Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þetta er klárlega eftirminnileg veisla á frekar óvenjulegum stað
Nú á dögunum var haldin vegleg veisla á frekar óvenjulegum stað, þ.e. í Bræðraskemmunni sem áður var hlaða á Völlum í Svarfaðardal. Það var Bjarni Óskarsson sem sá um að elda fyrir gesti. Bjarni bauð upp á Paellu með krækling, kjúklinga leggi og vængi, tígrisrækju, lauk, papriku, baunir, ólífur, olíu, saffran (til að fá paellu litinn), gott soð þá bæði úr kjúklinga og skelfisk, hvítvín, hrísgrjón og kryddjurtir.
Með þessu var borið fram blandað salat, ólífur, ætiþyrslar og fjólum, ásamt nýbökuðu brauði og aioli.
Hjónin Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir, eigendur Nings, reka lífrænan búskap og ræktun á jörð sinni að Völlum í Svarfaðardal. Þar eru ræktaðar ýmsar lífrænar jurtir, ávexti, grænmeti og margt fleira.
„Höfum mikið verið að taka veislur í gömlu hlöðunni, erum þá að bjóða grillveislur, paellu eða máltíð í skál sem er matarmikil gúllassúpa eða fiskisúpu, einnig er mikið um snittur ofl út úr húsi. Það er þokkaleg aðsókn í salinn.“
Sagði Bjarni í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um veislurnar í Bræðraskemmunni.
„Það er allt að fara á fullt á Völlum, búið að reykja 12 teg af ostum, bleikju, lax og gæs, verið að pakka reyktu smjöri, gera sultur og ýmislegt annað, erum farin að selja ís og erum að byrja með súkkulaði. Núna eigum við álku egg og álku, stutt í að jarðarberin verði klár, og svo hindberin ofl úr gróðurhúsunum, það er alltaf eithvað nýtt og spennandi í gangi.“
Sagði Bjarni að lokum.
Með fylgja myndir frá Paellu veislunni sem að Anthony Servonet tók.
Google kort – Vellir í Svarfaðardal
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu




























