Vertu memm

Frétt

Þessi veitingahús standa með íslenskri náttúru og segja nei við laxi úr sjókvíaeldi

Birting:

þann

Lax

Föstudaginn 13. júlí s.l. hóf Icelandic Wildlife Fund (IWF) dreifingu á miðum til að setja í glugga veitingastaða og matvöruverslana með skilaboðunum:

„Við bjóðum aðeins lax úr sjálfbæru landeldi“

Laxeldi í opnum sjókvíum er skaðlegt fyrir villta íslenska laxastofna

Þegar hafa fjölmargir af helstu veitingastöðum Reykjavíkur sett upp miða frá IWF og eru fleiri á leiðinni ásamt ýmsum matvöruverslunum.

Laxeldi í sjókvíum er mengandi iðnaður sem ógnar umverfi og lífríki Íslands, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá IWF. Þar er að auki er sorglega illa búið að eldisdýrunum en sjókvíaeldisfyrirtækin gera beinlínis ráð fyrir því í rekstraráætlunum sínum að 20 prósent laxanna lifi ekki af þær aðstæður sem þeim eru búnar í kvíunum. Skemmst er að minnast gríðarlegs fiskidauða hjá sjókvíaeldisfyrirtækjum við Ísland síðastliðinn vetur.

Ísland er síðasta vígi villta Atlantshafslaxins. Tegundin er nánast útdauð til dæmis í löndum á meginlandi Evrópu þar sem áður gengu gríðarleg magn af laxi upp ár. Íslenskir laxastofnar eru einstakir og þeim stendur veruleg ógn af eldislaxi sem sleppur úr sjókvíum. Eldislaxinn er af norskum stofni og hefur verið þróaður sem húsdýrastofn sem vex miklu hraðar en villtur lax og hefur að auki glatað ýmsum eiginleikum sem þarf til að komast af í náttúrunni. Þegar norski laxinn blandast íslenska stofninum draga þessir eiginleikar úr hæfni villta laxins, stofninn dregst saman og deyr að lokum út.

Veitingahús sem hafa sett upp gluggamiða IWF:

 • Apótekið
 • Fiskmarkaðurinn
 • Grái kötturinn
 • Grillmarkaðurinn
 • Messinn
 • Sumac
 • Sushi Social
 • Sæta svínið
 • Tapasbarinn

Þau sem vilja fá miðana í glugga fyrirtækja sinnar og taka með því þátt í að standa vörð um íslenska náttúru og lífríki geta sent Icelandic Wildlife Fund skilaboð á Facebook hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Frétt

Áskorun til stjórnvalda – Frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði

Birting:

þann

Veitingahús

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) lýsa yfir sárum vonbrigðum með fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á aðstæðum veitingastaða sem raungerast enn og aftur í nýjum sóttvarnarreglum sem tóku gildi þann 13. janúar, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

Nú er svo komið að mörg veitingahús hafa þegar lagt árar í bát og hætt rekstri og fjölmörg eru komin út á ystu nöf og hafa ekki rekstrarlegt úthald í óbreyttum takmörkunum. SFV sendi út skoðanakönnun meðal fyrirtækja í greininni í desember síðastliðnum og kom þar fram að nærri helmingur svarenda telja rekstur sinn ekki lifa út febrúar 2021 án frekari tilslakana á fjöldatakmörkunum og skorðum á opnunartíma.

SFV sjá engin haldbær rök fyrir þeim takmörkunum sem settar eru á veitingageirann og því ósamræmi sem birtist okkur í tilslökunum í öðrum greinum, s.s. leikhúsum og verslunum. Það er öllum ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafa kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða.

Greinin hefur mátt búa við fjöldatakmarkanir í tæpt ár og úrræði stjórnvalda hafa verið afar takmörkuð á sama tíma. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.

SFV skorar hér með á stjórnvöld að bregðast við stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp og falla með tilheyrandi kostnað fyrir samfélagið.

Áskorun SFV:

 1. Að hámarksfjöldi viðskiptavina verði hækkaður í 50 manns líkt og hjá verslunum
 2. Að opnunartími veitingastaða verði til kl. 23.00
 3. Að kráir og barir fái að starfa skv. sömu skilmálum og veitingastaðir
 4. Hið opinbera hjálpi endureisn veitingageirans með skattaívilninum í framtíðinni með tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts í tólf mánuði Júlí 2021- Júlí 2022 til að aðstoða greinina til viðspyrnu eftir þessa erfiðu tíma.

Mynd: úr safni

Lesa meira

Frétt

Keyptir þú vonbrigði í aiöli-gæru?

Birting:

þann

Jömm aiöli

Jömm aiöli

„Við höfum uppgötvað að hvítlaukurinn sem var notaður í aiöli framleiðsluna okkar undanfarið er fallinn á bragðprófinu og hefur verið sviptur Jömm réttindum sínum. Hann ólst upp árið 2020 og er því óþarflega bitur.“

segir í fréttatilkynningu frá Jömm.

Ef þú fékkst vonbrigði í krukku í stað aiöli, máttu skila henni á næsta sölustað og kaupa þér eitthvað fallegt í staðinn.

Jömm vonast til að endurheimta hið sanna aiöli bragð sem fyrst og kannski koma ferskar krukkur í verslanir í lok næstu viku.

Mynd: facebook / Jömm

Lesa meira

Frétt

Albert Roux látinn

Birting:

þann

Albert Roux

Albert Roux

Matreiðslumeistarinn Albert Roux lést 4. janúar s.l., 85 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi.

Einungis 10 mánuðir síðan lést bróðir hans Michel Roux eftir langvarandi lungnasjúkdóm.

Michel Roux látinn

Oft voru Roux bræðrum lýst sem „guðfaðir nútíma matargerðar í Bretlandi“.

Albert Roux og Michel Roux gjörbyltu breskri matargerð á sjöunda áratugnum. Bræðurnir opnuðu veitingastaðinn Le Gavroche árið 1967, sem síðar fékk sína fyrstu þrjár Michelin stjörnur í Bretlandi og veitingastaðinn The Waterside Inn, sem var fyrsta veitingahúsið utan Frakklands til að halda þrjár stjörnur í 25 ár.

Þeir opnuðu nokkra aðra veitingastaði sem fjölmargir frægir Michelin kokkar störfuðu hjá, en Roux bræður hafa ávallt sett markið hátt og boðið upp á „fine dining“ breska veitingastaði.

Synir Albert og Michel tóku við Roux veldinu á sínum tíma og hafa stýrt því með glæsibrag.

Mynd: wikipedia.org

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag