Vertu memm

Keppni

Þessi keppa um titilinn Kokkur Ársins 2019 – Aldrei fleiri konur í keppninni

Birting:

þann

Garðar Kári Garðarsson

Garðar Kári Garðarsson er Kokkur ársins 2018. Aðstoðarmaður Garðars í keppninni var Harpa Sigríður Óskarsdóttir.

Keppnin Kokkur ársins 2019 fer fram í Hörpu laugardaginn 23. mars næstkomandi en það er einn af hápunktunum í dagatali Íslenska matardagatalsins. Þar takast á þeir bestu af þeim bestu og keppa til úrslita um þennan eftirsótta titil.

Forkeppnin fer fram núna á miðvikudaginn 6. mars en þar keppa tíu kokkar um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri. Þrjár konur eru skráðar til leiks í ár og er það mesti fjöldi kvenna sem skráður hefur verið í keppnina í þessa.

„Það er mikið fagnaðarefni að sjá aukningu skráðra kvenna í keppninni. Það er okkur metnaðarmál að ná hlutfalli þeirra til jafns við karla,“

Heimsmeistaramót í matreiðslu - Lúxemborg 2018

Kokkalandsliðið 2018
Íslenska kokkalandsliðið með gullverðlaunin í Luxemborg í desember. Þjálfarinn Ylfa Helgadóttir lengst til hægri í fermri röð og Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara lengst til hægri í aftari röð.

segir Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem heldur keppnina.

„Ylfa Helgadóttir var meðal annars þjálfari Kokkalandsliðsins í Luxemborg þar sem liðið vann til gullverðlaunan sem ég held að sé okkur góð hvatning. Stéttin hefur verið mjög karllæg og öll skref í átt að meira jafnvægi eru góð skref í átt að tryggja öfluga og fjölbreytta stétt fagfólks,“

bætir Björn við.

Þeir sem keppa um titilinn í ár eru þau:

 • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
 • Ingimundur Elí Jóhannsson, Lux veitingar
 • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
 • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
 • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
 • Sindri Geir Guðmundsson, Jamie’s Italian
 • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
 • Viktor Snorrason, Moss Restaurant
 • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel
 • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélagið
Kokkur ársins 2018

Garðar Kári er Kokkur ársins 2018
F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson, Garðar Kári Garðarsson og Sigurjón Bragi Geirsson

Það var Garðar Kári Garðarsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2018. Sigurjón Bragi Geirsson hreppti annað sætið og Þorsteinn Kristinsson varð í því þriðja.

Allir faglærðir matreiðslumenn og þar með talið sveinsprófshafar geta sótt um aðgang að keppninni og þannig slegist í hóp keppenda um titillinn Kokkur ársins 2019.

Kokkur ársins 2019 er besti kokkur landsins árið 2019 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.

Þráinn Freyr Vigfússon, kokkur ársins 2007, er í forsvari fyrir verkefnisstjórn keppninnar í ár.
Nánari upplýsingar um keppnina má fá í tölvupósti, [email protected], eða í síma 695 2999.

Myndir: aðsendar

Keppni

Nýr Heimur – Þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020 !!

Birting:

þann

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020

Nú er komið þema og skylduhráefni fyrir Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2020.

Þemað í ár er Nýr Heimur og verður skilyrði að allir eftirréttir og konfektmolar séu vegan, þá höfum við bætt Omed olíum í hráefnalistann en það þykir framúrstefnulegt, hollt og áhugavert samspil fyrir bragðlaukana að samtvinna ólífuolíur og súkkulaði.

Nýi Vegan Rizzo rjóminn kemur líka virkilega sterkur inn í þetta þema!

Skylduhráefni:

Súkkulaði – Cacao Barry Ocoa 70%

Púrrur – Capfruit Exotic Ginger og/eða Berriolette (Our creations)

Ólífuolíur – Omed Picual, Arbequina, Yuzu og/eða Reykolía

Rjómi – Rizzo Chanty vegan rjómi

Keppnin verður haldin 29. október í Perlunni og hefst skráning í byrjun október, það stefnir því í ótrúlega spennandi viðburð og keppni í ár!

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins

Posted by Garri on Monday, 14 September 2020

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Lesa meira

Keppni

Íslandsmóti-, og Norðurlandamóti vínþjóna 2020 frestað

Birting:

þann

Vínþjónn - Vín - Léttvín - Rauðvín - Vínglas

Íslandsmóti vínþjóna sem átti að halda miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi hefur verið frestað um óákveðin tíma í ljósi aðstæðna vegna covid-19.

Norðurlandamót Vínþjóna sem til stóð að halda hér á landi í október næstkomandi hefur einnig verið frestað.

„Ömurlegt að þurfa fresta öllum viðburðum.“

Segir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, ritari Vínþjónasamtaka Íslands.

Sjá einnig:

Íslandsmót vínþjóna 2020 – Skráning hafin

Mynd: úr safni

Lesa meira

Keppni

Íslenskt gin hlaut silfurverðlaun í Englandi – 840 gintegundir tóku þátt í keppninni

Birting:

þann

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery

Stuðlaberg gin frá íslenska fyrirtækinu Hovdenak Distillery hlaut silfurverðlaunin í keppninni International Wine and Spirit Competition í Englandi, en úrslit hennar voru tilkynnt þann í gær 7. ágúst.

Stuðlaberg gin er framleitt í Hafnafirðinum og er búið til úr okkar einstaka íslenska vatni ásamt sérvöldum hráefnum. Þetta er fyrsta keppnin sem Stuðlaberg gin tekur þátt í og fékk þar silfurverðlaunin með 92 stig af 100 mögulegum.

„Þessi keppni er mjög stór og þekkt enda voru þar 840 gintegundir sem tóku þátt alls staðar úr heiminum, það mætti þá segja að árangurinn hjá okkur sé gríðalega góður enda er varan bara nýkomin á markað sem gerir þessi verðlaun enn sætari fyrir vikið,“

segir Hákon Freyr eigandi Hovdenak Distellery.

Fyrirtækið var stofnað árið 2018 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru sem er framleidd á Íslandi. Hægt er að nálgast Stuðlaberg gin hjá ÁTVR, fríhöfninni líka einnig hjá Drykk ehf. og á öllum betri veitingastöðum landsins.

Á þessum stutta tíma er varan komin til fjölmargra landa eins og til Danmerkur, Þýskalands, Bretlands, Kína og Singapúr ásamt öðrum löndum.

Lesa meira
 • Bjartur Daly Þórhallsson 14.09.2020
  Bjartur Daly Þórhallsson | Hristarinn Happy Hour með The Viceman Bjartur Daly er barþjónn sem hefur grunn frá Danmörku. Undanfarin ár hefur hann unnið á mörgum af vinsælustu börum landsins enn í dag starfar hann á veitingastaðnum Skál á Hlemmi Mathöll. Að undanförnu hefur Bjartur vakið athygli með kokteila-stefnu sem allir ættu að kynna sér […]
 • Hákon í Hovdenak Distillery 09.09.2020
  Hákon Freyr Freysson | Í Fljótandi Formi Happy Hour með The Viceman Hovdenak Distillery er eitt af fáum handverks eimhúsum á Íslandi og hefur verið starfandi í rúmlega ár. Í handverks eimhúsum sem á ensku nefnist micro distillery eru eimingartæki sem notuð eru til að framleiðla á sterkvín. Að eima gin og annað sterkvín frá […]

Podcast/hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið í dag