Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Selfossi – Aðeins eitt rými óráðstafað

Birting:

þann

Mathöllin á Selfossi

Hálfdán og Þórður Orri hönnuðir, í rýminu uppi í risi.

Átta nýir veitingastaðir verða í nýrri mathöll sem opna mun í sumar í endurreistu Mjólkurbúi Flóamanna í miðbæ Selfoss. Í Mjólkurbúinu verður einnig bjórgarður, vínbar og stærðarinnar matar- og upplifunarsýning sem fengið hefur nafnið Skyrland.

Átta veitingastaðir, tveir barir og sýning

Þeir veitingastaðir sem verða eru Flatey Pizza, Smiðjan Brugghús verður með hamborgarastað og bjórgarð (bar). Nýir staðir verða í mathöllinni en þeir heita Pasta Romano (pasta) og El Dordito (Taco).

Á sýningunni sem heitir Skyrland verður veitingastaður með skálar og boozt sem því tengist. Aðrir staðir óska nafnleyndar að sinni.

Einn bás laus í einni stærstu mathöll landsins

Vignir Guðjónsson er talsmaður verkefnisins og segir hann í samtali við Veitingageirann að einungis einn bás sé á lausu.

„Það hefur gengið mjög vel að raða inn í þessa bása og það er aðeins einn þeirra óráðstafaður. Það er stærsti básinn í húsinu, tæpir 30 fermetrar og er hugsaður sem staður í ákveðnum gæðaklassa, ekki ósvipaður Skál, Kröst, Hipstur og slíkum stöðum sem við þekkjum frá öðrum mathöllum,“

segir Vignir.

Mikið er lagt í hönnun og alla umgjörð í Mjólkurbúinu. Innanhússhönnun er í höndum Hálfdán Pedersen, sem hannað hefur nokkra af vinsælustu veitingastöðum landsins, svo sem Snaps, Kex og Sumac.

„Mjólkurbúið er hjartað í þessum fyrsta áfanga nýs miðbæjar. Húsið er afar tignarlegt og blasir við þegar komið er yfir Ölfusárbrúna. Selfoss er í miðju helsta ferðamannasvæðis landsins og skemmtileg matarupplifun verður sífellt stærri hluti ferðaþjónustu.

Hér er stöðugur straumur sumarbústaðafólks og höfuðborgarbúa að sækja sér uppliftingu og svo styttist í erlendu ferðamennina. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því að Mjólkurbúið verði eitt helsta kennileiti og aðdráttarafl á Suðurlandi,“

segir Vignir.

Í nýja miðbænum á Selfossi er teflt saman nýju og gömlu á spennandi hátt. Alls verða reist 35 hús, sem öll hafa áður staðið á Íslandi, en urðu eldi eða eyðileggingu að bráð. Húsin eru í þessum klassíska íslenska stíl, en eru ný og vönduð og í þeim fjölbreytt nútíma miðbæjarstarfsemi, svo sem veitingahús, verslanir, þjónusta og íbúðir. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður opnaður núna í júní 2021.

Mjólkurbúið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og upphaflega byggt á Selfossi árið 1929 en rifið aðeins 25 árum síðar. Endurbyggt húsið er hið stærsta í nýjum miðbæ Selfoss, um 1.500 fermetrar að stærð á þremur hæðum sem tengjast saman í fallegu miðrými með háum bogadregnum gluggum. Áætlað er að dyrnar í Mjólkurbúinu opni í byrjun júní næstkomandi.

Kíkið á www.mathollselfoss.is fyrir fleiri myndir og upplýsingar.

Sjá einnig:

Ný mathöll opnar í gamla Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Mynd: aðsend:

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bjarni Gunnar og Gunnar Karl stjórnendur í nýja Marriott Edition hótelinu

Birting:

þann

Nú hefur nýja Marriott Edition hótelið við Austurhöfn birt auglýsingu þar sem leitað er að fagmönnum í veitingadeildina, t.a.m. restaurant general manager, bar manager ofl.

Í auglýsingunni kemur fram að Bjarni Gunnar Kristinsson er yfirmatreiðslumaður Marriott hótelsins og með honum starfar Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður.

Marriott hótelið verður fimm stjörnu hótel með 250 herbergi. Hótelið mun bjóða upp á veislu- og fundarsali, fjölda veitingastaða auk heilsulindar. Fullbyggðu er hótelinu ætlað að verða eitt glæsilegasta hótel Reykjavíkur.

Marriott Edition hótelið við Austurhöfn

Marriott Edition hótelið við Austurhöfn.
Tölvuteiknuð mynd.

Formleg opnun er áætluð í lok sumars 2021.

90 íbúðir verða við hliðina á Marriott hótelinu, en íbúðirnar verða í fimm kjörnum sem móta húsgarð.

Fleiri Marriott fréttir hér.

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Elite hótelkeðjan opnar nýtt hótel í haust

Birting:

þann

The Wood Hotel - Elite hótelkeðjan í Svíþjóð

Elite hótelkeðjan opnar nýtt hótel í september næstkomandi í bænum Skellefteå í Svíþjóð. Hótelið sem hefur fengið nafnið „The Wood Hotel“ er 20 hæða trébygging með 205 hótelherbergjum, ráðstefnusal, ráðstefnuaðstöðu, þremur veitingastöðum og heilsulind með glæsilegu útsýni yfir borgina.

Elite rekur alls 22 hótel víðsvegar um Svíþjóð og er þetta fyrsta hótelið sem að hótelkeðjan opnar í bænum Skellefteå.

Hótelstjóri nýja hótelsins er David Åberg, en hann var til að mynda framkvæmdastjóri hjá Nordic Choice Hotels við góðan orðstír. Sjálfur ólst hann upp í Skellefteå og segir í tilkynningu að þetta sé draumaverkefnið hans.

The Wood Hotel - Elite hótelkeðjan í Svíþjóð

The Wood Hotel - Elite hótelkeðjan í Svíþjóð

The Wood Hotel - Elite hótelkeðjan í Svíþjóð

Þrívíddarmyndir: elite.se

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnar kaffihús í rúmlega 2000 þúsund fermetra húsnæði

Birting:

þann

Alana Spencer - Winner - The Apprentice 2016

Alana Spencer

Alana Spencer sem sigraði í bresku raunveruleikaþáttunum The Apprentice árið 2016 vinnur nú að því að opna kaffihús sem staðsett verður við aðalinngang verslunarkjarnanum Mermaid Quay í bænum Cardiff Wales. Verslunarmiðstöðin Mermaid Quay er í 14 þúsund fermetra húsnæði.

Kaffihúsið, sem er í 2.230 fermetra húsnæði, verður miðstöð tíu kaffihúsa sem Alana Spencer stefnir á að opna á næstu árum.

Áætlað er að opna kaffihúsið í Mermaid Quay með vorinu.  Á boðstólnum verður úrvals vörur að hætti Spencer, hnallþórur, mini pizzur, smákökur, heitir og kaldir drykkir og smoothie. Einnig verður í boði heitar máltíðir, þar á meðal vegan kjúklingur og Reuben samlokur með djúpsteiktum kartöflum omfl.

Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að horfa á þegar Alana Spencer segir frá áætlunum sínum með kaffihúsin:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið