Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þessir veitingastaðir opnuðu á árinu 2019

Birting:

þann

Veitingastaður

Að fylgjast með öllum nýju veitingastöðunum sem opnuðu á síðasta ári hefur verið erfitt enda greinilegt vinsælt að opna veitingastaði á árinu sem var að líða.

Hér fyrir neðan er listi (listinn er ekki tæmandi) yfir þá veitingastaði sem opnuðu á árinu 2019 á Íslandi og einnig íslenskir fagmenn úr veitingabransanum sem opnuðu veitingastaði erlendis:

Kex hostel opnar í Portland í Bandaríkjunum

Nýr veitingastaður opnar – Teppanyaki í fyrsta sinn á Íslandi

O´Learys breytist í Sport & Grill heimavöllur Ella

Skúrinn flytur og Skipperinn opnar

Jungle opnar í miðbænum – Jónas Heiðarr: „þetta verður skemmtilegasti kokteilbar landsins“

Nýr veitingaaðili tekur við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi

Matarhjallinn opnar bráðlega

Kurdo Kebab er nýr veitingastaður á Akureyri

Reykjavík fish opnar nýtt útibú

Dill opnar að nýju á Laugavegi 59

Þórarinn bakari opnar veitingastað

Simmi Vill breytir banka í veitingastað

Vitinn mathús opnar á Akureyri

Axel opnar níunda staðinn í miðausturlöndunum

Íslenskur yfirmatreiðslumaður og meðeigandi á nýjum veitingastað í Noregi

Matstöðin opnar á Höfðabakka

Gló Engjateig opnar á ný – Myndir – Flottur og girnilegur Gló matseðill

Stökk er nýr veitingastaður á Laugaveginum

Centrum Kitchen & Bar er nýr veitingastaður í göngugötunni á Akureyri

Elías kokkur opnar litríkan Tacobíl í Reykjanesbæ – Allt seldist upp á fyrsta degi

Nýr veitingastaður á Selfossi – Skyndibitastaður í hollari kantinum

RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði

Hofland Eatery er nýr veitingastaður í Hveragerði

Almar bakari opnar nýtt bakarí og kaffhús á Selfossi

Nýr veitingastaður á Laugavegi 178

Nýr hamborgarastaður opnar í september

Verksmiðjan á Akureyri opnar formlegra í dag – Myndir

Þriðji Lemon veitingastaðurinn á norðurlandi opnar

Ís-listasafn og bar opnar á Laugaveginum

Nýr og glæsilegur veislusalur opnar í Grindavík

Bergsson taco by night opnar formlega – Alvöru upplifun fyrir bragðlaukana

Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur

Nýr veitingastaður í Hveragerði

Laundromat enduropnað

Bæjarins Beztu Pylsur opnar loksins á Akureyri

Nýr Kore staður í Kringlunni

Nýr skandinavískur veitingastaður á Spáni – Einar býður upp á skandinavískan mat í bland við spænskan

Nýtt hótel í Borgarfirðinum

Kári Þorsteins til Egilsstaða – Opnar veitingastað í Nielsenshúsinu

Smurstöðin hættir og nýr veitingastaður tekur við

Eiriksson Brasserie opnar formlega

Opna fjórða veitingastaðinn

Íslenskir þjónar opna veitingastað á eyjunni Bornholm

Metnaðarfullir fagmenn við stjórnvölinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Mathöll Höfða – framkvæmdum miðar vel áfram – Myndir

Nýr Lemon veitingastaður opnar á Akureyri

Systir er nýr veitingastaður á Hverfisgötu 12

 

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Pastagerðin er nýr veitingastaður í Granda Mathöll

Birting:

þann

Pastagerðin

Nú á dögunum opnaði nýr staður í Granda Mathöll sem ber heitið Pastagerðin, þar sem boðið er upp á fjölbreytta pastarétti, en allt pasta er lagað á staðnum.

Vídeó

Girnilegur matseðill

Gott úrval af pastaréttum, spaghetti Carbonara og Bolognese, nokkrar tegundir af Taglietelle réttum með gott úrval af meðlæti, kjötbollur í spaghetti svo fátt eitt sé nefnt. Verð á réttum er frá 1.770 kr til 1.960 kr.

Pastagerðin

Myndir og vídeó: aðsent

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnuðu veitingastað í miðju COVID-19 faraldri – Öflugt teymi fagmanna

Birting:

þann

Primo - Veitingastaður á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis

Búið er að opna Primo veitingastaðinn á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis með nýjum og breyttum áherslum. Framreiðslumennirnir Brynjar Ingvarsson og Kristján Nói Sæmundsson gerðu sér lítið fyrir og opnuðu veitingastað í miðju Covid.

Öflugt teymi fagmanna

„Primo er ekta ítalskur veitingastaður með mikla sál. Við höfum tekið staðinn í gegn varðandi mat, drykk og þjónustu en hann er enn með gamla sjarmann sem húsið hefur upp á að bjóða. Við erum með fyrsta flokks fagmenn með okkur sem hafa unnið á veitingastöðum eins og Moss & Lava í Bláa Lóninu, Snaps, Essensia, og víðar,“

segir Kristján Nói.

Ekta ítalskur veitingastaður í miðborginni

Primo er á tveimur hæðum en á efri hæðinni er betri stofa þar sem hægt er að setjast niður í drykki og Aperitivo sem er ítalskt heiti yfir drykki og snarl. Á efri hæðinni er svo rými fyrir allt að 60 manns sem einnig er hægt er að skipta niður fyrir 8-30 manna hópa.

„Þetta er frábær staður til að koma og njóta þess að fara út að borða með vinum og vandamönnum, hitta vinnufélaga og viðskiptavini í heimilislegu ítölsku andrúmslofti. Einnig er kjörið að koma og fá sér veitingar fyrir t.d leikhús og aðra listviðburði.

Í betri stofunni miðum við svolítið á svona eftirstríðsára þema og þú kemst hálfa leið til útlanda og í tímaflakk með því að kíkja þar við,“

segir Brynjar Ingvarsson. Að sjálfsögðu er öllum sóttvarnarreglum fylgt á Primo.

Strákarnir standa sjálfir vaktina

Strákarnir standa sjálfir vaktina að mestu leyti og vinna stöðugt með matreiðslumönnunum, þeim Magnúsi Ólafssyni, Jóhönnu Söru Jakobsdóttur og Gunnari Þorsteinssyni að ýmsum þróunum.

„Við leggjum núna aðal áherslu á kvöldin en einnig er opið í hádeginu á föstudögum og um helgar en þá er í boði ekta ítalskur brunch. Við byrjum bara að fikra okkur áfram með þetta en erum stöðugt að skoða hvað við getum gert meira.

Í þessu árferði sem nú er telja margir okkur kannski vera alveg klikkaða að opna veitingastað en við erum viss um að Íslendingar hætta ekki að fara út að borða og hvað er betra en að koma á ekta ítalskan stað og láta fagmenn dekra við sig í mat og drykk,“

segir Kristján Nói að lokum.

Þemað hjá Primo er ítalskt með eldbökuðum pizzum, pasta, steikum, risotto, fisk og fleira og ekki má gleyma dásamlegum eftirréttum á borð við Tiramisu og Affogato.

Mynd: aðsend

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Omnom opnar ísbúð

Birting:

þann

Ísbúð Omnom

Aðstandendur súkkulaðigerðinnar Omnom láta drauma sína rætast og ætla á morgun, föstudaginn 25. september kl. 16 að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina að Hólmaslóð 4 út á Granda.

Í ísbúð Omnom fær hugmyndaflugið lausan taum en á boðstólum eru girnilegir og spennandi ísréttir sem helst er hægt að lýsa sem einstakri bragðupplifun mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs.

Þessa fyrstu viku verður boðið upp á fimm rétti á ísseðlinum og munu bætast við fleiri spennandi og tilraunakenndir réttir eftir tilefnum og stemningu hverju sinni.

Á fyrsta ísseðli Omnom verða til dæmis Gyllti svanurinn sem sveipar njótandann suðrænum blæ, Kolkrabbinn sem sogar sig fastan á bragðlaukana með saltlakkrís og súrpræsi og svo er það sjálfur Ísbjörninn sem sumir eru kannski nægilega hugaðir að prófa.

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi Omnom, ásamt sérlegum smökkurum eru búin að liggja yfir gæða hráefnunum og uppskriftum og útkoman er dásamlegar sósur, krem, krömbl og kurl sem þjóna ekki aðeins þeim tilgangi að gleðja gómana heldur einnig augað.

Ísbúð Omnom er til húsa að Hólmaslóð 4 út á Granda og opnunartímar eru:

Þriðjudaga til föstudaga frá kl. 16 til kl. 22

Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 til kl. 22

Mynd: facebook / Omnom

Lesa meira
  • Goggi á Kalda bar 22.09.2020
    Georg Leite | Hristarinn Happy Hour með The Viceman George Leite eða Goggi er barþjónn sem á ættir sínar að rekja til Brasilíu. Hann er menntaður viðskiptafræðingur og auk þess að vera barþjónn hefur hann reynt fyrir sér sem leikari og á fjölmörgum vettvöngum. Hann er einn af eigandi heildsölunnar Drykkur sem flytur inn úrval […]
  • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
    Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag