Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Þetta er klárlega viðburður fyrir áhugafólk um kokteila

Birting:

þann

Kokteila barþjónninn Selma Slabiak frá New York

Kokteila barþjónninn Selma Slabiak frá New York

Kokteila barþjónninn Selma Slabiak frá New York verður með pop-up á Skál í kvöld og á morgun 23. nóvember frá klukkan 18:00 til 23:30.

Þar mun hún taka yfir drykkjaprógrammið á Skál! og hræra og hrista sína vinsælustu drykki í gegnum tíðina.

Selma er fædd og uppalin í Danmörku en flutti til New York árið 2007 til að láta ljós sitt skína í kokteila-heiminum. Síðan þá hefur hún verið yfir barþjónn á hinum margrómaða og Michelin verðlaunaða veitingastað ASKA en sá veitingastaður er í Brooklyn og er undir ný-norrænum áhrifum.

Selma hefur gefið út áhugaverða bók „Spirit of the North – cocktails and stories from Scandinavia“, en þar er tekið saman störf hennar og áhuga á hráefnum og jurtum frá köldum slóðum.

Ásamt því að taka til hendinni á Donna Cocktail Club og öðrum svölum stöðum í Brooklyn og Manhattan.

Hennar sérgrein er t.a.m. að búa til og hanna drykki sem eiga rætur að rekja til norrænna hráefna og aðferða. Hún sýnir náttúru og segir sögu norðurslóða í gegnum vel blandaða drykki.

Mynd: facebook / Skál

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Vikingur sigraði í Bacardi Legacy í Finnlandi – Fer til Miami í maí

Birting:

þann

Vikingur Thorsteinsson - Kokteilkeppnin Bacardi Legacy

Keppendur.
Vikingur Thorsteinsson fyrir miðju

Vikingur Thorsteinsson keppti í dag í undanúrslitunum í kokteilkeppninni Bacardi Legacy í Finnlandi og gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni með drykkinn Pangea, glæsilegur árangur.

Vikingur mun keppa til úrslita í Bacardi Legacy Global sem haldin verður í Miami, maí næstkomandi.

Eins og áður hefur komið fram þá sigraði Víkingur Bacardi Legacy forkeppnina hér á landi með drykkinn Pangea sem ratað hefur á fjölda drykkjarseðla út um allt land við góðar móttökur.

Sjá einnig: Víkingur keppir í Finnlandi með drykkinn Pangea

Mynd: Friðbjörn Pálsson, vörumerkjastjóri hjá Mekka wines & spirits.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

Mjög áhugaverður fyrirlestur á Jungle Cocktail Bar

Birting:

þann

Mjög áhugaverður fyrirlestur á Jungle Cocktail Bar

Laugardaginn 11. janúar verður sérstakur fyrirlestur um Bacardi Legacy á Jungle Cocktail Bar. Þar munu Víkingur Thorsteinsson, sigurvegari Bacardi Legacy Iceland, og Hanna Karlson & Antero Semi, sigurvegarar Bacardi Legacy Finland, kynna keppnina og sigurdrykki sína, en þessir þrír keppendur munu keppa í lok febrúar um pláss í lokakeppni Bacardi Legacy Global sem haldin verður í Miami í sumar.

Þeim innan handar verður Juho Eklund, Trade Ambassador fyrir Bacardi og einn af helstu skipuleggjendum Bacardi Legacy á Norðurlöndum.

Fyrirlesturinn verður á morgun laugardaginn 11. janúar frá 15:00 – 17:00 og er öllum starfandi barþjónum boðið. Skráning fer fram á [email protected]

ATH. Þessir sömu barþjónar munu slá í PopUp á Jungle Cocktail bar, í kvöld 10.janúar milli 21-01 og verða sigurdrykkir þeirra á eingöngu 1500 kr.

Lesa meira

Vín, drykkir og keppni

22,7 milljón lítrar seldir af áfengi á árinu 2019

Birting:

þann

Vín - Vínflaska - Hvítvín

Sala áfengis árið 2019 var tæplega 22,7 milljón lítrar sem er 3,1% meiri sala í lítrum talið en árið 2018.

Viðskiptavinum fjölgaði einnig um 2,4% voru á árinu 2019, en alls komu 5,1 milljónir viðskiptavina í búðirnar, samanborið við tæplega 5 milljónir árið 2018. Um það bil 46 þúsund manns lögðu leið sína í Vínbúðirnar á Þorláksmessu í ár, sem er met í fjölda viðskiptavina, en áður hafa mest 44 þúsund manns verslað í Vínbúðunum á einum degi.

30. desember var einnig annasamur líkt og Þorláksmessa og komu tæplega 43 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar þann daginn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vínbúðinni.

Meðfylgjandi er sundurliðun helstu flokka.

Sala áfengis 2019

Freyðivín og Kampavín eru almennt söluhár flokkur fyrir áramót en. frá 26. des. – 31. des. seldust 21.693 lítrar sem er aukning um 2,75% frá fyrra ári. Ef desember er skoðaður í heild þá var salan 44.462 lítrar sem er aukning um 10,6% frá árinu 2018.

Sala áfengis 2019

Mynd: úr safni

Lesa meira
  • Alþjóðlegi Viskí dagurinn 27.03.2020
    Alþjóðlegi Viskí dagurinn Í dag þann 27 mars er alþjóðlegi viskí dagurinn haldinn hátíðlegur út um allan heim. Dagurinn var fyrst kynntur þann 27 mars árið 2007 og varð svo viðurkenndur sem Alþjóðlegi Viskí dagurinn 27 mars  tveimur árum síðar á Viskí hátíð í norðurhluta Hollands af mörgum þekktustu viskí gúrúum heimsins eins og Charles […]
  • Dagur heilags Patreks 17.03.2020
    Þar sem Viceman á ættir sínar að rekja til sunnanverða vestfjarða, nánara tiltekið Patreksfjarðar var óhjákvæmilegt að birta umfjöllun um Patreksdaginn. Dag Heilags Patreks verndardýrlings Íra  St. Patrick’s Day er einmitt haldinn hátíðlegur í dag 17. mars.  Heilagur Patrekur var kristniboði á miðöldum og verndardýrlingur Írlands sem var uppi á sjöttu öld og átti mikinn […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag