Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson er vínþjónn ársins 2016

Birting:

þann

Vínþjónn ársins 2016 - Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Vínþjónn ársins 2016
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Keppnin vínþjónn ársins 2016 var haldin síðastliðinn sunnudag á Hilton Nordica.  Það var til mikils að vinna en sigurvegarinn fer fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramót Vínþjóna í Argentínu sem haldið verður dagana 15. – 20. apríl næstkomandi.

Keppnin var æsispennandi að vanda, í undanúrslitum tókust keppendur á við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttu og sterku áfengi ásamt framreiðslu á freyðivíni.

Það voru svo 3 keppendur sem kepptu til úrslita.  Þeir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, Ástþór Sigurvinsson og Peter Hansen.

Úrslitin voru svo öll á verklega sviðinu en þar þurftu þeir að fást við umhellingu, leiðréttingu á vínseðli, pörun á mat og víni ásamt munnlegu blindsmakki á fjórum vínum Og 6 sterkum drykkjum.

Það var svo Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson sem hlaut sigur úr býtum en þetta var í fysta sinn í 15 ár sem hann tekur þátt í vínþjónakeppni og hefur sannarlega engu gleymt.

 

Skrifað af Brandi Sigfússyni

Veitingageirinn.is - Fréttavefur um mat og vín. Netfang: [email protected]

Keppni

Myndir frá forkeppni Kokkur ársins 2018

Birting:

þann

Núna stendur yfir undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 á Kolabrautinni í Hörpu.

Sjá nánar hér um keppnina í dag.

Meðfylgjandi myndir tók Matthías Þórarinsson matreiðslumaður frá forkeppninni í dag.

Mynd: Matthías Þórarinsson matreiðslumaður

Lesa meira

Keppni

Kokkur ársins – Myndband

Birting:

þann

Spennan magnast, innsýn í keppnina 2017 sem Hafsteinn Ólafsson sigraði. Skilafrestur í keppnina í ár rennur út á miðnætti 5. febrúar 2018.

Lesa meira

Keppni

Grétar Matthíasson er Íslandsmeistari Barþjóna

Birting:

þann

Gamla bíó

Gamla bíó

Íslandsmót barþjóna var haldið í kvöld í Gamla bíó, en þar voru samankomnir einhverjar bestu barþjónar Íslands að keppa um Íslandsmeistaratitil Barþjóna.

Keppt var eftir alþjóðareglum International Bartenders Association (IBA).

Grétar Matthíasson

Grétar Matthíasson
Mynd: úr einkasafni

Þeir sem kepptu voru Árni Gunnarsson frá veitingastaðnum Soho, Grétar Matthíasson frá Grillmarkaðinum og Elna María Tómasdóttir frá Nauthól.

Eftir harða keppni urðu úrslit á þessa leið:

  1. sæti – Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn) með drykkinn “Peach Perfect”
  2. sæti – Elna María Tómasdóttir (Nauthóll) með drykkinn “Orion”
  3. sæti – Árni Gunnarsson (Soho) með drykkinn “My precius”

Einnig voru veitt verðlaun fyrir útlit drykkja og fagleg vinnubrögð:

  • Grétar Matthíasson – Fagleg vinnubrögð
  • Elna María Tómasdóttir – Besta skreytingin

Dómnefnd:

  • Jóhann Gunnar Arnarsson – Butler Íslands
  • Jónína Unnur Gunnarsdóttir – Hótelstjóri
  • Hafliði Halldórsson – Meistarakokkur og fyrrum forseti Klúbbs Matreiðslumeistara
  • Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
  • Alba E. Hough – Vínsérfræðingur

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Myndir væntanlegar

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið