Vertu memm

Keppni

Þessi keppa til úrslita í bakaranemakeppninni í Hótel- matvælaskólanum

Birting:

þann

Kökukefli - Deig

Nú á dögunum fór fram forkeppni bakaranema, þar sem 8 bakaranemar kepptu, en keppnin fór fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.

Þrír nemar komust áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður 21. og 22. október næstkomandi í Hótel- matvælaskólanum, en þau eru:

Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí

Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist

Matthías Jóhannesson, Passion

Keppendur í forkeppninni voru:

Stefanía Malen Guðmundsdóttir, Bæjarbakarí

Finnur Guðberg Ívarsson, Kökulist

Mikael Sævarsson, Kallabakarí

Hekla Guðrún Þrastardóttir, Sandholt

Matthías Jóhannesson, Passion

Kristján Helgi Ingason, Bæjarbakarí

Stefanía Hrönn Sigurðardóttir, Bakarí HMMK

Freyja Língberg Jóhannesdóttir, Gæðabakstur

Fyrirkomulag – Úrslit

Úrslitakeppnin skiptist í eftirfarandi þætti:

A.
2 stórar brauðategundir 300 – 800 g (eftir bakstur), 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
2 smábrauðategundir 50 – 70 g (eftir bakstur), 30 stk. af tegund.

C.
3 sérbökuð 60 – 80 g (eftir bakstur), 12 stk. af tegund. Að auki skulu keppendur taka eina frjálsa vínarbrauðstegund (fjöldi stk. frjáls), þó að hámarki úr 1 kg af deigi.

D.
Skrautdeig úr ætu hráefni (mjölefni). minnst 90%. Algjörlega frjálst nema að því leyti að stærðarmörk eru 80 x 80 x 80 cm. Hámark 120cm.
Ætlast er til að borðskreyting og uppstilling myndi ákveðna heild.

E.
Blautdeig:
2,5 kg. deig. 3 tegundir. Frjálst

F.
Keppendur skulu, áður en uppstilling hefst, skila til dómara bragðprufum af öllum tegundum.
Þær skulu vera bornar huggulega fram á fati ásamt því viðbiti (áleggi, olíum o.þ.h.) sem keppendum sjálfum finnst eiga við hverja tegund.

G.
Uppstilling á fyrirfram dúkað borð þar sem heildar „þema„ borðsins nýtur sín.

Myndir frá keppninni væntanlegar.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið