Vertu memm

Keppni

Þessi sigruðu í Íslandsmóti framreiðslu-, og matreiðslunema 2019

Birting:

þann

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema 2019

F.v. sigurvegarar í framreiðslu þeir Ísak Magnússon og Björn Kristinn Jóhannsson. Í matreiðslu þau Kristín Birta Ólafsdóttir og Hugi Rafn Stefánsson

Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í gær, þriðjudaginn 12. nóvember, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Keppnin var jafnframt forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina sem verður haldin í Osló dagana 24. og 25. apríl 2020.

Þátttakendur voru samtals 19, í matreiðslu kepptu 12 og sjö í framreiðslu. Keppnin hófst kl. 14 og í matreiðslu var fyrsta réttinum skilað kl. 16.15 og eftiréttinum kl. 17.00.

Keppni í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem nemarnir matreiddu tvo rétti: Forrétt sem innihélt rauðsprettu, bygg og perlulauk. Seinna verkefni nemanna var eftirréttur sem var sítrónutart, ítalskur marens og hindber.

Yfirdómari í keppni matreiðslunema var Kjartan Marinó Kjartansson.

Keppnin í framreiðslu skiptist í a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking f) fyrirskurður, g) fjögur mismunandi sérvettubrot.

Yfirdómari í keppni framreiðslunema var Julianna Laire.

Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru:

  • Björn Kristinn Jóhannsson
  • Ísak Magnússon

Sigurvegarar í keppni matreiðslunema voru:

  • Hugi Rafn Stefánsson
  • Kristín Birta Ólafsdóttir

Myndir:  Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Keppni

Vikingur sigraði í Bacardi Legacy í Finnlandi – Fer til Miami í maí

Birting:

þann

Vikingur Thorsteinsson - Kokteilkeppnin Bacardi Legacy

Keppendur.
Vikingur Thorsteinsson fyrir miðju

Vikingur Thorsteinsson keppti í dag í undanúrslitunum í kokteilkeppninni Bacardi Legacy í Finnlandi og gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni með drykkinn Pangea, glæsilegur árangur.

Vikingur mun keppa til úrslita í Bacardi Legacy Global sem haldin verður í Miami, maí næstkomandi.

Eins og áður hefur komið fram þá sigraði Víkingur Bacardi Legacy forkeppnina hér á landi með drykkinn Pangea sem ratað hefur á fjölda drykkjarseðla út um allt land við góðar móttökur.

Sjá einnig: Víkingur keppir í Finnlandi með drykkinn Pangea

Mynd: Friðbjörn Pálsson, vörumerkjastjóri hjá Mekka wines & spirits.

Lesa meira

Keppni

Víkingur keppir í Finnlandi með drykkinn Pangea

Birting:

þann

Víkingur Thorsteinsson

Víkingur Thorsteinsson

Á morgun keppir Víkingur Thorsteinsson, sigurvegari Bacardi Legacy á Íslandi, í kokteilakeppni í Finnlandi. Víkingur þarf að vinna sér inn keppnisrétt í lokakeppni Bacardi Legacy sem haldin er í Miami í maí n.k.

Sjá einnig: Víkingur sigraði í Bacardi Legacy Íslands – Myndir

Veitingageirinn og fleiri hafa tekið eftir því að Víkingur verið duglegur að kynna drykkinn sinn „Pangea“ á staðnum sínum Jungle Cocktail Bar og tekið ófáar gestavaktirnar bæði í Reykjavík og Akureyri á síðustu 4 mánuðum.

Pangea

Víkingur sigraði í Bacardi Legacy á Íslandi með drykkinn Pangea

Drykkurinn hefur ratað á fjölda drykkjarseðla út um allt land við góðar móttökur. Víkingur er mjög þakklátur öllum þeim stuðning sem barþjónar og veitingamenn um land allt hafa sýnt honum og er Víkingur stoltur af vera partur af þessu barþjónasamfélagi sem er á Íslandi í dag.

View this post on Instagram

The star of the show 😇 next to some weird Icelandic kid

A post shared by Pangea (@pangealegacy) on

Víkingur hefur verið duglegur að sýna frá ferðalagi sínu á instagramsíðu sinni @Pangealegacy og mun hann að sjálfsögðu sýna frá keppninni í Helsinki. Mælum við með því að adda honum.

Fyrir þá sem hafa ekki smakkað drykkinn þá mælum við með að prófa við tækifæri, annaðhvort á einhverjum af vel völdum stöðum bæjarins eða hrista heima í góðri stemmingu.

Uppskriftin á Pangea er eftirfarandi:

Hráefni
4 cl Bacardi Carta blanca
3 cl Sykur sýrop
0.7 cl Mango líkjör
1.5 cl Lime safi
5 Basil lauf mulin

Aðferð
Hrist saman í klaka og fyllt upp G.H. Mumms kampavín. Framreitt í freyðivínsglasi og skreytt með basil laufi.

Fyrir þá sem vilja styðja Víking í þessari keppni og hjálpa honum að kynna drykkinn sinn er hægt að fá kynningarefni hjá Mekka Wines & Spirits.

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Lesa meira

Keppni

Myndir frá móttöku Íslenska Kokkalandsliðsins

Birting:

þann

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Í tilefni þess að íslenska kokkalandsliðið kom heim í dag frá Ólympíuleikum Matreiðslumeistara með besta árangur liðsins til þessa í alþjóðlegu stórmóti, þá bauð Klúbbur matreiðslumeistara upp á móttöku fyrir velunnara liðsins og fjölskyldur.

Móttakan fór fram í húsi Matvís við Stórhöfða 31 í Reykjavík.

Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson hélt ávarp.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnvega- og nýsköpunarráðherra ávarpaði gesti og að lokum hélt Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara ræðu.

Með fylgja myndir frá móttökunni.

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið

Myndir: Andreas Jacobsen

Lesa meira
  • World Bartender Day 24.02.2020
    Alþjóðlegur dagur Barþjóna Í dag 24 febrúar er alþjóðlegur dagur barþjóna. Að gefnu tilefni langar Viceman að senda kveðjur til allra barþjóna og óska þeim til hamingju með daginn.  Það er ótrúlega margt sem starf barþjónsins felur í sér. Að búa til drykki, dæla bjór, skenkja víni eða opna gosflösku er vissulega partur af starfinu enn […]
  • Alþjóðlegi Margarita dagurinn 22.02.2020
    Í dag þann 22 febrúar er hin alþjóðlegi margarita dagur haldin hátíðlegur.  Taka skal fram að dagurinn á alls ekkert skilt við flatbökuna með sem skartar sama nafni. Um er að ræða heimsfræga kokteilinn Margarita sem inniheldur í grunninn tekíla og margir telja að eigi uppruna sinn að rekja til Mexíkó. Uppruni alþjóðlega Margarita dagsins […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag