Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þessir veitingastaðir opnuðu á árinu 2019

Birting:

þann

Veitingastaður

Að fylgjast með öllum nýju veitingastöðunum sem opnuðu á síðasta ári hefur verið erfitt enda greinilegt vinsælt að opna veitingastaði á árinu sem var að líða.

Hér fyrir neðan er listi (listinn er ekki tæmandi) yfir þá veitingastaði sem opnuðu á árinu 2019 á Íslandi og einnig íslenskir fagmenn úr veitingabransanum sem opnuðu veitingastaði erlendis:

Kex hostel opnar í Portland í Bandaríkjunum

Nýr veitingastaður opnar – Teppanyaki í fyrsta sinn á Íslandi

O´Learys breytist í Sport & Grill heimavöllur Ella

Skúrinn flytur og Skipperinn opnar

Jungle opnar í miðbænum – Jónas Heiðarr: „þetta verður skemmtilegasti kokteilbar landsins“

Nýr veitingaaðili tekur við rekstri veitingastaðarins í Menningarhúsinu Hofi

Matarhjallinn opnar bráðlega

Kurdo Kebab er nýr veitingastaður á Akureyri

Reykjavík fish opnar nýtt útibú

Dill opnar að nýju á Laugavegi 59

Þórarinn bakari opnar veitingastað

Simmi Vill breytir banka í veitingastað

Vitinn mathús opnar á Akureyri

Axel opnar níunda staðinn í miðausturlöndunum

Íslenskur yfirmatreiðslumaður og meðeigandi á nýjum veitingastað í Noregi

Matstöðin opnar á Höfðabakka

Gló Engjateig opnar á ný – Myndir – Flottur og girnilegur Gló matseðill

Stökk er nýr veitingastaður á Laugaveginum

Centrum Kitchen & Bar er nýr veitingastaður í göngugötunni á Akureyri

Elías kokkur opnar litríkan Tacobíl í Reykjanesbæ – Allt seldist upp á fyrsta degi

Nýr veitingastaður á Selfossi – Skyndibitastaður í hollari kantinum

RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði

Hofland Eatery er nýr veitingastaður í Hveragerði

Almar bakari opnar nýtt bakarí og kaffhús á Selfossi

Nýr veitingastaður á Laugavegi 178

Nýr hamborgarastaður opnar í september

Verksmiðjan á Akureyri opnar formlegra í dag – Myndir

Þriðji Lemon veitingastaðurinn á norðurlandi opnar

Ís-listasafn og bar opnar á Laugaveginum

Nýr og glæsilegur veislusalur opnar í Grindavík

Bergsson taco by night opnar formlega – Alvöru upplifun fyrir bragðlaukana

Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur

Nýr veitingastaður í Hveragerði

Laundromat enduropnað

Bæjarins Beztu Pylsur opnar loksins á Akureyri

Nýr Kore staður í Kringlunni

Nýr skandinavískur veitingastaður á Spáni – Einar býður upp á skandinavískan mat í bland við spænskan

Nýtt hótel í Borgarfirðinum

Kári Þorsteins til Egilsstaða – Opnar veitingastað í Nielsenshúsinu

Smurstöðin hættir og nýr veitingastaður tekur við

Eiriksson Brasserie opnar formlega

Opna fjórða veitingastaðinn

Íslenskir þjónar opna veitingastað á eyjunni Bornholm

Metnaðarfullir fagmenn við stjórnvölinn á nýjum veitingastað í Keflavík

Mathöll Höfða – framkvæmdum miðar vel áfram – Myndir

Nýr Lemon veitingastaður opnar á Akureyri

Systir er nýr veitingastaður á Hverfisgötu 12

 

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

KOKS opnaði Pop-Up veitingastað – Opnuðu í fyrrum húsnæði Íslenska sendiráðsins í Færeyjum

Birting:

þann

Koks og Roks í Færeyjum

Barði Páll situr efst í tröppunum, þ.e. þessi sköllótti alvarlegi kallinn 🙂

Michelin veitingastaðurinn KOKS í Færeyjum þurfti að loka staðnum líkt og margir aðrir veitingastaðir í heiminum vegna kórónufaraldursins, en um 85% gestir staðarins eru ferðamenn.

Til að halda öllu starfsfólki var ákveðið að opna systur veitingastað KOKS og nefna hann Roks. Roks er staðsettur á veitingastað sem tók sér „hlé“ í nokkra mánuði, en sá veitingastaður heitir Fútastova og er það sami eigandi á þeim stað og KOKS/Roks. Til gamans má geta þess að Íslenska sendiráðið var staðsett í húsnæði Roks fyrir einhverjum árum síðan.

„Þetta er eitthvað sem hafði verið hugmynd hjá KOKS í langan tíma. Hugmynd staðarins upprunalega er að vera með veitingastað sem gæti mögulega notað hráefni, sem hefði að öðru leyti verið hent, og koma því í einfaldari og flotta rétti. Við opnuðum í maí og hefur gengið frábærlega.“

Sagði Barði Páll Júlíusson matreiðslumaður í samtali við veitingageirinn.is. Sjá fleiri fréttir um Barða hér.

Barði Páll er Sous chef á Koks og Roks og hefur starfað á Koks síðan í mars í fyrra.

Matseðillinn á Roks er mun einfaldari en á KOKS þar sem aðaláherslan er að aðlaga réttina að bæjarbúum og eru einnig mun ódýrari en á Koks.

Roks býður upp á 5 rétta matseðil en einnig upp á kavíar, smárétti, petit four og osta. Hægt er að fá „the full menu“ en hann inniheldur allt þetta ásamt vínpörun með réttunum.

Fimm rétta matseðilinn samanstendur af:

 • Þorsk tartar með vatnakarsa sósu og vatnakarsa.
 • Fiski frikadellur með kræklingakremi, sítrónu og hjartasalati.
 • Gnocchi með kartöflukremi, garnatálg(sem er gerjuð innefli úr lambi), ostasósu og rifinn ræstur fiskur.
 • Aðalréttur er annaðhvort: Ræst kjöt eða skötusels kinnar með sveppum, kartöflum, jarðskokkum og grænkáli.
 • Eftirréttur er síðan; Söl krem, dökkt súkkulaði og bláberja sorbet.

Nú eru landamærin að opna fyrir Danmörku og Noreg ásamt Íslandi og Grænlandi og er komið mikið af bókunum á Koks.

Ég frétti að þið væruð að leita af „stagier’um“, er eitthvað til í því?

„Já, við á KOKS erum að skipuleggja að opna veitingastaðinn næstkomandi 7. eða 8. júlí og erum við farin að hlakka gríðarlega til að taka á móti gestum aftur.

Við höfum verið að athuga með stagier’a sem áttu að vera koma til okkar í júlí en nokkrir hafa þurft að afbóka sig og erum við þar að leiðandi með opin pláss fyrir stagier’a í sumar. Ég vil endilega nota tækifærið og hvetja bæði áhugasama matreiðslumenn eða nema sem hafa metnað fyrir því að staga á KOKS að grípa tækifærið og sækja um það.

Einnig er þetta kjörið tækifæri fyrir Íslendinga, margir hverjir sem ætluðu kannski að ferðast í sumar en hafa þurft að afbóka allt saman, að taka sér til og bóka ferð til Færeyja. Færeyjar er frábært land með fallega náttúru og margt að skoða en einnig hægt að gera frábæra matarferð til að borða á tveggja stjörnu michelin stað.“

Sagði Barði Páll að lokum.

Með fylgir myndir af réttum frá Roks.

Myndir: aðsendar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

27 mathús & bar er nýr veitingastaður í Kópavogi

Birting:

þann

27 mathús & bar - 20&SJÖ

Veitingastaðurinn 27 mathús & bar (20&SJÖ) sem opnaði í mars s.l. hefur fengið góðar viðtökur, en hann er staðsettur við Víkurhvarf 1 í Kópavogi með útsýni yfir Elliðavatn.

Fjölbreyttur matseðill er í boði, þar sem boðið er upp á aðalrétti, smárétti, eftirrétti, grænmetis-, og veganrétti, barnamatseðil og einnig rétti til að taka með (take away). Sjá matseðil hér og grænmetis-, og vegan matseðilinn hér.

Amerísk áhrif er ríkjandi á matseðlinum, þó einnig má sjá rétti með miðjarðarhafsstíl. Eigendur eru veitingahjónin Arndís Þorgeirsdóttir og Helgi Sverrisson. Helgi er yfirkokkur staðarins.

Á 20&SJÖ er allt kjöt reykt á staðnum í reykofni sem ættaður er frá Tennessee í Bandaríkjunum, pulled pork, rif, pastrami, brisket, lambakjöt svo fátt eitt sé nefnt.

20&SJÖ er staðsett við Víkurhvarf 1 í Kópavogi

Opnunartími er frá klukkan 16:00 og fram eftir kvöldi, en lokað er á mánudögum og þriðjudögum.

27 mathús & bar - 20&SJÖ

Bröns á 20&SJÖ

Boðið er upp á bröns á laugardögum frá 11:00 til 14:00.

Myndir: facebook / 27 mathús & bar

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Açaí skálar er nýjasta trendið – Nýr lítill og krúttlegur matarvagn opnar á Akranesi

Birting:

þann

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Matarvagninn Caliber opnaði nú á dögunum við íþróttahúsið á Akranesi. Caliber er lítill og krúttlegur matarvagn og er í eigu tveggja bestu vina, en það eru þeir Andri Sævar Reynisson og Jósef Halldór Þorgeirsson.

Caliber býður upp á Açaí skálar sem er að verða sífellt vinsælla á Íslandi en nýr veitingastaður opnar á Hafnartorginu í Reykjavík á allra næstu dögum, en hann heitir Maika’i og býður upp á Açaí skálar og rekur einnig matarvagn undir sama heitinu.

Sjá einnig:

Maika’i opnar á Hafnartorgi í Reykjavík

Açaí er smoothie í skál toppað með granóla, banana eða öðrum ávöxtum.

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Caliber - Matarvagn á Akranesi

Myndir: facebook / Caliber

Lesa meira
 • Jim Beam Black í kakó 17.06.2020
  Jim Beam Black og Kakó 30 ml Jim Beam BlackFyllt með kakóToppað með rjóma Tækni: Blandað beint Glas: ÚtilegubolliSkreyting: Súkkulaði spænir Aðferð:  Jim Beam Black og kakó er hellt beint í bolla eða glas og hrært saman. Rjóminn settur ofaná og súkkulaði spænir stráð yfir. Frábær drykkur í útileguna! Ert þú að fylgja Viceman Instagram og Facebook?Fróðleikur, uppskriftir og […]
 • Hvað er Bourbon? 14.06.2020
  Árlega er Bourbon dagurinn haldin hátíðlegur þann 14 júní. Í fyrstu voru það aðeins Bandaríkjamenn sem héldu hann hátíðlegan enn á síðustu árum hafa unnendur Bourbon tekið þátt í að halda daginn hátíðlegan enda er Bourbon á mikilli vinsældar siglingu. Hvað er bourbon? Bourbon er tegund af Amerísku viskí og er talið að viskíið dragi […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag