Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Þriðji bekkur matreiðslu í fyrsta skipti í haust í VMA

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Á næstu önn, haustönn 2018, mun VMA í fyrsta skipti bjóða upp á nám í 3. bekk í matreiðslu, sem er lokaönn matreiðslunáms. Þetta eru merk tímamót hjá skólanum og um leið merk tímamót í menntun matreiðslumanna hér á landi því fram að þessu hefur síðasti bekkur matreiðslunámsins eingöngu verið í boði sunnan heiða, að því er fram kemur á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri vma.is.

VMA hefur lengi boðið upp á grunndeild matvæla- og ferðagreina, þar sem nemendur læra grunnatriði í bæði matreiðslu og framreiðslu. Námið er tvær annir. Þeir nemendur sem velja að fara í matreiðslu taka 2. bekk matreiðslu, sem skiptist í verklegt og bóklegt nám. Boðið var upp á slíkt nám í VMA á haustönn 2016 og aftur núna á vorönn.

Sjá einnig: Myndir og vídeó frá æfingu í matreiðslu í VMA

Hins vegar hefur fram að þessu ekki verið unnt að bjóða upp á 3. bekk matreiðslunámsins í VMA fyrr en á komandi haustönn.

Marína Sigurgeirsdóttir, brautarstjóri matvælabrautar VMA, segist fagna því mjög að VMA geti nú boðið upp á að fullnema matreiðslumenn.

„Veitingafyrirtæki hér á svæðinu hafa lengi kallað eftir því að fullnema matreiðslumenn í VMA og því er þetta ekki síður ánægjulegt fyrir veitingageirann. Það hefur verið vöntun á menntuðu fólki í matreiðslu og því er afar mikilvægt að geta nú loksins stigið þetta skref,“

segir Marína og bætir við að veitingageirinn á svæðinu hafi ávallt stutt vel við nám á matvælabraut VMA sem beri að þakka alveg sérstaklega.

Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri - 10. apríl 2018

Miðað er við 10-12 nemendur í 3. bekk matreiðslu í VMA í haust. Til þess að komast í námið þurfa nemendur að vera komnir vel á veg á sínum námssamningum. Á vma.is segir að gert er ráð fyrir að nemendur fari í sveinspróf í matreiðslu í lok námstímans í 3. bekk. Vert er að undirstrika að námið, sem er annars vegar 9 einingar í bóklegum faggreinum og hins vegar 7 einingar í verklegum greinum, er opið nemendum af öllu landinu.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námið á vefsvæðinu menntagatt.is – merkt MA9 – og þurfa allar umsóknir að fara í gegnum þá vefgátt.

Myndir: Ari Hallgrímsson matreiðslumaður og kennari í VMA

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið