már Björnsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Ásgeir eða Ási eins og hann er kallaður er án efa einn af áhrifamestu barþjónum seinni tíma á Íslandi. Það muna sennilega margir eftir því þegar Slippbarinn opnaði og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi.  Vissulega höfðu kokteilar verið gerðir hér svo […]
  • Sævar Helgi Örnólfsson 15.07.2020
    Sævar Helgi Örnólfsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Sævar Helgi er einn af mest áberandi barþjónum á Íslandi. Um er að ræða þrefaldan sigurvegara þema keppninnar á Reykjavik Cocktail Weekend sem er magnað afrek enn að auki hefur hann fleiri verðlaun úr öðrum keppnum í farteskinu. Hann kemur úr barþjóna smiðju Sushi Social […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag